Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Þetta er vitað um mannshvarfið í sprungunni í Grindavík

Sprung­an sem mað­ur er tal­inn hafa fall­ið of­an í fyr­ir tveim­ur dög­um er djúp og nær nið­ur í grunn­vatn.

Þetta er vitað um mannshvarfið í sprungunni í Grindavík
Grindavíkurkirkja Um miðja Grindavík stendur kirkjan. Sprungan sem liggur í gegnum bæinn endilangan liggur þar skammt hjá. Mynd: AFP

Klukkan 10:18 á miðvikudaginn barst lögreglunni á Suðurnesjum tilkynning um að grunur léki á að maður hefði fallið ofan í sprungu í Grindavík. Tveir menn voru að vinna við að fylla í sprungu í garði í Grindavík. Annar maðurinn brá sér frá og þegar hann kom aftur var vinnufélagi hans horfinn. Hafði maðurinn verið að vinna við að fylla í sprungu með jarðvegsþjappara í ytri Grindavík, nyrsta hluta bæjarins, skammt frá aðkomu þeirra sem keyra Grindavíkurveginn til bæjarins. Verkfæri mannsins fundust ofan í sprungunni. 

Sprungan sem um ræðir teygir sig í gegnum alla Grindavík frá norðri til suðurs og suðausturs. Húsið við sprunguna er við Vesturhóp 29, norðarlega í bænum, en hinum megin í bænum, við Staðarvör 4, langleiðina að mörkum byggðar í suðaustri og rétt hjá grunnskólanum, fann íbúi sprungu á rölti í garðinum sínum í lok nóvember síðastliðins. Maðurinn gekk um garðinn á sama stað og börn hans léku sér vanalega í fótbolta, þegar hann fann jörðina síga undan sér. „Hvað ætli sé að gerast hérna? Hér eru krakkarnir búnir að vera að mikið í fótbolta. Þetta er eitthvað grunsamlegt hér. Það er ekkert undir þessu. Hér er bara allt farið. Þetta er bara á lóðinni hér heima,“ sagði hann í myndbandi sem hann deildi á Facebook. Hann opnaði síðan gat með kústskafti og spurði svo: „Hvar endar þetta?“ 

Engin slys urðu á fólki vegna sprungunnar syðst í bænum. 

Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, sagði í samtali við mbl.is að í sprungunni í Vesturhópi, þar sem maðurinn hvarf á miðvikudag, hefði verið „ein­hver hindr­un sem losn­ar með þess­um hörmu­legu af­leiðing­um að fyll­ing­in fer niður og maður­inn með“.

Vísir greindi frá því að jarðvegsþjappa hefði fundist á staðnum. „Erfitt að segja hvernig þetta gerist nákvæmlega,“ sagði Úlfar Lúðvíkssyni lögreglustjóri á Suðurnesjunum í samtali við Heimildina þegar hann var spurður um hvernig maðurinn hefði fallið ofan í sprunguna.

Upphaflega var karfa látin síga niður í opið

Viðbragðsaðilar voru mættir á staðinn fljótlega eftir að útkallið barst. Vinna við að ná manninum úr sprungunni hefur verið í gangi síðan á miðvikudag. Grafa vann linnulaust við að stækka opið við sprunguna til að gera aðgengi björgunaraðila betra á staðnum. Grafan var „í raun og veru bara að hreinsa það svæði í kringum þar sem sprungan opnaðist,“ sagði Úlfar.

Upphaflega var notast við körfu sem var látin síga niður í op sprungunnar. Vanir fjalla- og rústabjörgunarsveitarmenn víða að af landinu og sigmenn sérsveitar lögreglunnar létu sig síga niður í sprunguna. „Þeir sigu niður í körfunni einn eða tveir í einu, aldrei fleiri en tveir,“ sagði Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar í samtali við Heimildina. Vaktaskipti voru á björgunarsveitarfólki í morgun. 

Kafbátadróni leitaði í vatninu

Aðstæður voru þannig að ekki var hægt að senda kafara niður í vatnið en fjarstýrð neðansjávarmyndavél hefur verið notuð í leitinni.  Sérsveit ríkislögreglustjóra vinnur á staðnum ásamt verktaka sem á kafbátardrónann sem hefur verið notaður í leitinni.

„Holan niður er raun og veru bara svona gat ofan í stærri helli. Sprungan nær eitthvað til beggja hliða,“ sagði Jón Þór. „Þetta er stóra sprungan sem nær í gegnum bæinn. Hún er misdjúp og á einhverjum stöðum er grunnvatn.“ Talið er að vatnið sé um 13 til 14 metrar á dýpt. Samkvæmt Einari Sveini Jónssyni, slökkviliðsstjóri Grindavíkur, eru um það bil 20 metrar niður að vatninu frá opinu.

„Þetta eru mjög erfiðar og krefjandi aðstæður. Við þurfum fyrst og fremst að gæta að því að fyllsta öryggis sé gætt við að senda þau þarna niður,“ sagði Jón Þór.

Björgunar starfiðMikill viðbúnaður er á staðnum. Á myndinni sést grafan sem vann við að moka frá sprungu opinu. Þar má einnig sjá körfuna sem var notuð til að síga með björgunarfólkið ofan í holuna.

Stigakerfi til að komast niður opið

„Það er kominn landgangur við opið. Hann er til að tryggja öryggi okkar manna,“ sagði Einar Sveinn slökkviliðsstjóri í samtali við Heimildina í gær. Hann sagði veður leiðinlegt á staðnum, „það er mígandi rigning.“ Landgangurinn var lagður til að auðvelda þeim sem koma að björguninni aðgengi og gera vettvanginn öruggan sagði Einar. Landgangurinn var sóttur á bryggjuna í Grindavík. Í grein Mbl kom fram að 20 hlöss af sandi og grjóti voru flutt með vörubílum á miðvikudag úr sprungunni. Var það gert til að koma í veg fyrir hrun úr sprungunni á sigmennina. Brún sprungunnar var einnig fóðruð neti til að tryggja öryggi þeirra sem leita í sprungunni. Netið er sterkt, líkt og net sem eru notuð á togurum.

„Við erum búnir að koma upp stigakerfi niður þannig þeir geta orðið labbað stigann niður,“ sagði Einar. „Þetta er bara mjög þröngt og erfitt, mjög djúpt niður. Þetta eru eins krefjandi aðstæður og hugsast getur.“ Sigmennirnir fara tveir og tveir í einu niður í sprunguna. 

34 litlir skjálftar

„Svæðið verður rýmt ef það kemur skjálfti,“ sagði Einar. Jarðskjálftavirknin hefur verið vöktuð til að gæta fyllsta öryggis á staðnum.

„Í Grindavík hefur verið frekar lítil skjálftavirkni,“ sagði Sigríður Kristinsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands í gær. 34 litlir skjálftar höfðu þá mælst á Grindavíkur svæðinu sólarhring frá því að maðurinn féll í sprunguna. 

Skjálftarnir eru „pínu litlir, þeir eru allir minni en tveir,“ sagði Sigríður. „Þeir eru í kvikuganginum milli Hagafells og Stóra-Skógfells.“ Hún sagði skjálftana ekki vera á þeirri stærð að þeir finnist á yfirborðinu í Grindavík.

Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands í dag kemur fram að eldgos gæti hafist með litlum fyrirvara á svæðinu. Telja vísindamenn að kvikan leiti frá Svartsengi yfir í Sundhnjúksgígaröðina. Gos kæmi þá upp á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells, það er á svipuðum slóðum og gaus 18. desember. Skjálftavirkni á svæðinu hefur verið afar væg.

LeitinMyndir af björgunaraðgerðum.

Sérútbúinn þrívíddarskanni

Mbl greindi frá því seinni partinn í dag að sér útbúinn þrívíddarskanni væri látinn síga niður í sprunguna. Er það gert til að kanna aðstæðurnar í sprungunni betur. 

Engar breytingar hafa verið gerðar á aðgengi í Grindavík þrátt fyrir slysið. Í nýju hættumatskorti Veðurstofu Íslands er þó mat á hættu vegna sprunguhreyfinga í Grindavík hækkað.

„Það eru að sjálfum sér engar breytingar á opnun inn til Grindavíkur. Þessi vinna við að fylla í sprungur, þessi viðhaldsvinna inn í bænum, henni er frestað fram yfir helgi,“ sagði Úlfar lögreglustjóri. Fundur með verktökum og öðrum hagsmunaaðilum sem hafa verið að sinna vinnu við jarðfyllingar í Grindavík átti að fara fram á þriðjudaginn.

Leit hætt

Um klukkan sjö á föstudagskvöld var tilkynnt að leit að manninum væri hætt. Í yfirlýsingu frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg kom fram að leitin ætti sér engin fordæmi og hefði verið afar krefjandi. Þá sendi Slysavarnarfélagið Landsbjörg aðstandendum dýpstu samúðarkveðjur. „Það er björgunaraðilum afar þungbært að þurfa að hverfa frá leitinni án árangurs.“

Kjósa
39
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • TM
    Tómas Maríuson skrifaði
    Mér finnst líklegt að partur sprungunar fyrir ofan þrenginguna hafi verið fylltur upp með efni. Nú þegar vesalings maðurinn fer yfir með þjöppu veldur hristingurinn að það fer að hrynja neðan úr uppfyllingu niður í holrymið eins og í sandúri þangað til jörðin opnast undir fótum hans og hann fer niður ásamt þjöppunni.
    Villan var að enginn virðist hafa haft hugarflug (og ég ekki heldur) að sprungan gæti vikkað aftur þegar neðar dregur. Hörmulegt slys.
    0
  • Thorunn Ravn skrifaði
    Hvað halda stjórnvöld að gagni að fylla í þessar sprungur? Er ekki alveg jafn áhrifaríkt að ná sér í nál og tvinna og ætla að sauma sprungurnar?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Féll í sprungu í Grindavík

Ekkert skriflegt áhættumat og skipulag aðgerða „nokkuð óreiðukennt“
FréttirFéll í sprungu í Grindavík

Ekk­ert skrif­legt áhættumat og skipu­lag að­gerða „nokk­uð óreiðu­kennt“

Vinnu­eft­ir­lit­ið seg­ir að velta megi fyr­ir sér hvort að fyll­ing í sprungu við íbúð­ar­hús í Grinda­vík hafi ver­ið áhætt­unn­ar virði. Þeg­ar áhætta sé met­in ætti fyrsta spurn­ing­in alltaf að vera hvort „al­gjör­lega nauð­syn­legt“ sé að fram­kvæma til­tek­ið verk. Eft­ir­lit­ið hef­ur lok­ið rann­sókn sinni á hvarfi Lúð­víks Pét­urs­son­ar.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
Spurði ráðherra hvort til stæði að rannsaka aðdraganda slyssins í Grindavík
FréttirFéll í sprungu í Grindavík

Spurði ráð­herra hvort til stæði að rann­saka að­drag­anda slyss­ins í Grinda­vík

Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir spurði dóms­mála­ráð­herra á Al­þingi í dag hvort til stæði að rann­saka að­drag­anda þess að Lúð­vík Pét­urs­son féll í sprungu í Grinda­vík. „Í kjöl­far slyss­ins hef­ur kom­ið fram ósk að­stand­enda um að far­ið verði í sjálf­stæða og óháða rann­sókn á til­drög­um slyss­ins.“
Leituðu svara en fengu símsvara
ViðtalFéll í sprungu í Grindavík

Leit­uðu svara en fengu sím­svara

Eng­inn af þeim sem kom að ákvörð­un­um eða bar ábyrgð á mál­um í Grinda­vík, þeg­ar Lúð­vík Pét­urs­son hvarf of­an í sprungu, hef­ur sett sig í sam­band við börn hans eða systkini eft­ir að leit að hon­um var hætt. „Ósvör­uð­um spurn­ing­um hef­ur bara fjölg­að,“ seg­ir Elías Pét­urs­son, bróð­ir hans. Það sé sorg­lega ís­lenskt að þurfa að stíga fram og berj­ast fyr­ir óháðri rann­sókn. Óboð­legt sé að yf­ir­völd rann­saki sig sjálf.

Mest lesið

Útilokaði Jón til að koma í veg fyrir „óþarfa tortryggni“
6
Fréttir

Úti­lok­aði Jón til að koma í veg fyr­ir „óþarfa tor­tryggni“

Bjarni Bene­dikts­son seg­ist hafa lok­að fyr­ir að Jón Gunn­ars­son kæmi að með­ferð hval­veiði­mála til þess að koma í veg fyr­ir „óþarfa tor­tryggni“. Þetta gerði Bjarni sama dag og leyni­leg­ar upp­tök­ur fóru í dreif­ingu þar sem son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns seg­ir að Jón hafi þeg­ið 5. sæti á lista Sjálf­stæð­is­flokks­ins gegn því að kom­ast í stöðu til að vinna að hval­veiðium­sókn­inni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
2
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
3
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
2
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
5
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár