„Hann hraktist þarna frá skólanum árið 2006 í senu sem er einhver mesti vitlausraspítali sem ég hef séð á ævinni. Þetta var ólýsanlegt rugl sem þar fór fram,“ segir fyrrverandi starfsmaður Háskólans á Bifröst um aðdragandann að því að þáverandi rektor skólans, Runólfur Ágústsson, lét af störfum þar.
Háskólinn hafði verið í mikilli uppsveiflu í rektorstíð Runólfs og hann ætlaði sér stóra hluti. „Hans draumur var að búa til einhvers konar alþjóðlega háskólastofnun sem átti að vera drifin áfram af hagnaðarsjónarmiðum. Þetta gekk helvíti vel hjá honum: Hann fékk fullt af nemendum, helling af peningum til að byggja hús og ég held að hann hafi einfaldlega fengið mikilmennskubrjálæði. Hann er frumkvöðull í sér og gat gert ákveðna hluti en var algjörlega ófær um að halda utan um þetta,“ segir viðmælandinn en fréttirnar um þessa stöðu á Bifröst voru áberandi í fjölmiðlum síðla árs 2006.
Brotthvarf Runólfs frá Bifröst átti …
Athugasemdir