Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Metfjöldi útkalla hjá flugdeild Landhelgisgæslunnar árið 2023

Flug­deild Land­helg­is­gæsl­unn­ar var köll­uð út 314 sinn­um ár­ið 2023 sem er met­fjöldi út­kalla hjá gæsl­unni. Ár­ið áð­ur voru út­köll flug­deild­ar­inn­ar 299.

Metfjöldi útkalla hjá flugdeild Landhelgisgæslunnar árið 2023
TF-SIF Var kölluð út vegna neyðarsendis sem virkjaðist djúpt suður af Reykjanesi milli jóla og nýárs.

Þegar horft er á þróun undanfarinna ára í þyrluútköllum má sjá að sjúkraflutningum á landi hefur fjölgað nokkuð. Landhelgisgæslan annast sjúkraflutninga á sjó og á landi og er gjarnan kölluð til þegar slys verða eða þegar sjúkraflugvélar gefa verkefni frá sér vegna veðurs eða annarra ástæðna. Þetta kemur fram í svari upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar við fyrirspurn Heimildarinnar um hvers vegna aukning hefur orðið á útköllum flugdeildarinnar.

Þyrluútköllin voru samtals 303 en áhöfnin á TF-SIF var kölluð út 11 sinnum. Í frétt Landhelgisgæslunnar kemur fram að „rúmlega helmingur allra útkalla flugdeildar Landhelgisgæslunnar í fyrra voru vegna sjúkraflutninga á landi eða á sjó eða 161 útkall.“ Flugdeild Landhelgisgæslunnar var kölluð út 314 sinnum árið 2023 og er það metfjöldi útkalla hjá gæslunni. Árið áður voru útköll flugdeildarinnar 299, sem var þá metfjöldi útkalla.  

Eftirlits- og björgunarflugvélin TF-SIF 

Snemma árs 2023 fól dóms­mála­ráðu­neyt­ið Land­helg­is­gæsl­unni að selja eft­ir­lits- og björg­un­ar­flug­vél­ina TF-SIF í hag­ræð­ing­ar­skyni. Georg Kr. Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar sagði í fyrra þá ákvörðun fela í sér afturför í viðbragðs- og eftirlitsgetu þjóðarinnar, en TF-SIF er eina flugvélin sem Gæslan hefur til umráða. 

Ákvörðun Jóns Gunnarssonar, þáverandi dómsmálaráðherra, um að hætta rekstri og selja flugvélina TF-SIF var harðlega gagnrýnd. Félag íslenskra atvinnuflugmanna taldi áformin óforsvaranleg og ólögleg. Að lokum var fallið frá þeim áformum að selja TF-SIF og farið í þá vegferð að útvega Landhelgisgæslunni fremur meira fjármagn. 

TF-SIF er af gerðinni Dash 8 Q 300 og sérhönnuð til eftirlits-, leitar-, björgunar- og sjúkraflugs á Norður-Atlantshafi. Hún kom í flota Landhelgisgæslunnar árið 2009 og var talin auka eftirlitsgetu Gæslunnar, með tilliti til mengunar, fiskveiða og hafíss, margfalt, auk þess sem möguleikar til leitar- og björgunar jukust gríðarlega, sérstaklega á hafi úti en einnig á landi.

Kölluð út vegna neyðarsendis

Vélin annaðist landamæraeftirlit á vegum Frontex stóran hluta ársins en nýttist vel þegar hún var hér á landi, til dæmis milli jóla og nýárs þegar hún var kölluð út vegna neyðarsendis sem virkjaðist djúpt suður af Reykjanesi. Vélin er ein mikilvægasta björgunareining Landhelgisgæslunnar og gegnir þýðingarmiklu hlutverki við leit, björgun, eftirlit og löggæslu á hafsvæðinu umhverfis Ísland,“  segir í svari Landhelgisgæslunnar við fyrirspurn Heimildarinnar.  

Landhelgisgæslan flutti samtals 183 sjúklinga í fyrra. Einhver hluti útkallanna var vegna jarðhræringanna á Reykjanesinu en flest útköllin voru á Suðurlandi. Útköll vegna leitar og björgunar voru 75 talsins. Árið 2022 voru 156 sjúkraflutningar. Það ár voru 115 útköll vegna leitar eða björgunar. 

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
3
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár