Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Hágrét þegar hún las færslu Bjarna

Jasmina Vajzović þekk­ir af eig­in raun hvernig er að vera barn á flótta und­an stríðs­átök­um. Hún há­grét þeg­ar hún las Face­book-færslu Bjarna Bene­dikts­son­ar ut­an­rík­is­ráð­herra um mót­mæli Palestínu­manna á Aust­ur­velli. „Ég er bug­uð því ég skil, ég upp­lifi og finn til með börn­um á flótta og fólki á flótta.“

Jasmina Vajzović Crnac var fimmtán ára gömul þegar hún og fjölskylda hennar neyddust til að flýja stríðsástand í Bosníu og Hersegóvínu og kom til Íslands. „Ég hef aldrei í öll þessi 27 ár sem ég hef búið á Íslandi fundið orð til að lýsa hryllingnum,“ segir Jasmina um ástandið sem fjölskyldan var að flýja. Enn finnur hún fyrir áhrifum þess að hafa þurft að flýja heimalandið og upplifa það að vera barn á flótta. 

„Að ala á sundrungu til að fá nokkur atkvæði er náttúrulega fyrir neðan allar hellur“

Og það hafði mjög sterk áhrif á hana þegar hún las Facebook-færslu utanríkisráðherra um helgina. „Ef ég á að vera mjög hreinskilin, þá hágrét ég,“ sagði Jasmina.  

Færsla Bjarna

Það var síðastliðinn föstudag sem Bjarni birti færslu, þar sem hann sagði „hörmung að sjá tjaldbúðir við Austurvöll,“ þar sem Palstínumenn hafa mótmælt aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar vegna ástandsins þar í landi og hversu langan tíma hefur tekið að hefja fjölskyldusameiningu. 

Bjarni sagði að þessar „dapurlegu tjaldbúðir“ hefðu „ekkert með hefðbundin mótmæli að gera. „Hópurinn flaggar þarna fjölda þjóðfána frá Palestínu og festir á ljósastaura og tjöld. Engum ætti að líðast að flagga nokkrum þjóðfána fyrir framan Alþingi Íslands svo vikum skipti til að mótmæla íslenskum stjórnvöldum.“ 

Hann sagði jafnframt að það þyrfti að „herða reglur um hælisleitendamál“ og „auka eftirlit á landamærum“ því innviðir væru „komnir að þolmörkum“. „Núverandi fyrirkomulag er algerlega komið úr böndunum, bæði varðandi kostnað og fjölda umsókna,“ skrifaði Bjarni. „Samhliða þessu þarf að styrkja lögregluna meðal annars með auknum heimildum í baráttunni gegn brotastarfsemi, þar með talið alþjóðlegri brotastarfsemi.“

Elur á sundrungu

Jasminu var verulega brugðið þegar hún las orð, frá formanni Sjálfstæðisflokksins og utanríkisráðherra Íslands. „Þetta samhengi er rangt vegna þess að það býður upp á sundrungu,“ segir Jasmina í viðtali við Heimildina. „Þetta býður upp á hatur. Þetta býður upp á að flokka fólk í einhverja ákveðna hópa.“ 

Hún brást við með því að skrifa sjálf færslu, þar sem hún sagði: Ég er buguð því ég skil. Ég upplifi og finn til með börnum á flótta. Og fólki á flótta. Ég finn svo til og það er sárt að horfa, hlusta og heyra alla þessa orðræðu og öll þessi ljótu orð suma. Ég er sár og græt fyrir þeirra hönd og reyndar mín líka. Það er til fólk sem vill senda þau, og mig og mín börn með, í gámum heim.“

Það er til fólk sem vill senda þau, og mig og mín börn með, í gámum heim“

Sárnaði viðbrögð vina

Þetta voru fyrstu viðbrögð hennar. Næstu færslu beindi hún að vinum sínum og með fylgdi mynd af henni grátbólginni, en hún sagðist hafa grátið með ekka þegar hún las orð utanríkisráðherra.

Grét með ekkasogumJasmin segir að það hafi valdið djúpstæðum sársauka að lesa færslu utanríkisráðherra og athugasemdir sem fylgdu í kjölfarið.

„Þetta er mynd fyrir ykkur kæru FB vinur sem lækuðu,“ status Bjarna, „sem finnst friðsamleg mótmæli fólks sem vill bjarga fjölskyldum sínum frá Gaza og útrýmingu barna þeirra, hörmung. Vonandi líður ykkur vel með þetta en mér líður svo ömurlega að sjá ykkar læk við færsluna að ég er útgrátin. Mörg ykkar þekki ég í raunheimum og suma betur en aðra. Jafnvel hef ég talið suma alvöru vini mína og hefu drukkið kaffi með ykkur heima hjá mér. Þegar þið styðjið þessar skoðanir utanríkisráðherra, þá hugsið þið líka til mín, að mínu mati, á sama hátt. Hafið þið áttað ykkur á því?“

Sagði hún málflutning sem þennan stórhættulegan. „Þessa skoðanir hans eru beinlínis stórhættulegar.“ Undirrót þess að fólk þyrfti að flýja heimili sín væri vegna slíkra skoðana, þar sem fólki er skipt niður í misverðuga flokka. „Þess vegna,“ segir hún, „þurfti ég og fjölskylda mín að flýja svo við lifðum af. Ætla ekki fara úti allskyns ofbeldi sem ég þurfti þola og umbera. Þetta byrjaði nefnilega rólega með svona skoðunum og áður en maður vissi af þá var ég beitt grófu ofbeldi sem er enn að hafa áhrif á mitt líf.“

Hún sagði að það hefði sært hana djúpt að sjá fólk sem hún þekkti samþykkja slíkan málflutning. „Með því að setja like þá eruð þið að samþykkja hans orðræðu. Sem er ekkert annað en mannsvonska.“ Hún hafi ekki aðeins orðið fyrir vonbrigðum heldur hafi viðbrögðin við slíkum málflutningi líka vakið upp í henni ótta. Hún óttist ekkert meira en að hún verði næsti flóttamaður sem verði krafinn um að fara frá Íslandi. „Ykkur finnst þetta örugglega fjari raunveruleikanum en vitið, svona orðræða býður upp á átök, útskúfun og ofbeldi.“

„Þessir menn“

Í viðtali við Heimildina segir Jasmina að hún hafi sjálf upplifað útskúfun fyrir það eitt að vera barn á flótta. „Ég vil að fólk geti sett sig í mín spor, hvernig það er að vera flóttamaður. Af því það er hryllingur. Þú ert bara að bíða á hverjum degi:  Hvenær verður þú næst? Hvenær kemur að því að einhver bankar upp á og skýtur mig?“

Hún hefur áhyggjur af því að fólk sem tekur undir svona sjónarmið eigi erfitt með að setja sig í fótspor fólks á flótta. Á meðal þeirra sem taka undir færslu Bjarna er meðal annars ein sem segir: „Allt satt og rétt,“ „þessir menn kasta af sér þvagi á styttu af frelsishetju okkar,“ og: „Eins og vel sést á Austurvelli er einkenni þessa fólks frekja og yfirgangur ... Þeir hata Vesturlönd og þeirra vilji og trú skal fram að ganga með góðu eða illu ... þegar þeir verða nógu margir. Það er beinlínis stórhættulegt að framkvæma þessar fjölskyldusameiningar ... bara glæpur gegn íslenskri þjóð.“

Þótt margir hafi mótmælt orðum Bjarna eru fleiri sem taka í sama streng og sú sem skrifar hér að ofan. „Loksins kemur einhver úr ríkisstjórninni og andmælir þessu!“ sagði einn sem fullyrti að Íslendingar vilji „þennan ófögnuð í burt og ef þið getið ekki komið á harðari flóttamannastefnu með x-V í fanginu þá sleppið þeim og kjósum.“ 

„Heyr, heyr! Kominn tími á að loka landamærunum og fara að taka til í þessum málaflokki,“ sagði enn annar og bætti því við að það væri „lítilsvirðing við þjóðina“ að leyfa mótmælin þar. „Þessi meðvirkni sem hefur einkennt allt, þetta er ein gerð af ofbeldi.“ 

Jasmin segir að það sé eitt að ræða hvort mótmæli ættu yfirhöfuð að eiga sér stað á Austurvelli, en „að kalla þau hörmung, í ljósi þess að þarna er fólk sem er statt í sinni verstu martröð að reyna að bjarga sínum dýrmætasta fjársjóði sem er börn, makar og foreldrar.“

Þá segist hún vera mjög hugsi yfir því af hverju fólk frá Palestínu virðist fá aðra meðferð en flóttafólk sem kom hingað til lands frá Úkraínu. „Þau eru ekki sett undir sama hatt, þannig við erum að búa til einhverja staðla, eins og þessir flóttamenn séu einhvern vegin öðruvísi, eftir því hvaðan þeir koma. Það er ekki þannig. Flóttamenn eru allir flóttamenn og að glíma við það sama. Þetta er allt einn hópur sem á virkilega bágt.“

Kjósa
82
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • EK
    Elísabet Kjárr skrifaði
    Vá, hvað þetta er átakanlegt. Flott viðtal og hún hefur algerlega rétt fyrir sér. Auðvitað mætir Bjarni svo með gaslýsingarnar sínar og málið er dautt. Talar um innviðina sem hann er búinn að vinna kerfislega að því að fjársvelta til að einkavæða. Mikið hlakka ég til að losna við hann.
    7
  • Bryndís Dagbjartsdóttir skrifaði
    ❤️
    2
  • Matthildur Guðmundsdóttir skrifaði
    6
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
Rannsókn

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Ríkið kaus að stíga ekki inn í kaupin á ISNIC
4
Viðskipti

Rík­ið kaus að stíga ekki inn í kaup­in á ISNIC

Sjóð­stjóri hjá Stefni seg­ir að samn­ing­ar um kaup sjóðs­ins SÍA IV á meiri­hluta í fé­lag­inu In­ter­net á Ís­landi hf., sem sér um ís­lenska lands­höf­uð­slén­ið og hef­ur greitt rúm­lega einn millj­arð til hlut­hafa sinna frá ár­inu 2011, hafi náðst í sept­em­ber. Rík­is­sjóð­ur hafi svo til­kynnt í des­em­ber að for­kaups­rétt­ur rík­is­ins, sem skrif­að­ur var inn í lög fyr­ir nokkr­um ár­um, yrði ekki nýtt­ur. Verð­ið sem sjóð­ur­inn greið­ir fyr­ir 73 pró­senta hlut í fé­lag­inu fæst ekki upp­gef­ið.
Heimilislaus eftir hjólhýsabrunann: Missti föður sinn í eldsvoða sem barn
5
FréttirHjólhýsabyggðin

Heim­il­is­laus eft­ir hjól­hýsa­brun­ann: Missti föð­ur sinn í elds­voða sem barn

Þrír íbú­ar hjól­hýsa­hverf­is­ins á Sæv­ar­höfða eru heim­il­is­laus­ir eft­ir að eld­ur kom upp í einu hýs­anna í nótt. „Hann stóð bara úti og grét,“ seg­ir Geir­dís Hanna Kristjáns­dótt­ir um við­brögð ná­granna síns sem missti hús­bíl sinn. Sjálf missti hún heim­ili sitt í brun­an­um en Geir­dís hef­ur tvisvar áð­ur á æv­inni misst allt sitt í elds­voða. Í þeim fyrsta lést pabbi henn­ar.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
Rannsókn

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár