Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Þyrluflug í vinnuna: „Skrítin upplifun að horfa á bæinn sinn brenna“

Hafn­ar­vörð­ur Grinda­vík­ur fór nokk­uð óvenju­lega leið í vinn­una á sunnu­dags­morg­un­inn. Hann var sótt­ur af þyrlu Land­helg­is­gæsl­unn­ar og lát­inn síga nið­ur í varð­skip­ið Þór. Horfði hann yf­ir bæ­inn frá skip­inu stjarf­ur. „Þetta virk­aði á mann sem miklu meiri eld­ar held­ur en mað­ur sér í sjón­varp­inu.“

Þyrluflug í vinnuna: „Skrítin upplifun að horfa á bæinn sinn brenna“
Þyrluflug í vinnuna Þröstur seig úr þyrlu Landhelgisgæslunnar í varðskipið Þór. Var þetta fyrsta þyrluflug Þrastar. Mynd: Golli
Grindavík í ljósum logumMynd tekin frá varðskipinu Þór af Grindavík á sunnudaginn.

„Þetta var heilmikil upplifun, bæði að horfa upp í þyrluna og að horfa svo yfir bæinn á leiðinni niður í varðskipið,“ sagði Þröstur Magnússon, Grindvíkingur og einn hafnarvörður Grindavíkurhafnar. Þröstur fór með þyrlu Landhelgisgæslunnar til vinnu á sunnudaginn þegar gosið í og við Grindavík hófst. „Skrítin upplifun að horfa á bæinn sinn brenna. Ég tók ekki einu sinni myndir, ég var svo dofinn yfir þessu.“

Þröstur Magnússon

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti Þröst á Grindarvíkurveg. Þröstur hafði ekki áður farið í þyrluflug, hvað þá sigið eða verið hífður upp í eina slíka. Fóru starfmenn Grindavíkurhafnar um borð í björgunarskipið Þór til að hægt væri að flytja hafnarbát bæjarins til Þorlákshafnar.

Sjónin frá skipinu sagði Þröstur vera skelfilega. „Þetta virkaði á mann sem miklu meiri eldar heldur en maður sér í sjónvarpinu. Svo sá maður þegar það var að kvikna í húsunum. Hvernig það fuðraði og hvernig það komu upp svartir bólstrar. Það var súrrealískt að verða vitni að þessu.“

Skjálfta- og gosfrí

Fjölskylda Þrastar hefur komið sér fyrir í Vogum á Vatnsleysuströnd en þau eiga hús í Grindavík. Býr hann þar með konunni sinni og yngsta syni. Hann segir fjölskylduna hafa það ágætt þar. „Dætur okkar þrjár bjuggu allar í Grindavík, ein var að leigja og er búin að segja upp leigunni sinni og er með búslóðina sína í húsinu okkar í Grindavík.“

„Við höfum bara verið hérna í Vogunum í skjálfta- og gosfríi.“

Þröstur segir að hiti sé kominn aftur á húsið hans í Grindavík. „Maður bjóst við því að allt yrði ónýtt ef að hitinn kæmist ekki á. Þá væri þetta hreinlega bara búið og óþarfi að reyna eitthvað að eiga við þetta hús meir.“

Eins og að fá kjaftshögg“

Upplifun Þrastar af goshrinunni lýsir hann „eins og að fá kjaftshögg ofan á kjaftshögg, lausa tönn og svo losnar tönnin.“ Gos hófst að nýju á sunnudagsmorgun og hafði bærinn verið rýmdur um nóttina. 

„Ég held að það væri farsælast að við Grindvíkingar fengum einhverja langtíma lausn og fólk sem er ekki tilbúið að fara til baka fái þá lausn að geta farið. Ég held að það sé raunhæfast. Það er ekki gott að fjötra fólk við stað sem það vill ekki vera á.“

Fyrsta myndin er af Þresti áður en hann seig um borð í björgunarskipið Þór.

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Jarðhræringar við Grindavík

Íbúum leyft að dvelja næturlangt í Grindavík þótt lögreglan mæli ekki með því
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Íbú­um leyft að dvelja næt­ur­langt í Grinda­vík þótt lög­regl­an mæli ekki með því

Frá og með morg­un­deg­in­um verð­ur íbú­um og fólki sem starfar hjá fyr­ir­tækj­um í Grinda­vík heim­ilt að fara í bæ­inn og dvelja þar næt­ur­langt. Í ný­legri frétta­til­kynn­ingu lög­reglu­stjór­ans á Suð­ur­nesj­um er greint frá þessu. Íbú­ar eru þó var­að­ir við að inn­við­ir bæj­ar­ins séu í lamasessi og sprung­ur víða. Bær­inn sé því ekki ákjós­an­leg­ur stað­ur fyr­ir fjöl­skyld­ur og börn.
Tímabært að verja Reykjanesbraut
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Tíma­bært að verja Reykja­nes­braut

Þor­vald­ur Þórð­ar­son eld­fjalla­fræð­ing­ur seg­ir að það sé tíma­bært að huga að vörn­um fyr­ir Reykja­nes­braut­ina og aðra inn­viði á Suð­ur­nesj­um. At­burða­rás­in á fimmtu­dag, þeg­ar hraun rann yf­ir Grinda­vík­ur­veg og hita­vatns­leiðslu HS Veitna, hafi ver­ið sviðs­mynd sem bú­ið var að teikna upp. Hraun hafi runn­ið eft­ir gam­alli hraun­rás og því náð meiri hraða og krafti en ella.
Í Grindavík er enn 10. nóvember
VettvangurJarðhræringar við Grindavík

Í Grinda­vík er enn 10. nóv­em­ber

Það er nógu leið­in­legt að flytja, þeg­ar mað­ur vel­ur sér það sjálf­ur, hvað þá þeg­ar mað­ur neyð­ist til þess. Og hvernig vel­ur mað­ur hvað eigi að taka með sér og hvað ekki, þeg­ar mað­ur yf­ir­gef­ur stórt ein­býl­is­hús með tvö­föld­um bíl­skúr fyr­ir litla íbúð með lít­illi geymslu? Fjöl­skyld­an á Blóm­st­ur­völl­um 10 í Grinda­vík stóð frammi fyr­ir þeirri spurn­ingu síð­ast­lið­inn sunnu­dag.

Mest lesið

Vilja einfalda lífið
3
Viðtal

Vilja ein­falda líf­ið

Þrjár vin­kon­ur norð­an heiða eru vel á veg komn­ar með hug­mynd um að hanna flík­ur sem gagn­ast börn­um og fólki með skynúr­vinnslu­vanda. Þær hafa stofn­að fyr­ir­tæk­ið Skyn­ró og fengu ný­lega styrk sem hjálp­ar þeim að hefjast handa hvað hönn­un­ina varð­ar. Hug­mynd þeirra hef­ur vak­ið mikla at­hygli í sam­fé­lag­inu norð­an heiða og segj­ast þær stöll­ur vilja ein­falda líf­ið fyr­ir fólk því það sé nú þeg­ar nógu flók­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
3
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“
Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
4
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár