Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Bjarni sæmdur stórkrossi hinnar íslensku fálkaorðu

Bjarni Bene­dikts­son ut­an­rík­is­ráð­herra var sæmd­ur stór­krossi ís­lensku fálka­orð­unn­ar tveim­ur dög­um fyr­ir jól án þess að til­kynnt væri sér­stak­lega um það.

Bjarni sæmdur stórkrossi hinnar íslensku fálkaorðu
Ráðherra Bjarni Benediktsson var forsætisráðherra árið 2017. Mynd: Golli

Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra var sæmdur stórkrossi hinnar íslensku fálkaorðu 22. desember síðastliðinn. Þetta staðfestir Una Sighvatsdóttir, sérfræðingur hjá embætti forseta Íslands, við Heimildina. 

Engin tilkynning um orðuveitinguna var send til fjölmiðla. Samkvæmt vefsíðu forsetaembættisins var orðan veitt fyrir embættisstörf Bjarna. Viljinn greindi fyrst frá. Enginn annar var sæmdur orðu 22. desember. Stórkrossinn er fjórða og næstæðsta stig fálkaorðunnar. Fimmta stig orðunnar er aðeins veitt þjóðhöfðingjum.

Hefð er fyrir því að veita þeim sem teljast handhafar forsetavalds samkvæmt stjórnarskrá fálkaorðuna. „Þau sem gegnt hafa embætti forsætisráðherra eru samkvæmt hefð sæmd stórkrossi. Engin tímamörk eru í þeim efnum og má nefna að Ólafur Thors, sem fyrst varð forsætisráðherra árið 1942, var sæmdur orðunni árið 1956,“ segir í svari frá embætti forseta Íslands við fyrirspurn Heimildarinnar. Til dæmis var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sæmdur stórkrossi íslensku fálkaorðunnar þegar hann var forsætisráðherra árið 2014.

Bjarni Benediktsson hefur verið ráðherra frá árinu 2013. Hafði hann þá …

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Steinþór Grímsson skrifaði
    Svo hefur enginn verið sviptur orðunni þrátt fyrir að það sé í lögum að skuli gera ef menn brjóta af sér eins og mýmörg dæmi eru um.
    0
  • Thordis Arnadottir skrifaði
    Það sýnir sig hvað orðin er illa fengin að það þurfti að hengja hana á hann þegar engin sá. Ég skyrpi á þetta leikrit.
    1
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Þessi orða er orðin að einhverju slöppu gríni. Menn eru aðlaðir fyrir það eitt að mæta í vinnuna og þá skiftir engu máli hvort störfin eru til góðs eða ills. Fálkaorðan er orðin að strumpa medalíu.
    5
  • Viðar Eggertsson skrifaði
    Þess er vert að geta að Jóhanna Sigurðardóttir fyrrv. forsætisráðherra afþakkaði orðuna á sínum tíma.
    18
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
6
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár