Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Hverjir vilja verða næsti forseti?

Þrír hafa til­kynnt um fram­boð sín til for­seta Ís­lands. Það eru þeir Ást­þór Magnús­son, Arn­ar Þór Jóns­son og Ax­el Pét­ur Ax­els­son. Aðr­ir segj­ast íhuga fram­boð. Á síð­ast­liðn­um dög­um hef­ur lif­andi um­ræða skap­ast um það hverj­ir gætu sóm­að sér vel á Bessa­stöð­um. Kosn­ing­arn­ar munu fara fram í sum­ar.

Hverjir vilja verða næsti forseti?
Tilkynning Í gær tilkynntu tveir um framboð sín til forseta Íslands. Mynd: Golli

Eftir að forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, tilkynnti á nýársdag að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri hafa þó nokkrir sýnt því áhuga að verða arftakar hans. Fréttamiðlar hafa líkt stöðunni við samkvæmisleik. Nokkur framboð hafa þegar verið kynnt og margir verið nefndir sem mögulegir eða eftirsóknarverðir frambjóðendur. 

Ástþór, Arnar Þór og Axel hafa tilkynnt framboð sín

Í gær, 3. janúar, tilkynnti athafnamaðurinn Ástþór Magnússon á framboðssíðu sinni að hann myndi bjóða sig aftur fram til embættisins. Er þetta í fimmta sinn síðan árið 1996 sem hann býður sig fram.

FrambjóðandiÁstþór bauð sig fram árin 1996, 2004 og 2016. Árin 2000 og 2012 voru framboð hans dæmd ógild. Það fyrra vegna of fárra meðmælenda, seinna vegna þess að ekki fékkst lögboðið vottorð yfirkjörstjórnar í Norð­vest­ur­kjör­dæmi.

Á kosningavef sínum varar Ástþór við mögulegri yfirvofandi heimsstyrjöld í ljósi þeirra stríðsátaka sem nú eru í Úkraínu og fyrir botni Miðjarðarhafs. „Íran gæti …

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • VSE
    Virgil Scheving Einarsson skrifaði
    Það er ekki Öll komin Fram enn. Þjoðin hefur ekki viljað Aðila fra Valhöll a Bessastaði
    Það kom i Ljos er Kristjan Eldjarn var kosin með Mikklum meirihluta.
    Er ekki komin timi a Konu i þetta sinn--- Nuverandi Forseti a Glæstan feril að Baki.
    Kristrún Frostadóttir, lifti Krötum a hærra Plan eins og Laxnes sagði eitt sinn.
    Þa var Utfararstjori krata a leið niður.
    Sjalfstæðisflokkur atti aðeins einu sinni att Forseta a Bessastöðum 1944 til 1952
    Yfir honum kvildi Dökkur skuggi. Nei vonandi fær Blaa Höndin ekki það Embætti.
    Kristrún Frostadóttir Þessi Glæsilega Kona mindi SOMA SER VEL ÞAR:
    0
    • Þorsteinn V. Sigurðsson skrifaði
      Kristrún verður upptekin við hreinsunarstörf á Alþingi
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár