Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Lögreglan á Tenerife stöðvaði töskuflutning til Íslands

Far­þeg­ar Play og Icelanda­ir gripu í tómt eft­ir lend­ingu á Kefla­vík­ur­flug­velli í gær­kvöldi eft­ir að lög­regl­an á Teneri­fe stöðv­aði tösku­flutn­ing til Ís­lands. Far­þegi Play er ósátt­ur með upp­lýs­inga­leysi og veit ekki hvenær er von á tösk­un­um hans.

Lögreglan á Tenerife stöðvaði töskuflutning til Íslands
Farþegi í vélinni segir „Töskurnar fóru um borð í vélina en voru teknar út aftur.“ Mynd: Golli

Lögreglan á Tenerife stöðvaði í gærkvöldi töskuflutning með flugvélum á leið til Íslands. Ekki liggur nákvæm ástæða fyrir hvers vegna töskurnar fengu ekki að koma með. Samkvæmt farþega Play hafði töskunum verið ferjað um borð en síðan teknar út aftur.

Upplýsingafulltrúi Play, Birgir Olgeirsson, staðfestir í samtali við Heimildina að lögreglan á Tenerife hafi stöðvað töskuflutning hjá Play og Icelandair í gærkvöldi. „Við höfum ekki fengið alveg fullkomlega ástæðuna frá lögreglunni hvað þeir voru nákvæmlega ósáttir við,“ segir Birgir. Hann segir að lögreglan hafi stöðvað töskurnar hjá fjórum flugvélum en málið liggi hjá flugvellinum sjálfum þar sem lögreglan var ósátt við öryggisleitina á töskunum.

Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir við Heimildina að töskunum hafi verið haldið eftir á Tenerife vegna bilunar í öryggisleitarvélum flugvallarins. Það hafi orðið til þess að þær hafi ekki allar verið skimaðar áður en þær fóru í vélina.

Sá töskurnar fara um borð

Þorsteinn Frímann Guðmundsson, farþegi með flugvél Play, segir farþegana hafa beðið í flugvélinni í einn og hálfan tíma áður en hún lagði af stað til Íslands. Segist Þorsteinn hafa spurt áhöfnina hvers vegna vélin tafðist og fengið þær upplýsingar að þetta tengdist tollinum eða einhverju veseni með pappírana. 

„Flugstjórinn kom inn í flugvélina eftir þennan einn og hálfa tíma og segir að það eigi að fara að loka lúgunum og við séum vonandi bara að fara bráðum. Svo líða kannski tíu mínútur, korter áður en við förum af stað,“ segir Þorsteinn. Hann segir að annar farþegi hafi séð töskurnar ferjaðar inn í vélina. „Töskurnar fóru um borð í vélina en voru teknar út aftur,“ segir Þorsteinn. 

Vissi ekki að töskurnar hefðu orðið eftir

Þorsteinn segir að hann hafi ekki fengið neinar upplýsingar frá áhöfninni um að töskurnar yrðu skildar eftir á Tenerife. „Þegar við erum lent og erum komin út úr vélinni fær mágkona mín tölvupóst um það að töskurnar hafi orðið eftir á Tenerife og ekkert nánar.“ Hann segist enn fremur ekki vera búinn að fá neinar upplýsingar um hvenær hann fái töskurnar sínar aftur.

Upplýsingafulltrúi Play segir hins vegar við Heimildina að flugstjórinn hafi tilkynnt farþegum í fluginu að töskurnar yrðu skildar eftir. Hann segir töskurnar vera á leiðinni til Íslands í dag og verða keyrðar út á morgun. 

Þjófnaður úr töskum 

Í mars á þessu ári handtók lögreglan á Tenerife tvo starfsmenn sem unnu í töskuburði flugvallarins fyrir að stela úr töskum. Canarian Weekly birti frétt um það fyrr á árinu. Virðist þjófnaður úr ferðatöskum á þessum tiltekna flugvelli vera nokkuð umtalaður hér á landi en flugvöllurinn er fjölsóttur af Íslendingum.  

Fréttin hefur verið uppfærð með frekari upplýsingum frá almannatengli Play.

Kjósa
28
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • VSE
    Virgil Scheving Einarsson skrifaði
    Það geta verið margar skyringar a, td Eiturlyf þaug flæða her inn i Massavis aldrei hefur verið meira magn Eiturlyfja a Islandi en nu og þeir sem þar standa að Græða a ta og fingri. Lögreglu ber ekki skilda til að tja sig um Astæðu. En farangurinn kemur Ekki er við Flugfelög að sakast. Flugvelum er skilt að lenda a næsta Flugvelli sem nota ma, ef Yfirvöld krefjast þess og sækja folk um borð ef þess er krafist af viðkomandi lögreglu. Islendingar streima til Tenerife og sumir hafa Vetursetu. Lika Grasserar Vændi a Islandi þar eru erlendar Konur sem skipt er ut Vikulega.
    1
  • Grétar Reynisson skrifaði
    „hafði töskunum verið ferjað“ 😣
    Eruð þið farin að keppa við DV og Mbl. ?
    0
    • SSS
      Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
      @Grétar Reynisson
      Er það ekki að ferja þegar lítill dráttarvagn með nokkra ferjunarvagna í togi flytur „ferjar“ töskur frá fluvallarbygginguni að flugvélinni ?
      6
    • SÍF
      Sveinn í Felli skrifaði
      @Sigurjón Smári Sverrisson
      Þarna mætti standa "höfðu töskurnar verið ferjaðar um borð".
      4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Draumurinn um Grænland: „Make Greenland great again“
5
Erlent

Draum­ur­inn um Græn­land: „Make Green­land great again“

Fátt hef­ur vak­ið meiri at­hygli að und­an­förnu en yf­ir­lýs­ing­ar Don­alds Trump um Græn­land og áhuga hans á því að kom­ast þar til áhrifa, jafn­vel með hervaldi. „Make Green­land great again”, sagði for­set­inn til­von­andi í ræðu með stuðn­ings­fólki sínu. Trump er ekki fyrsti for­seti Banda­ríkj­anna sem hef­ur lýst áhuga á að ná yf­ir­ráð­um á Græn­landi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
5
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár