Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Fékk mest greitt: „Algjörlega kristaltært og samkvæmt öllum reglum“

Lækn­ir­inn sem fékk hæstu upp­hæð­ina frá danska lyfja­fyr­ir­tæk­inu Novo Nordisk á tveim­ur ár­um – Erla Gerð­ur Sveins­dótt­ir – fékk greitt fyr­ir fræðslu um offitu. Novo Nordisk fram­leið­ir lyf sem not­uð hafa ver­ið til þyngd­ar­stjórn­un­ar, með­al ann­ars Ozempic, Sax­enda og Wegovy.

Fékk mest greitt: „Algjörlega kristaltært og samkvæmt öllum reglum“
Læknir „Ég ætla að halda því fram að það hafi ekki áhrif á ákvarðanir mínar um það hvaða meðferð ég veiti hverjum sjúkling hver framleiðir lyfin,“ segir Erla Gerður. Mynd: Heiða Helgadóttir

Árið 2021 fékk Erla Gerður 555.623 krónur frá Novo Nordisk og árið 2022 var greiðslan um þrefalt hærri – tæplega 1,8 milljónir, samkvæmt gögnum á vef Frumtaka, samtaka frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. Samtals fékk Erla Gerður því ríflega 2,3 milljónir króna frá Novo Nordisk á tveggja ára tímabili. 

Ítarleg greining á greiðslum Novo Nordisk frá árinu 2020 til ársins 2022 til íslensks heilbrigðisstarfsfólks, -stofnana og félaga birtist í Heimildinni á föstudag. Heildarupphæðin frá fyrirtækinu, sem er verðmætasta fyrirtæki Evrópu, var rúm 21 milljón króna. Greiðsl­urn­ar frá Novo Nordisk átt­föld­uð­ust á sama tíma og notk­un lyfj­anna rauk upp hér á landi. 

Eins og áður segir var Erla sú sem fékk mest greitt á tímabilinu. Hún segir ekki óeðlilegt að hún sé efst á lista þegar kemur að greiðslum frá Novo Nordisk. Hún sé eini læknir landsins sem starfi í fullu starfi á …

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár