Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Það er eitthvað gróteskt við okkur öll

Aron Mart­in Ás­gerð­ar­son er í meist­ara­námi í rit­list ásamt því að sinna hinum ýmsu störf­um, þar á með­al sem sviðs­stjóri í Tjarn­ar­bíói. Hon­um finnst gam­an að skrifa um fólk sem er gall­að og finnst mik­il­vægt að um­faðma grótesk­una sem er til í okk­ur öll­um, eins og hann orð­ar það.

Það er eitthvað gróteskt við okkur öll
Aron Martin Mynd: Alma Mjöll Ólafsdóttir

„Ég heiti Aron Martin Ásgerðarson og við erum í Tjarnarbíói. Ég var að mæta í vinnuna sem sviðsstjóri Tjarnarbíós. Ég sé um að leikmyndir séu á sínum stað, að fólk hafi það sem það þurfi til að búa til listina sína. Það er mjög kósí að mæta í vinnuna, sérstaklega þegar samstarfsfólkið er líka í húsi. Þá er ótrúlega góð stemning. Ég ræð hvenær ég mæti, ég hef verið að mæta svolítið snemma, ég er oft að fara heim þegar hinir koma í hús í hádeginu. Við ráðum tímanum okkar svolítið sjálf. 

Ég held að ég sé A-týpa en B-týpa í anda. Ég held að ég hafi á einhverjum tímapunkti orðið of gamall til að vera B-týpa og ósjálfrátt orðið A-týpa. Ég reyni að vera kominn upp í rúm um miðnætti og ég sofna yfirleitt fljótt. Stundum vaki ég til þrjú en vakna samt klukkan átta. 

Ég tek svona unglingaköst stundum þar sem ég vil vaka fram á nótt og spila tölvuleiki. Ég fæ að vera ábyrgðarlaus í smástund. Þótt ég vakni klukkan átta og sjái eftir því að hafa vakað svona lengi, þá fékk ég samt að vera ekki til í smástund, engin ábyrgð og engin pressa. Ég upplifi sjálfur eins og ég sé með mikla ábyrgð í lífinu en miðað við marga aðra er hún kannski ekki svo mikil. Ég er í svo mörgum störfum til dæmis og finn engan flótta neins staðar. Þá er stundum bara fínt að setja símann á flugvélastillingu og spila Counter-strike.

Ég er að leikstýra leikriti í Mosfellsbæ, Línu Langsokk, svo er ég frílans í kvikmyndagerð og í meistaranámi í ritlist. 

Akkúrat núna er það meistaranámið sem fyllir mig mestri lífsfyllingu. Það er svolítið leiðinlegt hvernig allt tekur tíma frá því að ég njóti námsins hundrað prósent en ég er að komast þangað. Þegar ég er búinn með þessi verkefni ætla ég að búa til meira rými fyrir mastersnámið.

Ég er að komast að því hvernig penni ég er. Mér finnst gaman að skrifa stutt, ekki ljóð, en örsögur, sem ég var ekki að búast við að myndi heilla mig svona. Ég er líka búinn að vera að fókusa mikið á handritaskrif og komast að því að ég kann eitthvað þar. Sjálfsefinn er aðeins að fjara út. Ég finn ekki þessa ábyrgðartilfinningu í skrifunum. Mér finnst erfitt að ákveða hvaða hugmynd er nógu góð til að vinna áfram með en þegar hún kemst á flug upplifi ég mikið frelsi. Þá vellur upp úr mér texti og allt verður léttara, tíminn hverfur.

„Mér finnst gaman að skrifa um fólk sem er gallað og vera hreinskilinn með gallana.“

Ég er líka mjög sjónrænn penni er ég að komast að, finnst gaman að lýsa umhverfi í sem fæstum orðum. Mér finnst líka gaman að lýsa fólki. Ég hef fengið nótu um að það sé eins og mér líki ekki við fólkið sem ég er að skrifa. Það notar gróft orðalag en ekki á ljótan hátt. Ég hef alltaf verið hrifinn af grótesku í list. Mér finnst gaman að skrifa um fólk sem er gallað og vera hreinskilinn með gallana. Mér finnst mikilvægt að umfaðma gróteskuna í okkur öllum. Annars verður heimurinn mjög flatur. Það er eitthvað gróteskt við okkur öll, hvort sem við berum það utan á okkur eða ekki, gróteskan er þarna og ef við ætlum að bæla þann hluta af okkur þá held ég að það muni á endanum leiða til þess að við missum tökin. Ég elska gallað fólk.

Hvað er mest gróteskt við mig? Hvað ég get verið alveg ógeðslega ósamkvæmur sjálfum mér því ég er karlmaður í bata. Ég var virkur alkóhólisti og fáviti þegar ég var yngri. Ég mæti oft 16 ára mér í hausnum, hann er enn þá þarna og ef ég bæli hann of mikið þá verð ég eitthvað sem ég er ekki. Hann er partur af landslaginu.

Sú lífsreynsla sem hefur mótað mig mest átti sér stað rétt áður en ég varð edrú. Þegar ég sótti um í Listaháskólanum og fyrir mér var það stórt og mótandi því ég var ótrúlega veikur og á allt annarri vegferð í lífinu heldur en ég er núna. Ég var í mjög venjulegu starfi og ekki að elta hamingjuna og þetta var bara skyndiákvörðun að sækja um og ég komst inn og milli þess að ég komst inn og hóf nám fór ég í meðferð og varð edrú. Svo byrjaði ég í skólanum og fann bara að ég væri búinn að finna mína hillu. En það gerðist alveg óvart og ég hef ríghaldið í hana síðan. 

Ég held að hamingjan felist í því að fá að vera þú sjálfur. Að fá að vera í friði, bæði innra með þér og í umhverfinu þínu. Og að vera sáttur, ég held að það sé lykillinn, að taka heiminn í sátt.“ 

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ALLIR GETA ÁNETJAST ÖLU ALVEG SAMA HVAÐ ÞAÐ ER ÞAÐ ER LÍKA HÆGT AÐ HALDA SIG frá alls konar slæmum ávana eins og hverju öðru
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár