Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Tómas Brynjólfsson settur tímabundinn ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins

Tóm­as Brynj­ólfs­son er tíma­bund­inn arftaki Guð­mund­ar Árna­son í starfi ráðu­neyt­is­stjóra fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins. Var hann áð­ur skrif­stofu­stjóri á skrif­stofu efna­hags­mála. Senn verð­ur aug­lýst eft­ir nýj­um ráðu­neyt­is­stjóra.

Tómas Brynjólfsson settur tímabundinn ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fjármála- og efnahagsráðherra hefur sett Tómas Brynjólfsson í embætti ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu til 31. mars. Þetta segir í tilkynningu frá ráðuneytinu.

Tómas var áður skrifstofustjóri á skrifstofu efnahagsmála í ráðuneytinu og hefur verið skrifstofustjóri frá 2018. Hann er arftaki Guðmundar Árnasonar í starfi en Guðmundur lét af embætti um áramótin eftir 14 ár í starfi.

Í tilkynningunni segir að senn verði auglýst eftir nýjum ráðuneytisstjóra. 

Tómas er með meistaragráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í alþjóðastjórnmálum frá London School of Economics. Áður en hann varð skrifstofustjóri í ráðuneytinu hafði Tómas m.a. verið stjórnandi á EFTA-skrifstofunni í Brussel og unnið að efnahags- og fjármálamarkaðsmálum í stjórnarráðinu frá árslokum 2008.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu