Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Hjálmari sagt upp störfum: „Tekur lengri tíma en klukkustund að ganga frá eftir 30 ár“

Fram­kvæmd­ar­stjóra Blaða­manna­fé­lags Ís­lands, Hjálm­ari Jóns­syni, var sagt upp störf­um í dag. Hann seg­ir upp­sögn­ina hafa ver­ið fyr­ir­vara­lausa og að hon­um hafi ver­ið gert að yf­ir­gefa svæð­ið. Upp­sögn­in varð að hans sögn í kjöl­far ágrein­ings á milli sín og for­manns BÍ, Sig­ríð­ar Dagg­ar Auð­uns­dótt­ur. BÍ seg­ir að upp­sögn­ina megi rekja til trún­að­ar­brests á milli Hjálm­ars og stjórn­ar fé­lags­ins.

Hjálmari sagt upp störfum: „Tekur lengri tíma en klukkustund að ganga frá eftir 30 ár“
Hjálmar Jónsson Hefur verið framkvæmdastjóri BÍ frá árinu 2003. Hann hefur starfað fyrir félagið frá 1989. Var hann formaður þangað til 2021. Mynd: BÍ

„Ég er að ganga frá því sem ég get gengið frá. Það tekur lengri tíma en klukkustund að ganga frá eftir 30 ár. Þau standa bara hérna fyrir utan,“ segir Hjálmar Jónsson, sem lét af störfum sem framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Íslands (BÍ) í dag.

Hjálmari var sagt upp fyrirvaralaust, segir hann, en hann hefur starfað með einum eða öðrum hætti fyrir félagið síðan 1989. Hann hefur verið framkvæmdastjóri þess síðan árið 2003.

Þegar Hjálmar tók símann frá Heimildinni var hann að ganga frá. Fyrir utan skrifstofuna hans stóðu formaður, varaformaður og lögfræðingur BÍ, að sögn Hjálmars.

„Ég er bara að reyna að drífa mig,“ sagði Hjálmar.

Í tilkynningu frá Sigríði Dögg Auðunsdóttur, formanns BÍ, segir að stjórn félagsins teldi að ekki hefði verið hægt að vinna áfram verkefni í starfsáætlun héldi Hjálmar áfram störfum. Þegar Heimildin leitaði frekari skýringa hjá Sigríði Dögg vísaði hún einfaldlega í tilkynninguna og vildi ekki tjá sig frekar um málið.

Hjálmar segist sjálfur ekki hafa fengið skýringu á uppsögninni en að ágreiningur hafi verið uppi á milli hans og Sigríðar „um það hvaða kröfur ber að gera til forsvarsmanns Blaðamannafélags Íslands varðandi það að vera fyrirmynd annarra í samfélaginu um opin og sanngjörn og lýðræðisleg samskipti.“

Sigríður DöggEr formaður Blaðamannafélags Íslands.

Trúnaðarbrestur milli stjórnar og Hjálmars

Í tilkynningu BÍ segir að áherslur í starfsemi félagsins hafi breyst á undanförnum misserum. Þetta hafi í för með sér breytingar, þ.á.m. ráðningu nýs framkvæmdastjóra.

Þar segir að upphaflega hafi staðið til að bjóða Hjálmari nýtt starf innan BÍ. Þannig hefði verið hægt að tryggja að þekking og reynsla fráfarandi framkvæmdastjóra nýttist félagsmönnum, stjórn og nýjum framkvæmdastjóra. 

Í því ferli segir þó að trúnaðarbrestur hafi orðið á milli stjórnar og Hjálmars sem stjórnin telur að ekki verði leyst úr. Niðurstaðan varð því að Hjálmar hætti störfum til að „tryggja mætti viðunandi starfsskilyrði á skrifstofu félagsins.“ Í tilkynningunni segir enn fremur að stjórn hafi ekki talið sig getað unnið áfram þau verkefni sem fyrir lágu við óbreyttar aðstæður.

Langþráð sex mánaða frí framundan

Auglýst verður eftir nýjum framkvæmdastjóra á næstu dögum. Sigríður Dögg Auðunsdóttir mun gegna starfinu þangað til að ráðið verður í stöðuna.

Hjálmar er ekki sáttur með það hvernig staðið var að uppsögninni.

„Ég hef komið að ýmsum uppsögnum í gegnum tíðina og aðstoðað fólk eftir að því er sagt upp störfum og þetta fólk skorar alveg hátt á þann kvarða að koma ekki vel fram svo ég segi ekki meira.“

Hjálmar fékk sex mánaða uppsagnarfrest frá 1. febrúar næstkomandi. 

„Mér sýnist ég vera að fara í langþráð sex mánaða frí á kostnað blaðamanna í landinu,“ segir Hjálmar.

Blaðamennirnir sem þessa frétt rita eru félagskonur í Blaðamannafélagi Íslands

Kjósa
22
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JA
    Jón Arnarson skrifaði
    Getur verið að svona gjörræðisleg aðgerð stjórnarformanns um að segja upp framkvæmdarstjóra sé birting innri afla samfélagsins á stjórnun frétta?
    Er RUV virkilega birtingamynd þess? Virðist allavega stutt af þeim.
    Verður enn varhugaverðara að treysta fréttum?
    -1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár