Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Matvælaráðuneytið svarar fyrir sig

Mat­væla­ráðu­neyt­ið sendi út til­kynn­ingu í dag þar sem ákvörð­un­in um frest­un hval­veiða síð­asta sum­ar er rök­studd. Seg­ir þar að ákvörð­un­in hafi ver­ið tek­in í sam­ræmi við mat og ráð­gjöf sér­fræð­inga.

Matvælaráðuneytið svarar fyrir sig
Hvalveiðar Nýlegt álit umboðsmanns Alþingis kvað á um að stöðvun matvælaráðherra á hvalveiðum hafi ekki verið í samræmi við lög. Mynd: Arne Feuerhahn/Hard to Port

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt að frestun á hvalveiðum síðasta sumar hafi verið í samræmi við þær ráðleggingar sem ráðuneytinu bárust. Frestunin hafi verið í samræmi við mat og ráðgjöf sérfræðinga. „Fullyrðingar um annað eru rangar,“ segir í tilkynningu.

Reglugerðin sem bauð frestun á veiðunum tók gildi 20. júní 2023. Hafði þá álit fagráðs um velferð dýra nýlega verið birt. Í kjölfarið lögðu sérfræðingar ráðuneytisins það til í minnisblaði að sett yrði reglugerð til bráðabirgða um frestun upphafs veiða. „Stoð reglugerðarinnar er í lög um hvalveiðar sem heimilar ráðuneytinu að takmarka veiðar við ákveðinn tíma árs,“ segir í tilkynningu.

Segir ráðuneytið sig hafa verið upplýst um að frestunin gæti ratað á borð dómstóla eða umboðsmanns Alþingis. Engu að síður taldi það ekki vera forsendur fyrir því að bregðast ekki við skýrslu Matvælastofnunar og áliti fagráðsins um að fresta upphafi hvalveiða sumarið 2023. 

Kjósa
27
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hvalveiðar

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár