Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Milljónirnar frá Novo Nordisk: „Þetta eru ekki stórar upphæðir“

Formað­ur Lækna­fé­lags Ís­lands seg­ir að það sé ekki óeðli­legt að lækn­ar taki að sér ráð­gjaf­ar­störf fyr­ir lyfja­fyr­ir­tæki gegn greiðslu. For­stjóri Lyfja­stofn­un­ar tel­ur ekk­ert at­huga­vert við mark­aðs­setn­ingu danska lyfjaris­ans Novo Nordisk hér á landi og að greiðsl­ur fyr­ir­tæk­is­ins til lækna séu „óveru­leg­ar.“

Milljónirnar frá Novo Nordisk: „Þetta eru ekki stórar upphæðir“
Ekki miklar áhyggjur. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, og Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands. Mynd: Heimildin / TDV

Það er án efa oft nauðsynlegt fyrir lyfjafyrirtæki að hafa aðgang að sérþekkingu lækna,“ segir Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands. 

Ítarleg greining á greiðslum danska lyfjarisans Novo Nordisk frá árinu 2020 til ársins 2022 til íslensks heilbrigðisstarfsfólks, -stofnana og félaga birtist í Heimildinni á föstudag. Heildarupphæðin frá fyrirtækinu, sem er verðmætasta fyrirtæki Evrópu, var rúm 21 milljón króna. Ekkert bendir til þess að lög eða siðareglur hafi verið brotnar með greiðslunum.

Greiðsl­urn­ar frá Novo Nordisk átt­föld­uð­ust á sama tíma og notk­un lyfj­a fyrirtækisins, sem notuð eru í meðferð við offitu og sykursýki, rauk upp hér á landi. 

RisGreiðslur frá Novo Nordisk til íslensks heilbrigðisstarfsfólks, stofnana og félaga 2020–2022, samkvæmt gögnum Frumtaka.

Um vaxandi fjármagn frá Novo Nordisk inn í íslenskt heilbrigðiskerfi segir Steinunn: 

„Það að þetta sé að aukast; ég kann ekki skýringu á því. Við erum náttúrlega …

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Er einhver ástæða til að gera þetta tortryggilegt? Var Novo ekki einfaldlega að kaupa sérfræðiþjónustu?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár