Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Einar: „Við erum óhrædd við að hagræða“

Ein­ar Þor­steins­son borg­ar­stjóri var við­mæl­andi Að­al­steins Kjart­ans­son­ar í nýj­asta þætti Pressu. Ræddi hann um hús­næð­is- og leik­skóla­mál og hvernig ástand­ið í Grinda­vík hef­ur haft áhrif á borg­ina. Hann seg­ir Fram­sókn óhrædda við hag­ræð­ingu en ný­lega var ráð­ist í hag­ræð­ing­ar­að­gerð­ir sem sneri rekstri borg­ar­inn­ar við um 10 millj­arða.

Í nýjasta þætti Pressu ræddi Aðalsteinn Kjartansson við Einar Þorsteinsson, nýjan borgarstjóra. Talaði Einar hve mikilvægt væri að auka húsnæðisframboð. „Neyðin er mikil. Við verðum að gera eitthvað,“ segir hann. Einar segir skemmtilegra en hann bjóst við að koma inn í borgarpólitíkina. „Við eigum æðislega borg.“

Óhagnaðardrifin leigufélög kaupi hluta íbúða sem byggðar verði

„Okkur er að fjölga hraðar á höfuðborgarsvæðinu en mannfjöldaspár gerðu ráð fyrir. Framboðið er ekki nægt, það er ekki nægilega byggt,“ segir Einar. Hann vill meina að í háu vaxtaumhverfi séu jafnvel framkvæmdaaðilar sem eru með byggingarhæfar lóðir sem treysti sér ekki til að taka framkvæmdalán. „Þá bíða verkefnin og fara ekki af stað.“

Einar nefnir eina leið til þess að auka framboð á húsnæði með aukinni uppbyggingu. „Ég vil draga forsvarsmenn leigufélaga, óhagnaðardrifnu, inn í samtal við lánastofnanir, lífeyrissjóði, Samtök iðnaðarins, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og svo borgarskipulagið. Og sjá hvort við getum komist að samkomulagi …

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Pressa

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár