Mohammed Alhaw er á flótta frá Palestínu og endaði á Íslandi eftir mikla þrautargöngu. Hér hefur hann eignast vini, á borð við Árelíu Blómkvist Hilmarsdóttur og Sunnu Axels. Kær vinkona hans, Erla Sverrisdóttir, segir það vera ólýsanlega tilfinningu að hugsa til þess að senda eigi Mohammed úr landi.„Ég get ekki komið því í orð! Það brýtur í manni hjartað, vægast sagt,“ segir Erla.
Mohammed finnst betra að tjá sig skriflega um mikilvæga hluti og skrifaði blaðamanni bréf sem birtist hér.
Ég heiti Mohammed Alhaw. Ég er 22 ára. Ég er frá Gaza.
Við sem fæðumst á Gaza eigum okkur drauma eins og annað fólk, eins og allt fólk á jörðinni. Frá fæðingu hefur mig dreymt um framtíð.
Ég byrjaði í skóla eins og allir aðrir. Við bjuggum við slæmar aðstæður og lífið var oft erfitt. Ég kláraði grunn- og miðskóla en hætti svo vegna erfiðra aðstæðna og fór að …
Athugasemdir