Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Milljónirnar frá Novo Nordisk: „Þetta eru ekki stórar upphæðir“

Formað­ur Lækna­fé­lags Ís­lands seg­ir að það sé ekki óeðli­legt að lækn­ar taki að sér ráð­gjaf­ar­störf fyr­ir lyfja­fyr­ir­tæki gegn greiðslu. For­stjóri Lyfja­stofn­un­ar tel­ur ekk­ert at­huga­vert við mark­aðs­setn­ingu danska lyfjaris­ans Novo Nordisk hér á landi og að greiðsl­ur fyr­ir­tæk­is­ins til lækna séu „óveru­leg­ar.“

Milljónirnar frá Novo Nordisk: „Þetta eru ekki stórar upphæðir“
Ekki miklar áhyggjur. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, og Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands. Mynd: Heimildin / TDV

Það er án efa oft nauðsynlegt fyrir lyfjafyrirtæki að hafa aðgang að sérþekkingu lækna,“ segir Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands. 

Ítarleg greining á greiðslum danska lyfjarisans Novo Nordisk frá árinu 2020 til ársins 2022 til íslensks heilbrigðisstarfsfólks, -stofnana og félaga birtist í Heimildinni á föstudag. Heildarupphæðin frá fyrirtækinu, sem er verðmætasta fyrirtæki Evrópu, var rúm 21 milljón króna. Ekkert bendir til þess að lög eða siðareglur hafi verið brotnar með greiðslunum.

Greiðsl­urn­ar frá Novo Nordisk átt­föld­uð­ust á sama tíma og notk­un lyfj­a fyrirtækisins, sem notuð eru í meðferð við offitu og sykursýki, rauk upp hér á landi. 

RisGreiðslur frá Novo Nordisk til íslensks heilbrigðisstarfsfólks, stofnana og félaga 2020–2022, samkvæmt gögnum Frumtaka.

Um vaxandi fjármagn frá Novo Nordisk inn í íslenskt heilbrigðiskerfi segir Steinunn: 

„Það að þetta sé að aukast; ég kann ekki skýringu á því. Við erum náttúrlega …

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Er einhver ástæða til að gera þetta tortryggilegt? Var Novo ekki einfaldlega að kaupa sérfræðiþjónustu?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár