„Við vorum alltaf meðvituð um að það þyrfti sérstaka varúð vegna þessarar sprunguhættu,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, um þá áhættu sem fólst í aðgerðum í Grindavík. Er Lúðvík Pétursson jarðverktaki hvarf ofan í sprungu við eitt húsanna í bænum 10. janúar var gerð áhættumats almannavarna ekki lokið. Unnið var að því í samvinnu við tvær verkfræðistofur og út frá líkindareikningum Vegagerðarinnar. „En þessir verkfræðingar unnu síðan verklagsreglur fyrir þá sem voru að vinna á svæðinu,“ segir Víðir. „Þær til dæmis fólu í sér að menn væru inni í vélunum meðan á fyllingum stæði og þjöppuðu svo með jarðvegsþjöppu sem fest er framan á gröfur til dæmis. Hins vegar var samkvæmt reglunum sagt að nota mætti handstýrðar jarðvegsþjöppur þegar verið væri að ljúka við að jafna yfir eftir að búið var að fylla í.“
Það var einmitt það sem Lúðvík var að gera er jörðin opnaðist undan fótum hans. …
Athugasemdir