Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Herdís Fjeldsted verður forstjóri Sýnar

Herdís Fjeldsted verður forstjóri Sýnar
Herdís Dröfn Fjeldsted var áður forstjóri Valitor.

Herdís Dröfn Fjeldsted hefur nú verið ráðin forstjóri Sýnar. Mun hún hefja þar störf þann 11. janúar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu.

Herdís var áður forstjóri Valitor en hún hefur einnig verið framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands. Herdís hefur setið í fjölda stjórna hjá ýmsum fyrirtækjum. Þeirra á meðal eru Arion banki, Icelandair Group, Icelandic Group og Promens. Herdís er viðskiptafræðingur að mennt með meistaragráðu í fjármálum frá HR.

Herdís tekur við af  Páli Ásgrímssyni, framkvæmdastjóra lögfræðisviðs Sýnar, sem hefur gegnt forstjórastarfinu tímabundið frá í haust. Tók hann við af Yngva Halldórssyni sem var forstjóri frá því síðla árs 2022. Páll mun nú aftur hverfa til síns fyrra starfs.

Herdís kveðst þakklát og full eftirvæntingar yfir nýja hlutverkinu, að því er kemur fram í tilkynningu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Þorsteinn V. Sigurðsson skrifaði
    Alltaf jafn hissa á að þetta fyrirtæki skuli vera á lífi með sýna háu taxta.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár