„Úr Grindavík eru mínar bestu en líka verstu minningar,“ segir Bryndís Gunnlaugsdóttir, Grindvíkingur sem þurfti að flýja bæinn vegna jarðhræringa. Þegar Bryndís lýsir upplifun sinni af jarðhræringunum á Suðurnesjunum segir hún jarðskjálftana hafa verið pirrandi, „sérstaklega þegar þeir voru á nóttunni og maður náði ekki að sofa.“
Hún segir allt hafa breyst 10. nóvember þegar kvikugangurinn kom undir Grindavík og það þurfti að rýma bæinn. „Þá fæddist þessi sviðsmynd að Grindavík gæti farið undir hraun og eldgosið gæti komið upp undir bænum. Ég held að það sé sár sem verði lengi að gróa.“
„Ég væri ekki sú manneskja sem ég er í dag nema vegna Grindavíkur“
Bryndís segir frá því í viðtalinu hvernig það var að alast upp í Grindavík. „Maður gat gert allt,“ segir hún þar sem hún æfði körfubolta, fótbolta, stundaði tónlistarnám, var í skóla og í ræðu liðinu. „Það var allt bara fimm mínútur í burtu.“ Hún …
Athugasemdir