„Takk fyrir að deila þessari ótrúlegu sögu, Halldór.“
Svona afkynnti Heiðrún Björk Gísladóttir, lögfræðingur Samtaka atvinnulífsins, ræðumann sem hafði þá nýlokið máli sínu í Silfurbergi í Hörpu, að morgni 11. janúar síðastliðins. Þar héldu heildarsamtök atvinnurekenda og endurskoðunarfyrirtækið Deloitte hinn árlega „Skattadag“.
Morguninn áður hafði útvarpsmaður á Bylgjunni lokið viðtali við þennan sama mann með orðunum: „Halldór Halldórsson, forstjóri Íslenska kalkþörungafélagsins, takk fyrir spjallið. Við höldum með þér!“
Við bæði tilefnin var efnið það sama. Sagan var á þessa leið:
Að „fallegt, kyrlátt þorp í Arnarfirði“ hefði um síðustu aldamót „verið í dauðateygjunum“; togarinn og kvótinn farinn. Vestfirðingum hafi tekist að „hálf pína“ írskt fyrirtæki hingað til lands með verksmiðju og tugi starfa. Ef ekki hefði verið fyrir góðmennsku Íranna; reynslu, viðskiptasambönd og fjárfestingu, hefði aldrei orðið af neinu.
Og það þrátt fyrir „íslenskan gjaldmiðil, veður og launakostnað“, heldur vegna þess að hér var „vinsamlegt kerfi af hálfu stjórnvalda“ …
Athugasemdir (3)