Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Matvælaráðuneytið svarar fyrir sig

Mat­væla­ráðu­neyt­ið sendi út til­kynn­ingu í dag þar sem ákvörð­un­in um frest­un hval­veiða síð­asta sum­ar er rök­studd. Seg­ir þar að ákvörð­un­in hafi ver­ið tek­in í sam­ræmi við mat og ráð­gjöf sér­fræð­inga.

Matvælaráðuneytið svarar fyrir sig
Hvalveiðar Nýlegt álit umboðsmanns Alþingis kvað á um að stöðvun matvælaráðherra á hvalveiðum hafi ekki verið í samræmi við lög. Mynd: Arne Feuerhahn/Hard to Port

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt að frestun á hvalveiðum síðasta sumar hafi verið í samræmi við þær ráðleggingar sem ráðuneytinu bárust. Frestunin hafi verið í samræmi við mat og ráðgjöf sérfræðinga. „Fullyrðingar um annað eru rangar,“ segir í tilkynningu.

Reglugerðin sem bauð frestun á veiðunum tók gildi 20. júní 2023. Hafði þá álit fagráðs um velferð dýra nýlega verið birt. Í kjölfarið lögðu sérfræðingar ráðuneytisins það til í minnisblaði að sett yrði reglugerð til bráðabirgða um frestun upphafs veiða. „Stoð reglugerðarinnar er í lög um hvalveiðar sem heimilar ráðuneytinu að takmarka veiðar við ákveðinn tíma árs,“ segir í tilkynningu.

Segir ráðuneytið sig hafa verið upplýst um að frestunin gæti ratað á borð dómstóla eða umboðsmanns Alþingis. Engu að síður taldi það ekki vera forsendur fyrir því að bregðast ekki við skýrslu Matvælastofnunar og áliti fagráðsins um að fresta upphafi hvalveiða sumarið 2023. 

Kjósa
27
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hvalveiðar

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár