Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Einar: „Við erum óhrædd við að hagræða“

Ein­ar Þor­steins­son borg­ar­stjóri var við­mæl­andi Að­al­steins Kjart­ans­son­ar í nýj­asta þætti Pressu. Ræddi hann um hús­næð­is- og leik­skóla­mál og hvernig ástand­ið í Grinda­vík hef­ur haft áhrif á borg­ina. Hann seg­ir Fram­sókn óhrædda við hag­ræð­ingu en ný­lega var ráð­ist í hag­ræð­ing­ar­að­gerð­ir sem sneri rekstri borg­ar­inn­ar við um 10 millj­arða.

Í nýjasta þætti Pressu ræddi Aðalsteinn Kjartansson við Einar Þorsteinsson, nýjan borgarstjóra. Talaði Einar hve mikilvægt væri að auka húsnæðisframboð. „Neyðin er mikil. Við verðum að gera eitthvað,“ segir hann. Einar segir skemmtilegra en hann bjóst við að koma inn í borgarpólitíkina. „Við eigum æðislega borg.“

Óhagnaðardrifin leigufélög kaupi hluta íbúða sem byggðar verði

„Okkur er að fjölga hraðar á höfuðborgarsvæðinu en mannfjöldaspár gerðu ráð fyrir. Framboðið er ekki nægt, það er ekki nægilega byggt,“ segir Einar. Hann vill meina að í háu vaxtaumhverfi séu jafnvel framkvæmdaaðilar sem eru með byggingarhæfar lóðir sem treysti sér ekki til að taka framkvæmdalán. „Þá bíða verkefnin og fara ekki af stað.“

Einar nefnir eina leið til þess að auka framboð á húsnæði með aukinni uppbyggingu. „Ég vil draga forsvarsmenn leigufélaga, óhagnaðardrifnu, inn í samtal við lánastofnanir, lífeyrissjóði, Samtök iðnaðarins, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og svo borgarskipulagið. Og sjá hvort við getum komist að samkomulagi …

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Pressa

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár