Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Stór hluti kjósenda Vinstri grænna og Framsóknar telja að Bjarni hafi ekki axlað ábyrgð með afsögn

Næst­um sjö af hverj­um tíu kjós­end­um Vinstri grænna telja að formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins hafi alls ekki axl­að ábyrgð á Ís­lands­banka­söl­unni eða ein­ung­is gert það að litlu leyti. Sex af hverj­um tíu kjós­end­um Fram­sókn­ar eru sama sinn­is.

Stór hluti kjósenda Vinstri grænna og Framsóknar telja að Bjarni hafi ekki axlað ábyrgð með afsögn
Flókið Formenn ríkisstjórnarflokkanna tilkynntu um það á blaðamannafundi 14. október að þeir ætluðu sér að klára kjörtímabilið. Stór ágreiningsmál eru milli stjórnarflokkanna líkt og nýleg könnun Maskínu endurspeglar. Mynd: Golli

Mikill meirihluti landsmanna er á þeirri skoðun að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hafi ekki axlað tilhlýðilega ábyrgð á Íslandsbankasölunni með því að segja af sér embætti fjármála- og efnahagsráðherra, en taka svo samstundis við embætti utanríkisráðherra.

Í könnun sem Maskína gerði 19. til 27. desember kemur fram fram að um 50 prósent aðspurðra eru á þeirri skoðun að hann hafi alls ekki axlað þá ábyrgð sem honum bar og 22 prósent til viðbótar telja hann hafi einungis axlað ábyrgðina að litlu leyti. 

Það eru einungis kjósendur Sjálfstæðisflokksins sem telja að meirihluta að Bjarni hafi axlað ábyrgð með því að hafa stólaskipti við varaformann sinn, Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur, en 70 prósent þeirra eru á þeirri skoðun að hann hafi axlað ábyrgðina að öllu leyti eða hluta. Kjósendur annarra flokka eru á allt öðru máli. Meirihluti þeirra allra er á þeirri skoðun að Bjarni hafi ekki axlað ábyrgðina eins og vera skyldi. Þar með taldir eru kjósendur hinna stjórnarflokkanna tveggja, Vinstri grænna og Framsóknar. Alls 68 prósent kjósenda Vinstri grænna telja að Bjarni hafi annað hvort ekki axlað þá ábyrgð sem honum bar eða einungis gert það að litlu leyti. Um 59 prósent kjósenda Framsóknar eru sama sinnis. Þar af telur þriðjungur kjósenda Vinstri grænna að Bjarni hafi alls ekki axlað ábyrgð og 41 prósent kjósenda Framsóknar er sama sinnis.

Bjarni sagði af sér í október eftir að umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu að Bjarna hefði skort hæfi til að selja félagi föður síns hlut í ríkisbankanum í lokuðu útboði sem fór fram í mars 2022. Áður hafði Ríkisendurskoðun fellt áfelli yfir þætti Bankasýslu ríkisins í söluferlinu og Íslandsbanki játað margháttuð lögbrot við framkvæmd þess sem leiddi til metsektar og afsagnar ýmissa stjórnenda og stjórnarmanna í bankanum, þar á meðal Birnu Einarsdóttur bankastjóra. 

Lítil ánægja með Gaza og hvalveiðimálið

Maskína spurði líka um tvö önnur deilumál sem mikið hefur verið tekist á um. Annars vegar um afstöðu Íslands til þeirra atburða sem hafa átt, og eru að eiga, sér stað á Gaza og hins vegar framgöngu Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra í hvalveiðimálinu. 

Í fyrrnefnda málinu kom fram að 50 prósent aðspurðra voru ósáttir með opinbera afstöðu Íslands almennt varðandi Gaza en 23 prósent voru sáttir. 

Eini kjósendahópur stjórnmálaflokks á landinu sem var að meirihluta sáttur við afstöðu Íslands voru kjósendur Sjálfstæðisflokksins, en 51 prósent þeirra eru ánægðir með stefnuna. 

Hjá hinum tveimur stjórnarflokkunum eru fleiri ósáttir en sáttir. Í tilfelli Vinstri grænna sögðust 40 prósent vera ósátt við opinbera afstöðu Íslands almennt varðandi Gaza en 27 prósent voru sáttir. Innan kjósendahóps Framsóknar sögðust 42 prósent vera ósátt en 32 prósent sátt. 

Tæplega 52 prósent svarenda sögðust vera ósátt með Svandísi í hvalveiðimálinu, en hún bannaði hvalveiðar tímabundið í upphafi vertíðar og leyfði þær síðar aftur að ákveðnu skilyrðum uppfylltum. Mun færri, 23 prósent, eru ánægðir með hana í málinu. 

Griðarlegur munur er á skoðunum kjósenda stjórnarflokkanna á þessu deilumáli. Alls segjast 59 prósent kjósenda Vinstri grænna vera sátt með framgöngu Svandísar og 12 prósent segjast ósátt. Innan kjósendahóps Sjálfstæðisflokksins segjast einungis átta prósent vera sátt með framgöngu matvælaráðherra og 79 prósent eru ósátt. Staðan er litlu skárri á meðal Framsóknarmanna, en 12 prósent þeirra eru sáttir með Svandísi á meðan að 65 prósent eru ósáttir. 

Svarendur í könnuninni voru alls 1.212 talsins.

Kjósa
27
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ekkret mál að lækka verðbólgu lækka skatt á bensin og disel. það gerðu spánverjar í sumar og verðbolga féll um 3.5% , Hvers konar hávita erum við með í stjórn ?
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár