Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Þegar vitskertur keisari fór í stríð

Róm­verj­ar dáðu ekk­ert meira en sig­ur­sæla hers­höfð­ingja. Hvað átti hinn geggj­aði Caligula að gera þeg­ar hann taldi sig þurfa á herfrægð að halda en var eng­inn mað­ur til að stýra liði í orr­ustu?

Caligula fór aðeins í eina herferð og hún var eiginlega skyndihugdetta, segir sagnaritarinn Suetonius en kostuleg lýsing hans er besta lýsingin sem varðveist hefur á stríðsbrölti keisarans. Einn góðan veðurdag fór hinn hjátrúarfulli Caligula að véfrétt í helgum lundi við ána Clitumnus í Appenínafjöllum talsvert norður af Rómaborg.

Véfréttin benti Caligula á að hann þyrfti að bæta mönnum í lífvarðasveitina sína en í henni voru eingöngu germanskir Batavíumenn. Þeir bjuggu við ósa Rínarfljóts og voru eftirsóttir í keisaralífvörðinn því þeir áttu ekkert undir Rómverjum og því lítil hætta á að þeir hneigðust til að taka þátt í flokkadráttum gegn keisaranum.

Ekkert til sparað

Suetonius segir að Caligula hafi fengið þá skyndilegu flugu í höfuðið að fara sjálfur norður til Germaníu til að ráða fleiri lífverði í Batavíu og vinna sér í leiðinni herfrægð gegn öðrum Germönum.

Faðir hans, Germanicus, hafði verið víðfrægur og vinsæll hershöfðingi og Caligula þráði að öðlast …

Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár