Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Hundaeigendur ítrekað áreittir í miðbænum: „Hún stundar þetta“

Þó nokkr­ir íbú­ar mið­bæj­ar­ins hafa lent í því að kona ein veit­ist að þeim þeg­ar þeir viðra hund­ana sína. Heim­ild­in ræddi við þrjá hunda­eig­end­ur sem hafa lent í því að kon­an angri þá. Enn fleiri hafa lýst svip­aðri reynslu á sam­fé­lags­miðl­um.

Hundaeigendur ítrekað áreittir í miðbænum: „Hún stundar þetta“
Hundar „eru ekki fávitar, þeir lifa mjög djúpu tilfinningalífi og þeir upplifa kvíða og þunglyndi,“ segir hundaeigandi í samtali við Heimildina. Mynd: Golli

Í Facebook-hópnum „Hundasamfélagið“ sköpuðust nýlega miklar umræður um konu sem er sögð vera þekkt í miðbænum fyrir einelti í garð hundaeigenda. Hún er sögð stunda það að elta fólk og taka myndir af því þegar það er úti að ganga með hundana sína. 

Fjölmargir hundaeigendur virðast kannast við þá upplifun að konan angri þá. „Skelfing er ég fegin að vera flutt. Get gengið með mína tvo í friði þar sem ég bý núna,“ skrifar ein kona á Facebook. Heimildin ræddi við þrjá eigendur sem lýstu upplifunum sínum af konunni. Einn þeirra hefur ítrekað lent í henni, annar segir sér hafa liðið eins og hann hefði drukkið eitur eftir að hafa hitt hana fyrir.

Var ógnandi og hræddi hundinn

Omel Svavarss hundaeigandi segir við blaðamann Heimildarinnar að konan hafi hlaupið „gargandi“ á eftir sér um 500 metra þegar Omel var að viðra hundinn sinn fyrr í mánuðinum.

Það sem konan hafði út á göngutúrinn að setja var að hundur Omelar hefði pissað utan í hús nokkurt. Hún hafi viljað að Omel þrifi upp eftir hundinn sinn þrátt fyrir að rigning væri úti. Omel segir hins vegar að hundurinn hafi ekki gert þarfir sínar á hús heldur laufhrúgu sem á vegi hans varð. „Ekki eignir einhvers annars.“

Omel segir að konan hafi tekið sig upp á síma og verið mjög ógnandi. „Hún fór upp á háa C-ið. Ég fór sjálf í varnarstöðu til að verja hundinn minn og varð reið. En það að vera reið er bara ein tegund af hræðslu,“ segir hún. Omel segir hundinn sinn hafa sömuleiðis orðið mjög hræddan við konuna og liðið illa við atvikið.

Omel segist hafa breytt gönguleiðinni sem hún fer yfirleitt til þess að þurfa ekki framar að lenda í konunni þegar hún viðrar hundinn sinn. „Ég fer núna frekar niður að Sæbraut frekar en upp í miðborg eins og ég er vön.“

Ítrekuð atvik síðustu þrjú árin

Daníel Roche Anítuson býr í nágrenni við konuna og hefur oft lent í því að hún gefi sig á tal við hann og kærasta hans þegar þeir eru úti með hundinn sinn. Hann segist hafa ítrekað lent í leiðinlegum atvikum síðustu þrjú árin, eða síðan hann fékk Yoshi, hundinn sinn.

Daníel hefur, líkt og Omel, lent í því að konan elti sig og hundinn. Hún angri hann alltaf þegar Daníel rekst á hana með hundinn og hann segir það hafi komið fyrir að hún öskri og hóti. Hún biðji iðulega um nafn og kennitölu og nefni að hún muni tilkynna einhver meint brot á reglum um hunda. „Kærastinn minn er mjög stressaður þegar hann fer út með hundinn,“ segir Daníel.

Daníel Rocheog Yoshi, hundurinn hans.

Eitt sinn var konan að leggja bílnum sínum þegar Daníel og Yoshi fóru í göngutúr. Þegar þeir komu aftur heim hálftíma síðar var hún enn í bílnum og hafði beðið eftir því að þeir kæmu til baka. Daníel segist vel skilja hræðslu við hunda. „En þegar hún eltir fólk og bíður eftir fólki í bílnum sínum þá er hún ekki hrædd heldur bara reið, held ég.“ 

Daníel og kærastinn hans reyna að forðast það að ganga þeim megin götunnar sem konan er og leggja krók á leið sína til að forðast samskipti við hana þegar þeir viðra hundinn. „Ég geri mitt besta að forðast hana. En það er mjög pirrandi að þurfa að snúa við. Hundurinn minn er lítill en hann er þrjóskur,“ segir Daníel og hlær. Ólíkt hundi Omelar er Yoshi ekki hræddur við konuna. „Hann er lítill og skilur ekki hvað er í gangi,“ segir Daníel. 

„Maður verður bara fyrir myrkri að tala við þessa konu“

Jón Símon Markússon lenti einnig nýlega í því að konan skammaði hann fyrir að vera úti með hunda í bandi. Hún gekk gagngert að honum og hundunum með ógnandi hætti og bað hann um að halda þeim frá henni. „Hundarnir voru aldrei nálægt henni,“ segir hann.

Jón segir að konan hafi þá farið að taka Jón og manninn hans upp og gengið á eftir þeim. Hún hafi verið með dónaskap og vísað í reglur um hundahald. Jón segir að engar reglur hafi þó verið brotnar, enda hundarnir í bandi. „Maður verður bara fyrir myrkri að tala við þessa konu. Hún var svo neikvæð. Það var eins og að drekka eitur,“ segir Jón um lífsreynsluna sem hann upplifði sem áreitni. „Hún veit alveg hvað hún er að gera. Hún stundar þetta,“ segir hann.

Fjóla og LiljaHundar Jóns Símonar.

Jón benti konunni á að það væri allt í lagi að vera hræddur við hunda en hræðsla breytti ekki reglum samfélagsins. Hann og maðurinn hans hefðu ekki gert neitt rangt með því að ganga með hundana sína. Hún hafi hins vegar truflað þá, elt þá, tekið myndir og kallað á eftir þeim.

„Hún sakar mann um eitthvað og maður svarar. Síðan fer hún í fæting og tekur myndir. Svo fær hún nafnið manns og segist ætla að tilkynna mann.“ Jón segir þetta valda kvíða og vanlíðan. Fólki líði þá eins og það hafi gert eitthvað rangt. „Þetta er útpælt. Hún gerir þetta til að hafa þessi áhrif. Hún hefur óbeit á hundaeigendum – og hundum sennilega,“ segir hann. 

Jón segir alveg sjálfsagt að passa að hundarnir fari ekki nálægt þeim sem eru hræddir við þá. „Ég er sjálfur hræddur við kóngulær. En ef ég sæi einhvern sem héldi á tveimur kóngulóm þá myndi ég ekki nálgast hann til að skamma hann. Ég myndi fara í hina áttina. Hann á alveg rétt á að halda á kóngulóm eins og ég á rétt á að viðra hundinn minn í bandi. Maður er ekki að gera neitt rangt.“

Jón skilur ekki hvernig fólk getur fengið af sér að tala svona við málleysingja. „Hundar eru ekki fávitar, þeir lifa mjög djúpu tilfinningalífi og þeir upplifa kvíða og þunglyndi.“ 

Heimildin hafði samband við konuna sem um ræðir við skrif fréttarinnar en hún neitaði að tjá sig opinberlega um málið.

Kjósa
37
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SE
    SK ehf. skrifaði
    Líðræðislegur réttur allra að mótmæla sagði forsetisráðherra fjölmiðli á dögunum og það réttilega.. ..þessi kona hefur hun beitt líkamlegu ofbeldi? Ef ekki - þá lýtur hún að hafa sama rètt og aðrir til að mótmæla því sem hún er ósátt við í samfélaginu..
    -3
  • Thordis Malmquist skrifaði
    Mikil vanlíðan og paranoja þarna. Er ekki lagabrot að mynda fólk án leyfis og vera með hótanir, bara spyr.
    3
  • TM
    Tómas Maríuson skrifaði
    Fyrir þannig hegðun er örugglega til viðeigandi sjúkdómsgreining. Göngum bara út frá því að þessi kona eigi bágt.
    Sem breytir því auðvitað ekki að það er óþægilegt fyrir hundana og eigendur þeirra.
    11
    • Olafur Kristjansson skrifaði
      Heldurðu að hún finni fyrir vanlíðan?
      -3
    • TM
      Tómas Maríuson skrifaði
      Einstaklingi sem hagar sér þannig líður örugglega ekki vel.
      3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
2
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
3
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.
Erlendu heilbrigðisstarfsfólki fjölgar hratt: „Við getum alls ekki án þeirra verið“
4
ÚttektInnflytjendurnir í framlínunni

Er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki fjölg­ar hratt: „Við get­um alls ekki án þeirra ver­ið“

Fólk sem kem­ur er­lend­is frá til þess að vinna í ís­lenska heil­brigðis­kerf­inu hef­ur margt hvert þurft að færa fórn­ir til þess að kom­ast hing­að. Tvær kon­ur sem Heim­ild­in ræddi við voru að­skild­ar frá börn­un­um sín­um um tíma á með­an þær komu und­ir sig fót­un­um hér. Hóp­ur er­lendra heil­brigð­is­starfs­manna fer stækk­andi og heil­brigðis­kerf­ið get­ur ekki án þeirra ver­ið, að sögn sér­fræð­ings í mannauðs­mál­um.
Tíu mánaða langri lögreglurannsókn á áhöfn Hugins VE lokið
5
FréttirVatnslögnin til Eyja

Tíu mán­aða langri lög­reglu­rann­sókn á áhöfn Hug­ins VE lok­ið

Karl Gauti Hjalta­son, lög­reglu­stjóri í Vest­manna­eyj­um, seg­ir að rann­sókn á því hvort skemmd­ir á vatns­lögn til Vest­manna­eyja megi rekja til refsi­verðs gá­leys­is sé lok­ið. Rann­sókn­in hef­ur stað­ið yf­ir síð­an í nóv­em­ber í fyrra og hef­ur ver­ið lögð fyr­ir ákæru­svið lög­reglu sem mun taka end­an­lega ákvörð­un um það hvort grun­að­ir í mál­inu verði sótt­ir til saka eð­ur ei.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Engu munaði að stórslys yrði í Kötlujökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryllingsmynd“
3
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

Engu mun­aði að stór­slys yrði í Kötlu­jökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryll­ings­mynd“

Jón­as Weld­ing Jón­as­son, fyrr­ver­andi leið­sögu­mað­ur, forð­aði 16 við­skipta­vin­um sín­um naum­lega frá því að lenda und­ir mörg­um tonn­um af ís í ís­hella­ferð í Kötlu­jökli sum­ar­ið 2018. „Það hefði eng­inn lif­að þarna af ef við hefð­um ver­ið þarna leng­ur. Þetta sem hrundi voru tug­ir tonna." Hann seg­ir sumar­ið ekki rétta tím­ann til að fara inn í ís­hella, eins og ný­legt bana­slys á Breiða­merk­ur­jökli sýn­ir.
Indriði Þorláksson
5
AðsentHátekjulistinn 2024

Indriði Þorláksson

Há­tekju­list­inn og kvót­inn

Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki eru flest að formi til í eigu eign­ar­halds­fé­laga en eru ekki skráð beint á raun­veru­lega eig­end­ur. Megin­á­stæð­an er skatta­legt hag­ræði sem slík­um fé­lög­um er bú­ið og hef­ur ver­ið auk­ið á síð­ustu ára­tug­um. En tekju­verð­mæti hvers hund­raðs­hluta af kvót­an­um er nærri hálf­ur millj­arð­ur króna á ári.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
6
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
Hafa reynt að lægja öldurnar og rætt við ungmenni sem vilja hefnd
7
Fréttir

Hafa reynt að lægja öld­urn­ar og rætt við ung­menni sem vilja hefnd

Fé­lag fanga hef­ur boð­ið stuðn­ing og þjón­ustu til ætt­ingja 16 ára pilts sem er í gæslu­varð­haldi á Hólms­heiði, grun­að­ur um hnífa­árás þar sem 17 ára stúlka lést af sár­um sín­um. Full­trú­ar fé­lags­ins hafa einnig rætt við ung­menni sem vilja hefnd og reynt að lægja öld­urn­ar. Hefndarað­gerð­ir gætu haft „hræði­leg­ar af­leið­ing­ar fyr­ir þá sem hefna og ekki síð­ur fyr­ir sam­fé­lag­ið," seg­ir Guð­mund­ur Ingi Þórodds­son, formað­ur Af­stöðu.
„Það sem gerðist á sunnudaginn er á margan hátt óvenjulegt“
9
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

„Það sem gerð­ist á sunnu­dag­inn er á marg­an hátt óvenju­legt“

Bana­slys eins og það sem varð á Breiða­merk­ur­jökli um síð­ustu helgi eru ekki mjög al­geng, að mati upp­lýs­inga­full­trúa Lands­bjarg­ar. Hann seg­ir björg­un­ar­sveit­irn­ar enn vel í stakk bún­ar til þess að bregð­ast við óhöpp­um og slys­um þrátt fyr­ir fjölg­un ferða­manna og að slík­um til­vik­um hafi ekki fjölg­að í takt við vax­andi ferða­manna­straum.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.
Ætluðu til Ameríku en festust á Íslandi
7
ÚttektFólkið í neyðarskýlinu

Ætl­uðu til Am­er­íku en fest­ust á Ís­landi

Fyr­ir klukk­an tíu á morgn­anna pakka þeir fögg­um sín­um nið­ur og setja þær í geymslu. Þeir líta eft­ir lög­regl­unni og fara svo af stað út, sama hvernig viðr­ar. Þeir mæla göt­urn­ar til klukk­an fimm á dag­inn, þang­að til svefnstað­ur­inn opn­ar aft­ur. Til­vera þessa svefnstað­ar er ekki tryggð. Flosn­að hef­ur úr hópn­um sem þar sef­ur á síð­ustu mán­uð­um og líka bæst við.
Tveir ungir menn „settir á guð og gaddinn“  eftir alvarlegar líkamsárásir á Þjóðhátíð
8
Fréttir

Tveir ung­ir menn „sett­ir á guð og gadd­inn“ eft­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir á Þjóð­há­tíð

For­eldr­ar tveggja ungra manna sem urðu fyr­ir al­var­leg­um lík­ams­árás­um á Þjóð­há­tíð í Vest­manna­eyj­um segja að árás­irn­ar hafi ekki ver­ið skráð­ar í dag­bók lög­reglu. Fag­fólk á staðn­um hafi sett syni þeirra sem fengu þung höf­uð­högg og voru með mikla áverka „á guð og gadd­inn“ eft­ir að gert hafði ver­ið að sár­um þeirra í sjúkra­tjaldi. Sauma þurfti um 40 spor í and­lit ann­ars þeirra. Hinn nef- og enn­is­brotn­aði. Móð­ir ann­ars manns­ins hef­ur ósk­að eft­ir fundi með dóms­mála­ráð­herra vegna máls­ins.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár