Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Stór hluti kjósenda Vinstri grænna og Framsóknar telja að Bjarni hafi ekki axlað ábyrgð með afsögn

Næst­um sjö af hverj­um tíu kjós­end­um Vinstri grænna telja að formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins hafi alls ekki axl­að ábyrgð á Ís­lands­banka­söl­unni eða ein­ung­is gert það að litlu leyti. Sex af hverj­um tíu kjós­end­um Fram­sókn­ar eru sama sinn­is.

Stór hluti kjósenda Vinstri grænna og Framsóknar telja að Bjarni hafi ekki axlað ábyrgð með afsögn
Flókið Formenn ríkisstjórnarflokkanna tilkynntu um það á blaðamannafundi 14. október að þeir ætluðu sér að klára kjörtímabilið. Stór ágreiningsmál eru milli stjórnarflokkanna líkt og nýleg könnun Maskínu endurspeglar. Mynd: Golli

Mikill meirihluti landsmanna er á þeirri skoðun að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hafi ekki axlað tilhlýðilega ábyrgð á Íslandsbankasölunni með því að segja af sér embætti fjármála- og efnahagsráðherra, en taka svo samstundis við embætti utanríkisráðherra.

Í könnun sem Maskína gerði 19. til 27. desember kemur fram fram að um 50 prósent aðspurðra eru á þeirri skoðun að hann hafi alls ekki axlað þá ábyrgð sem honum bar og 22 prósent til viðbótar telja hann hafi einungis axlað ábyrgðina að litlu leyti. 

Það eru einungis kjósendur Sjálfstæðisflokksins sem telja að meirihluta að Bjarni hafi axlað ábyrgð með því að hafa stólaskipti við varaformann sinn, Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur, en 70 prósent þeirra eru á þeirri skoðun að hann hafi axlað ábyrgðina að öllu leyti eða hluta. Kjósendur annarra flokka eru á allt öðru máli. Meirihluti þeirra allra er á þeirri skoðun að Bjarni hafi ekki axlað ábyrgðina eins og vera skyldi. Þar með taldir eru kjósendur hinna stjórnarflokkanna tveggja, Vinstri grænna og Framsóknar. Alls 68 prósent kjósenda Vinstri grænna telja að Bjarni hafi annað hvort ekki axlað þá ábyrgð sem honum bar eða einungis gert það að litlu leyti. Um 59 prósent kjósenda Framsóknar eru sama sinnis. Þar af telur þriðjungur kjósenda Vinstri grænna að Bjarni hafi alls ekki axlað ábyrgð og 41 prósent kjósenda Framsóknar er sama sinnis.

Bjarni sagði af sér í október eftir að umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu að Bjarna hefði skort hæfi til að selja félagi föður síns hlut í ríkisbankanum í lokuðu útboði sem fór fram í mars 2022. Áður hafði Ríkisendurskoðun fellt áfelli yfir þætti Bankasýslu ríkisins í söluferlinu og Íslandsbanki játað margháttuð lögbrot við framkvæmd þess sem leiddi til metsektar og afsagnar ýmissa stjórnenda og stjórnarmanna í bankanum, þar á meðal Birnu Einarsdóttur bankastjóra. 

Lítil ánægja með Gaza og hvalveiðimálið

Maskína spurði líka um tvö önnur deilumál sem mikið hefur verið tekist á um. Annars vegar um afstöðu Íslands til þeirra atburða sem hafa átt, og eru að eiga, sér stað á Gaza og hins vegar framgöngu Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra í hvalveiðimálinu. 

Í fyrrnefnda málinu kom fram að 50 prósent aðspurðra voru ósáttir með opinbera afstöðu Íslands almennt varðandi Gaza en 23 prósent voru sáttir. 

Eini kjósendahópur stjórnmálaflokks á landinu sem var að meirihluta sáttur við afstöðu Íslands voru kjósendur Sjálfstæðisflokksins, en 51 prósent þeirra eru ánægðir með stefnuna. 

Hjá hinum tveimur stjórnarflokkunum eru fleiri ósáttir en sáttir. Í tilfelli Vinstri grænna sögðust 40 prósent vera ósátt við opinbera afstöðu Íslands almennt varðandi Gaza en 27 prósent voru sáttir. Innan kjósendahóps Framsóknar sögðust 42 prósent vera ósátt en 32 prósent sátt. 

Tæplega 52 prósent svarenda sögðust vera ósátt með Svandísi í hvalveiðimálinu, en hún bannaði hvalveiðar tímabundið í upphafi vertíðar og leyfði þær síðar aftur að ákveðnu skilyrðum uppfylltum. Mun færri, 23 prósent, eru ánægðir með hana í málinu. 

Griðarlegur munur er á skoðunum kjósenda stjórnarflokkanna á þessu deilumáli. Alls segjast 59 prósent kjósenda Vinstri grænna vera sátt með framgöngu Svandísar og 12 prósent segjast ósátt. Innan kjósendahóps Sjálfstæðisflokksins segjast einungis átta prósent vera sátt með framgöngu matvælaráðherra og 79 prósent eru ósátt. Staðan er litlu skárri á meðal Framsóknarmanna, en 12 prósent þeirra eru sáttir með Svandísi á meðan að 65 prósent eru ósáttir. 

Svarendur í könnuninni voru alls 1.212 talsins.

Kjósa
27
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ekkret mál að lækka verðbólgu lækka skatt á bensin og disel. það gerðu spánverjar í sumar og verðbolga féll um 3.5% , Hvers konar hávita erum við með í stjórn ?
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár