Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Þyrluflug í vinnuna: „Skrítin upplifun að horfa á bæinn sinn brenna“

Hafn­ar­vörð­ur Grinda­vík­ur fór nokk­uð óvenju­lega leið í vinn­una á sunnu­dags­morg­un­inn. Hann var sótt­ur af þyrlu Land­helg­is­gæsl­unn­ar og lát­inn síga nið­ur í varð­skip­ið Þór. Horfði hann yf­ir bæ­inn frá skip­inu stjarf­ur. „Þetta virk­aði á mann sem miklu meiri eld­ar held­ur en mað­ur sér í sjón­varp­inu.“

Þyrluflug í vinnuna: „Skrítin upplifun að horfa á bæinn sinn brenna“
Þyrluflug í vinnuna Þröstur seig úr þyrlu Landhelgisgæslunnar í varðskipið Þór. Var þetta fyrsta þyrluflug Þrastar. Mynd: Golli
Grindavík í ljósum logumMynd tekin frá varðskipinu Þór af Grindavík á sunnudaginn.

„Þetta var heilmikil upplifun, bæði að horfa upp í þyrluna og að horfa svo yfir bæinn á leiðinni niður í varðskipið,“ sagði Þröstur Magnússon, Grindvíkingur og einn hafnarvörður Grindavíkurhafnar. Þröstur fór með þyrlu Landhelgisgæslunnar til vinnu á sunnudaginn þegar gosið í og við Grindavík hófst. „Skrítin upplifun að horfa á bæinn sinn brenna. Ég tók ekki einu sinni myndir, ég var svo dofinn yfir þessu.“

Þröstur Magnússon

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti Þröst á Grindarvíkurveg. Þröstur hafði ekki áður farið í þyrluflug, hvað þá sigið eða verið hífður upp í eina slíka. Fóru starfmenn Grindavíkurhafnar um borð í björgunarskipið Þór til að hægt væri að flytja hafnarbát bæjarins til Þorlákshafnar.

Sjónin frá skipinu sagði Þröstur vera skelfilega. „Þetta virkaði á mann sem miklu meiri eldar heldur en maður sér í sjónvarpinu. Svo sá maður þegar það var að kvikna í húsunum. Hvernig það fuðraði og hvernig það komu upp svartir bólstrar. Það var súrrealískt að verða vitni að þessu.“

Skjálfta- og gosfrí

Fjölskylda Þrastar hefur komið sér fyrir í Vogum á Vatnsleysuströnd en þau eiga hús í Grindavík. Býr hann þar með konunni sinni og yngsta syni. Hann segir fjölskylduna hafa það ágætt þar. „Dætur okkar þrjár bjuggu allar í Grindavík, ein var að leigja og er búin að segja upp leigunni sinni og er með búslóðina sína í húsinu okkar í Grindavík.“

„Við höfum bara verið hérna í Vogunum í skjálfta- og gosfríi.“

Þröstur segir að hiti sé kominn aftur á húsið hans í Grindavík. „Maður bjóst við því að allt yrði ónýtt ef að hitinn kæmist ekki á. Þá væri þetta hreinlega bara búið og óþarfi að reyna eitthvað að eiga við þetta hús meir.“

Eins og að fá kjaftshögg“

Upplifun Þrastar af goshrinunni lýsir hann „eins og að fá kjaftshögg ofan á kjaftshögg, lausa tönn og svo losnar tönnin.“ Gos hófst að nýju á sunnudagsmorgun og hafði bærinn verið rýmdur um nóttina. 

„Ég held að það væri farsælast að við Grindvíkingar fengum einhverja langtíma lausn og fólk sem er ekki tilbúið að fara til baka fái þá lausn að geta farið. Ég held að það sé raunhæfast. Það er ekki gott að fjötra fólk við stað sem það vill ekki vera á.“

Fyrsta myndin er af Þresti áður en hann seig um borð í björgunarskipið Þór.

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Jarðhræringar við Grindavík

Íbúum leyft að dvelja næturlangt í Grindavík þótt lögreglan mæli ekki með því
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Íbú­um leyft að dvelja næt­ur­langt í Grinda­vík þótt lög­regl­an mæli ekki með því

Frá og með morg­un­deg­in­um verð­ur íbú­um og fólki sem starfar hjá fyr­ir­tækj­um í Grinda­vík heim­ilt að fara í bæ­inn og dvelja þar næt­ur­langt. Í ný­legri frétta­til­kynn­ingu lög­reglu­stjór­ans á Suð­ur­nesj­um er greint frá þessu. Íbú­ar eru þó var­að­ir við að inn­við­ir bæj­ar­ins séu í lamasessi og sprung­ur víða. Bær­inn sé því ekki ákjós­an­leg­ur stað­ur fyr­ir fjöl­skyld­ur og börn.
Tímabært að verja Reykjanesbraut
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Tíma­bært að verja Reykja­nes­braut

Þor­vald­ur Þórð­ar­son eld­fjalla­fræð­ing­ur seg­ir að það sé tíma­bært að huga að vörn­um fyr­ir Reykja­nes­braut­ina og aðra inn­viði á Suð­ur­nesj­um. At­burða­rás­in á fimmtu­dag, þeg­ar hraun rann yf­ir Grinda­vík­ur­veg og hita­vatns­leiðslu HS Veitna, hafi ver­ið sviðs­mynd sem bú­ið var að teikna upp. Hraun hafi runn­ið eft­ir gam­alli hraun­rás og því náð meiri hraða og krafti en ella.
Í Grindavík er enn 10. nóvember
VettvangurJarðhræringar við Grindavík

Í Grinda­vík er enn 10. nóv­em­ber

Það er nógu leið­in­legt að flytja, þeg­ar mað­ur vel­ur sér það sjálf­ur, hvað þá þeg­ar mað­ur neyð­ist til þess. Og hvernig vel­ur mað­ur hvað eigi að taka með sér og hvað ekki, þeg­ar mað­ur yf­ir­gef­ur stórt ein­býl­is­hús með tvö­föld­um bíl­skúr fyr­ir litla íbúð með lít­illi geymslu? Fjöl­skyld­an á Blóm­st­ur­völl­um 10 í Grinda­vík stóð frammi fyr­ir þeirri spurn­ingu síð­ast­lið­inn sunnu­dag.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
4
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
8
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.
Steinunn Ólína segist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna persónulegrar óvildar
10
Fréttir

Stein­unn Ólína seg­ist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna per­sónu­legr­ar óvild­ar

Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir sagð­ist í Pressu fara fram fyr­ir hönd þeirra sem upp­lifa valda­leysi gagn­vart stjórn­völd­um. Taldi hún for­seta­kosn­ing­arn­ar vera af­ar póli­tísk­ar að þessu sinni. Þrátt fyr­ir gagn­rýni sína á rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, ít­rek­aði Stein­unn að fram­boð henn­ar væri ekki vegna per­sónu­legra óvild­ar henn­ar í garð Katrínu.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár