Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Virðist hætt að gjósa úr sprungunni sem tók húsin

Mikl­ar skemmd­ir eru á inn­við­um í Grinda­vík og hraun­rennsli úr sprungu við bæj­ar­mörk­in tók þrjú hús. Ekki er að sjá að fleiri hús hafi orð­ið hraun­inu að bráð og svo virð­ist sem að það gjósi ekki leng­ur úr sprung­unni rétt ut­an við göt­una Efra­hóp.

Virðist hætt að gjósa úr sprungunni sem tók húsin
Gos við bæjarmörk Hraun flæddi inn í byggð í gær í fyrsta sinn á Íslandi síðan í janúar 1973, þegar slíkt gerðist í Vestmannaeyjum. Mynd: Golli

Það virðist ekki lengur gjósa úr sprungunni sem opnaðist innan varnargarða, og við bæjarmörk Grindavíkur, með þeim afleiðingum að þrjú hús fóru undir hraun í gær. Hraunstraumur úr þeirri sprungu virðist alveg hafa stöðvast. Þetta kemur fram á vef RÚV. Ekki er að sjá að fleiri hús hafi orðið hrauninu að bráð, en þau sem það urðu stóðu öll við götuna Efrahóp í Grindavík.

Þar er rætt við Elísabetu Pálmadóttur, náttúruvársérfræðing á Veðurstofu Íslands, sem segir að hraunflæðið úr fyrri sprungunni sem opnaðist, og var mun stærri, hafi minnkað og að gas frá eldstöðvunum blási á haf út. 

Af myndum að dæma virðist þorri þess hrauns sem rann úr stærri sprungunni hafa runnið meðfram varnargarðinum sem verið var að reisa við Grindavík þegar gosið hófst rétt fyrir klukkan átta í gærmorgun. 

Nóttin var að mestu tíðindalítið og hraunrennslið úr gosinu virðist minna en óttast var. 

Skemmdir á innviðum og verðmætabjörgun

Miklar skemmdir hafa orðið á innviðum í Grindavík. Rafmagns- og hitavatnslaust er í bænum og lagnir, sem þegar hafa hreyfst verulega til og í einhverjum tilvikum farið undir hraun, gætu skemmst hratt í því frosti sem er framundan takist ekki að koma heitu vatni á bæinn fljótlega. 

Í Morgunblaðinu í dag er greint frá því að menn sem sáust hlaupa í átt að gosinu skömmu eftir að það hófst til að bjarga vinnuvélum sem voru á svæðinu hafi tekist að bjarga verðmætum upp á um 800 milljónir króna. Alls tóku átta menn þátt í þeim aðgerðum, þar af tveir björgunarsveitarmenn sem voru með gasmæla og vöktuðu svæðið.

Aðgerðir kynntar í dag

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra boðaði stórauknar stuðningsaðgerðir fyrir Grindvíkinga á blaðamannafundi almannavarna í gær en fór ekki yfir nákvæmlega í hverju þær muni felast. Grindvíkingum verði tryggður aukinn aðgangur að sálgæslu og annarri bakþjónustu og í dag mun ríkisstjórn Íslands funda um útfærslu frekari stuðningsaðgerða. 

Þær munu snúast um húsnæðismál, afkomu fólks í Grindavík og stuðning við fyrirtæki í bænum. „Við munum setja stóraukinn kraft í að kaupa íbúðir til að tryggja aðgengi að húsnæði fyrir Grindvíkinga sem er ekki nægilega gott nú.“ Markmiðið sé að koma öllum sem eru í skammtimahúsnæði í öruggari stöðu eins fljótt og kostur er. „Við munum flýta, eins og kostur er, allri vinnu við uppgjör á tjóni í samvinnu við sveitarfélagið.“

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Jarðhræringar við Grindavík

Íbúum leyft að dvelja næturlangt í Grindavík þótt lögreglan mæli ekki með því
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Íbú­um leyft að dvelja næt­ur­langt í Grinda­vík þótt lög­regl­an mæli ekki með því

Frá og með morg­un­deg­in­um verð­ur íbú­um og fólki sem starfar hjá fyr­ir­tækj­um í Grinda­vík heim­ilt að fara í bæ­inn og dvelja þar næt­ur­langt. Í ný­legri frétta­til­kynn­ingu lög­reglu­stjór­ans á Suð­ur­nesj­um er greint frá þessu. Íbú­ar eru þó var­að­ir við að inn­við­ir bæj­ar­ins séu í lamasessi og sprung­ur víða. Bær­inn sé því ekki ákjós­an­leg­ur stað­ur fyr­ir fjöl­skyld­ur og börn.
Tímabært að verja Reykjanesbraut
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Tíma­bært að verja Reykja­nes­braut

Þor­vald­ur Þórð­ar­son eld­fjalla­fræð­ing­ur seg­ir að það sé tíma­bært að huga að vörn­um fyr­ir Reykja­nes­braut­ina og aðra inn­viði á Suð­ur­nesj­um. At­burða­rás­in á fimmtu­dag, þeg­ar hraun rann yf­ir Grinda­vík­ur­veg og hita­vatns­leiðslu HS Veitna, hafi ver­ið sviðs­mynd sem bú­ið var að teikna upp. Hraun hafi runn­ið eft­ir gam­alli hraun­rás og því náð meiri hraða og krafti en ella.
Í Grindavík er enn 10. nóvember
VettvangurJarðhræringar við Grindavík

Í Grinda­vík er enn 10. nóv­em­ber

Það er nógu leið­in­legt að flytja, þeg­ar mað­ur vel­ur sér það sjálf­ur, hvað þá þeg­ar mað­ur neyð­ist til þess. Og hvernig vel­ur mað­ur hvað eigi að taka með sér og hvað ekki, þeg­ar mað­ur yf­ir­gef­ur stórt ein­býl­is­hús með tvö­föld­um bíl­skúr fyr­ir litla íbúð með lít­illi geymslu? Fjöl­skyld­an á Blóm­st­ur­völl­um 10 í Grinda­vík stóð frammi fyr­ir þeirri spurn­ingu síð­ast­lið­inn sunnu­dag.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu