Þau undur og stórmerki áttu sér stað í vikunni að hugmynd sem sett hafði verið fram um uppbyggingu mathallar á höfuðborgarsvæðinu var hafnað. Ekki er vitað til þess að þetta hafi gerst áður, en atburðurinn átti sér stað á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. Meirihluti ráðsins hafnaði tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokks um að byggð yrði upp mathöll í tengslum við skiptistöð Strætó í Mjóddinni.
Embætti skipulagsfulltrúa borgarinnar hafði tekið neikvætt í tillöguna, sem fól í sér að tengibygging yrði gerð frá göngugötunni í Mjóddinni að skiptistöð Strætó. Þrátt fyrir að neikvætt hafi verið tekið í tillöguna af hálfu skipulagsfulltrúa þarf það ekki að þýða að embættinu hafi litist illa á hugmyndina, heldur var bent á það að ekki væru enn áform um að ráðast í skipulagsvinnu á svæðinu sem nær frá Álfabakka að Breiðholtsbraut.
Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins var lögð fram 1. nóvember. Í henni sagði að skoðaðir yrðu möguleikar á að …
Athugasemdir