Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Herdís Fjeldsted verður forstjóri Sýnar

Herdís Fjeldsted verður forstjóri Sýnar
Herdís Dröfn Fjeldsted var áður forstjóri Valitor.

Herdís Dröfn Fjeldsted hefur nú verið ráðin forstjóri Sýnar. Mun hún hefja þar störf þann 11. janúar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu.

Herdís var áður forstjóri Valitor en hún hefur einnig verið framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands. Herdís hefur setið í fjölda stjórna hjá ýmsum fyrirtækjum. Þeirra á meðal eru Arion banki, Icelandair Group, Icelandic Group og Promens. Herdís er viðskiptafræðingur að mennt með meistaragráðu í fjármálum frá HR.

Herdís tekur við af  Páli Ásgrímssyni, framkvæmdastjóra lögfræðisviðs Sýnar, sem hefur gegnt forstjórastarfinu tímabundið frá í haust. Tók hann við af Yngva Halldórssyni sem var forstjóri frá því síðla árs 2022. Páll mun nú aftur hverfa til síns fyrra starfs.

Herdís kveðst þakklát og full eftirvæntingar yfir nýja hlutverkinu, að því er kemur fram í tilkynningu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Þorsteinn V. Sigurðsson skrifaði
    Alltaf jafn hissa á að þetta fyrirtæki skuli vera á lífi með sýna háu taxta.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Til Grænlands á gamalli eikarskútu
6
Vettvangur

Til Græn­lands á gam­alli eik­ar­skútu

Ittoqqortoormiit á aust­ur­strönd Græn­lands er eitt af­skekkt­asta þorp í heimi. Þang­að liggja eng­ir veg­ir og til að kom­ast í þorp­ið þarf að fljúga með þyrlu eða fara á snjó- eða hunda­sleð­um frá flug­vell­in­um sem er í 60 kíló­metra fjar­lægð. Yf­ir há­sumar­ið er hægt að sigla þang­að en Ittoqqortoormiit er við mynni Scor­es­bysunds sem er stærsta fjarða­kerfi í heim­in­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár