Árið 2021 fékk Erla Gerður 555.623 krónur frá Novo Nordisk og árið 2022 var greiðslan um þrefalt hærri – tæplega 1,8 milljónir, samkvæmt gögnum á vef Frumtaka, samtaka frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. Samtals fékk Erla Gerður því ríflega 2,3 milljónir króna frá Novo Nordisk á tveggja ára tímabili.
Ítarleg greining á greiðslum Novo Nordisk frá árinu 2020 til ársins 2022 til íslensks heilbrigðisstarfsfólks, -stofnana og félaga birtist í Heimildinni á föstudag. Heildarupphæðin frá fyrirtækinu, sem er verðmætasta fyrirtæki Evrópu, var rúm 21 milljón króna. Greiðslurnar frá Novo Nordisk áttfölduðust á sama tíma og notkun lyfjanna rauk upp hér á landi.
Eins og áður segir var Erla sú sem fékk mest greitt á tímabilinu. Hún segir ekki óeðlilegt að hún sé efst á lista þegar kemur að greiðslum frá Novo Nordisk. Hún sé eini læknir landsins sem starfi í fullu starfi á …
Athugasemdir