Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt að frestun á hvalveiðum síðasta sumar hafi verið í samræmi við þær ráðleggingar sem ráðuneytinu bárust. Frestunin hafi verið í samræmi við mat og ráðgjöf sérfræðinga. „Fullyrðingar um annað eru rangar,“ segir í tilkynningu.
Reglugerðin sem bauð frestun á veiðunum tók gildi 20. júní 2023. Hafði þá álit fagráðs um velferð dýra nýlega verið birt. Í kjölfarið lögðu sérfræðingar ráðuneytisins það til í minnisblaði að sett yrði reglugerð til bráðabirgða um frestun upphafs veiða. „Stoð reglugerðarinnar er í lög um hvalveiðar sem heimilar ráðuneytinu að takmarka veiðar við ákveðinn tíma árs,“ segir í tilkynningu.
Segir ráðuneytið sig hafa verið upplýst um að frestunin gæti ratað á borð dómstóla eða umboðsmanns Alþingis. Engu að síður taldi það ekki vera forsendur fyrir því að bregðast ekki við skýrslu Matvælastofnunar og áliti fagráðsins um að fresta upphafi hvalveiða sumarið 2023.
Athugasemdir