Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Má þetta bara?“

„Þetta er svo­lít­ið villta vestr­ið,“ seg­ir fram­kvæmda­stjóri Neyt­enda­sam­tak­anna um skila­rétt og inn­eign­arnót­ur, sem eng­in lög gilda um. Þóra Atla­dótt­ir sætt­ist á inn­eign þeg­ar peysa sem hún ætl­aði að skipta var ekki til í réttri stærð en rak upp stór augu þeg­ar „GILD­IR EKKI Á ÚT­SÖLU“ var stimpl­að á inn­eign­arnót­una.

„Má þetta bara?“
Engin útsala Verslunareigendum er heimilt að meina handhöfum inneignarnóta að nýta þær á útsölum. „Kjánalegt,“ segir neytandi sem ætlaði að skipta peysu.

Að skila og skipta jólagjöfum hefur verið hluti af jólaversluninni í mörg ár og á því varð engin breyting þessi jólin. Þóra Atladóttir er í hópi fjölda fólks sem lagði leið sína í verslanir milli jóla og nýárs til að skipta gjöfum. Sonur hennar fékk peysu sem reyndist of lítil og fór Þóra í verslunina Smash Urban í þeirri von að fá rétta stærð en hún var ekki til. Niðurstaðan var því að fá inneign en þegar Þóra leit á inneignarnótuna rak hún upp stór augu. Á inneignarnótunni var stærðarinnar stimpill: „GILDIR EKKI Á ÚTSÖLU“. 

„Ég spyr hvort þetta sé ekki óvanalegt en fékk þau svör að svo væri ekki. En ég hlýt að geta ráðið því samt hvenær ég nota inneignina mína, er það ekki?“ segir Þóra í samtali við Heimildina. Hún vakti athygli á inneignarnótunni og stimplinum í Facebook-hópnum Vertu á verði - eftirlit með verðlagi þar sem hún birti mynd af inneignarnótunni og spurði einfaldlega: „Má þetta bara?“

Stutta svarið er já. Skilaréttur byggir á hefð frekar en lögum. „Ef vara er ógölluð áttu í raun ekki rétt á að skila henni, lögum samkvæmt. Það að þú megir skila vöru er hefð sem hefur skapast, þar af leiðandi eru engar reglur. En ef þú ert með gallaða vöru, þá eru lög sem gilda,“ segir Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna. „Þetta er svolítið villta vestrið.“

„Ég hlýt að geta ráðið því samt hvenær ég nota inneignina mína, er það ekki?“
spyr Þóra Árnadóttir
sem fær ekki að nota inneignarnótu á útsölu.

Reglur um skilarétt ekki bindandi

Alls konar vandamál hafa hins vegar fylgt skilaréttinum frá því að leiðbeinandi reglur voru settar um slíkan um aldamótin að sögn Brynhildar. „Það má segja að sumt sem þar var hafi náð að festa sig í sessi en þær eru flóknar og það er engin skylda að fara eftir þeim.“

Brynhildur PétursdóttirFramkvæmdastjóri Neytendasamtakanna segir alls konar vandamál hafa fylgt skilaréttinum frá því að leiðbeinandi reglur voru settar um slíkan um aldamótin.

Meðal reglna sem þá voru settar eru að ef útsala er hafin á neytandinn rétt á að fá fullt söluverð á inneignarnótu en seljandi hefur að sama skapi rétt til að meina neytanda að nota nótuna meðan á útsölu stendur. Ákveði neytandi að fá inneignarnótu eftir að útsala hefst og nýta nótuna á útsölunni hefur seljandi rétt til að setja útsöluverð á nótuna. „Við höfum ekki beinlínis verið að fetta fingur út í þetta, því þú færð fullt verð fyrir vöruna,“ segir Brynhildur. „En svo erum við á samkeppnismarkaði og þeir seljendur sem gera best við neytendur ættu auðvitað að njóta þess.“

Fyrirkomulagið er því ekki beinlínis ósanngjarnt að hennar mati. Ósanngjarnara væri ef Þóra hefði fengið útsöluverð peysunnar í formi inneignar, en hún fékk upprunalegt verð. „Þess vegna varð þessi regla til. Leyfið neytandanum að fá upphaflegt verð,“ segir Brynhildur. 

Útsölur flækja málin frekar

Verslunareigendur hafa því rétt á að meina neytendum að nýta inneignarnótu á útsölum. „Ef hún hefði komið með gamla inneignarnótu hefði það verið skrýtið. Maður hefði haldið að verslanir vilji koma vörunum út,“ segir Brynhildur um tilfelli Þóru. Vandinn, að mati Brynhildar, er falinn í því að útsölur hefjast nú fyrr en áður.

„Þetta var ekki vandamál þegar verslanir voru ekki að byrja með útsölur strax ofan í jól. Það flækir málin þarna. Okkur hefur fundist eðlilegt að það væru nokkrir dagar sem gefa fólki tækifæri til að skila og skipta. Það er ákveðið vandamál að verslanir séu svo æstar í að byrja útsölurnar og svo er þetta líka kapphlaup, það er varla hægt að gefa fólki tækifæri á að skila og skipta.“

Kjánalegt

Þóra segir reynsluna af búðarferðinni fyrst og fremst kjánalega. „Ekki það að ég sé að vonast til þess að græða á þessu, fá tvær peysur fyrir eina. Þarna er verið að binda hendur mínar og nota þessa gjöf mína í búðinni þó það sé ekki á mína ábyrgð að það sé útsala og verð lækkar.“

Þóra segir það eina í stöðunni að bíða þar til útsölunni er lokið. „Vonandi hækkar peysan ekki í verði, en það kæmi ekki á óvart miðað við hvernig verðbólgan er að haga sér. Þá er það auðvitað ömurlegt ef ég þarf að borga á milli.“

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
2
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár