Íslenska ríkið vill semja við „fasteignafélög og aðra sérhæfða aðila“ um byggingu og leigu á fasteignum undir hjúkrunarheimili fyrir aldraða hér á landi. Með þessu er verið að opna fyrir það að einkarekin fasteignafélög eins og mögulega Reitir, Reginn, Eik og aðrir slíkir aðilar geti farið inn á markaðinn við byggingu og rekstur hjúkrunarheimila sem eru að miklu leyti fjármögnuð með skattfé. Hingað til hefur verkefnið verið sameiginlega á borði ríkisins og sveitarfélaga en nú á að breyta þessu þannig að ríkið eitt beri ábyrgð á því.
Þetta er ein af lykilniðurstöðum starfshóps sem Bjarni Benediktsson, fyrrverandi fjármálaráðherra, og Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra skipuðu í byrjun síðasta árs. Skýrsla starfshópsins var birt opinberlega föstudaginn 11. janúar.
Í fréttatilkynnningu heilbrigðisráðuneytisins um þessar tillögur í skýrslunni segir Willum Þór að hann telji að hugmyndirnar séu góðar þar sem þær mæti þörfinni fyrir fleiri hjúkrunarrými hér á landi. „Þetta eru vel unnar tillögur …
Athugasemdir (2)