Í nýjasta þætti Pressu ræddi Aðalsteinn Kjartansson við Einar Þorsteinsson, nýjan borgarstjóra. Talaði Einar hve mikilvægt væri að auka húsnæðisframboð. „Neyðin er mikil. Við verðum að gera eitthvað,“ segir hann. Einar segir skemmtilegra en hann bjóst við að koma inn í borgarpólitíkina. „Við eigum æðislega borg.“
Óhagnaðardrifin leigufélög kaupi hluta íbúða sem byggðar verði
„Okkur er að fjölga hraðar á höfuðborgarsvæðinu en mannfjöldaspár gerðu ráð fyrir. Framboðið er ekki nægt, það er ekki nægilega byggt,“ segir Einar. Hann vill meina að í háu vaxtaumhverfi séu jafnvel framkvæmdaaðilar sem eru með byggingarhæfar lóðir sem treysti sér ekki til að taka framkvæmdalán. „Þá bíða verkefnin og fara ekki af stað.“
Einar nefnir eina leið til þess að auka framboð á húsnæði með aukinni uppbyggingu. „Ég vil draga forsvarsmenn leigufélaga, óhagnaðardrifnu, inn í samtal við lánastofnanir, lífeyrissjóði, Samtök iðnaðarins, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og svo borgarskipulagið. Og sjá hvort við getum komist að samkomulagi …
Athugasemdir