„Miðað við ganginn á þessu þá sjáum við ekki fram á nema það að þetta sé ekki að fara að stoppa.“ Þetta segir Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri almannavarna í samtali við Heimildina. Á hún við hraunrennslið sem flæðir inn í Grindavík. Nú þegar hafa tvö hús við götuna Efrihóp nyrst í bænum orðið hrauninu að bráð.
Hjördís segir að líklega hafi ekkert eldgos verið í jafn beinni útsendingu og þetta. „Það er þyngra en tárum taki að horfa upp á þetta. Maður getur eiginlega ekki sett sig í spor Grindvíkinga að horfa á þetta.“
Hætta ekki lífi fólks vegna möguleikans á nýjum sprungum
Nú er bann við því að vera inni í bænum. Ástæða þess er að engin leið er að vita hvort að önnur sprunga geti opnast. Því stendur ekki til að senda fólk til að reyna að stöðva hraunstrauminn. „Núna er hættan það mikil inni á svæðinu að það …
Milljörðum spreðað í að verja einkafyrirtæki.
En EKKERT gert til að verja eigur einstaklingana!
Því var ekki búið að staðsetja öflugar dælur við jaðar Grindavíkur ?
Stutt í ískaldann sjóinn og reyna að stýra hraunfæðinu frá bænum, eins og gert var í Vestmannaeyjum á sínum tíma.
Svo maður tali nú ekki um að rusla upp varnargörðum, eins og gert var fyrir einka fyrirtækin þeim að kostnaðarlausu.
Og þjóðin látin borga brúsann fyrir auðrónana!