Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Mest ein máltíð á dag og fólk hrynur niður úr hungri

Íbú­ar á Gasa eru farn­ir að deyja úr hungri. Flest­ir borða í mesta lagi eina mál­tíð á dag. Á sama tíma sitja vöru­bíl­ar með gnægð mat­ar fast­ir hinum meg­in við landa­mæri svæð­is­ins og kom­ast ekki inn. Að­geng­ið er slæmt en fjár­magn vant­ar líka. Þetta seg­ir yf­ir­mað­ur hjá mat­væla­áætl­un Sam­ein­uðu þjóð­anna sem kom hing­að til lands í síð­ustu viku til þess að óska frek­ari að­stoð­ar ís­lenskra stjórn­valda og fyr­ir­tækja.

Áður en átök Ísraelshers og Hamas færðust í aukana í byrjun október fóru um 500 vörubílar með mat og vistir inn á Gasasvæðið. Nú, á sama tíma og íbúar svæðisins eru án möguleika til þess að framleiða matvæli vegna stríðs, komast aðeins einn til tíu bílar inn á svæðið daglega og hálf milljón manns er á barmi hungursneyðar, segir Andreas Hansen, yfirmaður Norðurlandaskrifstofu matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP), í samtali við Heimildina.

Það vantar fjármagn, segir Andreas, og aðgengi. Nú er einungis ein leið fyrir hjálparsamtök til þess að komast inn á svæðið. Það er við landamæri Egyptalands.

„Það sem mér finnst sérstaklega ógnvekjandi er að það er matur til staðar hinum megin við landamærin. Þar eru vörubílar með gnægð matar en nokkrum kílómetrum frá, á Gasasvæðinu, er fólk nálægt því að svelta eða hefur þegar soltið,“ segir Andreas.

„Magn matarins sem hefur komist inn á Gasasvæðið frá því að átökin …

Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • HPE
    Helgi Páll Einarsson skrifaði
    Erfitt að segja hvar ábyrgðin liggi? Það er alveg skýrt hvar ábyrgðin liggur, og það er svona málflutningur sem afsakar og styður við stríðsglæpi Ísraelsríkis.
    6
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Árásir á Gaza

Þrír feður. Gjörólíkur veruleiki
ÚttektÞau sem flúðu Gaza

Þrír feð­ur. Gjör­ólík­ur veru­leiki

Þrír feð­ur frá sama landi standa á Aust­ur­velli. Einn þeirra get­ur ómögu­lega hætt að brosa. Fjöl­skylda hans er kom­in hing­að til lands. Ann­ar er brúna­þung­ur og orð um hryll­ing­inn sem fjöl­skylda hans, sem enn er víðs fjarri, hef­ur geng­ið í gegn­um flæða úr munni hans. Sá þriðji virð­ist al­gjör­lega dof­inn en reyn­ir að tjá harm sinn. Öll hans fjöl­skylda er lát­in.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu