Bjarni sæmdur stórkrossi hinnar íslensku fálkaorðu

Bjarni Bene­dikts­son ut­an­rík­is­ráð­herra var sæmd­ur stór­krossi ís­lensku fálka­orð­unn­ar tveim­ur dög­um fyr­ir jól án þess að til­kynnt væri sér­stak­lega um það.

Bjarni sæmdur stórkrossi hinnar íslensku fálkaorðu
Ráðherra Bjarni Benediktsson var forsætisráðherra árið 2017. Mynd: Golli

Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra var sæmdur stórkrossi hinnar íslensku fálkaorðu 22. desember síðastliðinn. Þetta staðfestir Una Sighvatsdóttir, sérfræðingur hjá embætti forseta Íslands, við Heimildina. 

Engin tilkynning um orðuveitinguna var send til fjölmiðla. Samkvæmt vefsíðu forsetaembættisins var orðan veitt fyrir embættisstörf Bjarna. Viljinn greindi fyrst frá. Enginn annar var sæmdur orðu 22. desember. Stórkrossinn er fjórða og næstæðsta stig fálkaorðunnar. Fimmta stig orðunnar er aðeins veitt þjóðhöfðingjum.

Hefð er fyrir því að veita þeim sem teljast handhafar forsetavalds samkvæmt stjórnarskrá fálkaorðuna. „Þau sem gegnt hafa embætti forsætisráðherra eru samkvæmt hefð sæmd stórkrossi. Engin tímamörk eru í þeim efnum og má nefna að Ólafur Thors, sem fyrst varð forsætisráðherra árið 1942, var sæmdur orðunni árið 1956,“ segir í svari frá embætti forseta Íslands við fyrirspurn Heimildarinnar. Til dæmis var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sæmdur stórkrossi íslensku fálkaorðunnar þegar hann var forsætisráðherra árið 2014.

Bjarni Benediktsson hefur verið ráðherra frá árinu 2013. Hafði hann þá …

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Steinþór Grímsson skrifaði
    Svo hefur enginn verið sviptur orðunni þrátt fyrir að það sé í lögum að skuli gera ef menn brjóta af sér eins og mýmörg dæmi eru um.
    0
  • Thordis Arnadottir skrifaði
    Það sýnir sig hvað orðin er illa fengin að það þurfti að hengja hana á hann þegar engin sá. Ég skyrpi á þetta leikrit.
    1
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Þessi orða er orðin að einhverju slöppu gríni. Menn eru aðlaðir fyrir það eitt að mæta í vinnuna og þá skiftir engu máli hvort störfin eru til góðs eða ills. Fálkaorðan er orðin að strumpa medalíu.
    5
  • Viðar Eggertsson skrifaði
    Þess er vert að geta að Jóhanna Sigurðardóttir fyrrv. forsætisráðherra afþakkaði orðuna á sínum tíma.
    18
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
4
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
5
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár