Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Bjarni sæmdur stórkrossi hinnar íslensku fálkaorðu

Bjarni Bene­dikts­son ut­an­rík­is­ráð­herra var sæmd­ur stór­krossi ís­lensku fálka­orð­unn­ar tveim­ur dög­um fyr­ir jól án þess að til­kynnt væri sér­stak­lega um það.

Bjarni sæmdur stórkrossi hinnar íslensku fálkaorðu
Ráðherra Bjarni Benediktsson var forsætisráðherra árið 2017. Mynd: Golli

Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra var sæmdur stórkrossi hinnar íslensku fálkaorðu 22. desember síðastliðinn. Þetta staðfestir Una Sighvatsdóttir, sérfræðingur hjá embætti forseta Íslands, við Heimildina. 

Engin tilkynning um orðuveitinguna var send til fjölmiðla. Samkvæmt vefsíðu forsetaembættisins var orðan veitt fyrir embættisstörf Bjarna. Viljinn greindi fyrst frá. Enginn annar var sæmdur orðu 22. desember. Stórkrossinn er fjórða og næstæðsta stig fálkaorðunnar. Fimmta stig orðunnar er aðeins veitt þjóðhöfðingjum.

Hefð er fyrir því að veita þeim sem teljast handhafar forsetavalds samkvæmt stjórnarskrá fálkaorðuna. „Þau sem gegnt hafa embætti forsætisráðherra eru samkvæmt hefð sæmd stórkrossi. Engin tímamörk eru í þeim efnum og má nefna að Ólafur Thors, sem fyrst varð forsætisráðherra árið 1942, var sæmdur orðunni árið 1956,“ segir í svari frá embætti forseta Íslands við fyrirspurn Heimildarinnar. Til dæmis var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sæmdur stórkrossi íslensku fálkaorðunnar þegar hann var forsætisráðherra árið 2014.

Bjarni Benediktsson hefur verið ráðherra frá árinu 2013. Hafði hann þá …

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Steinþór Grímsson skrifaði
    Svo hefur enginn verið sviptur orðunni þrátt fyrir að það sé í lögum að skuli gera ef menn brjóta af sér eins og mýmörg dæmi eru um.
    0
  • Thordis Arnadottir skrifaði
    Það sýnir sig hvað orðin er illa fengin að það þurfti að hengja hana á hann þegar engin sá. Ég skyrpi á þetta leikrit.
    1
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Þessi orða er orðin að einhverju slöppu gríni. Menn eru aðlaðir fyrir það eitt að mæta í vinnuna og þá skiftir engu máli hvort störfin eru til góðs eða ills. Fálkaorðan er orðin að strumpa medalíu.
    5
  • Viðar Eggertsson skrifaði
    Þess er vert að geta að Jóhanna Sigurðardóttir fyrrv. forsætisráðherra afþakkaði orðuna á sínum tíma.
    18
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár