Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Pútín segist „sjóðandi illur“ eftir árásir Úkraínu

Eft­ir að Úkraínu­menn svör­uðu árás­um á borg­um með loft­árás á Belg­orod seg­ist Vla­dimir Pútín vera bál­reið­ur.

Pútín segist „sjóðandi illur“ eftir árásir Úkraínu
Björgunaraðgerðir í Kýiv Fötluðum manni er bjargað úr sprengdri íbúðarblokk í Kýiv í dag, 2. janúar. Blokkin var ein skotmarka loftárása Rússlandshers í Kýiv og Karkív sem kostuðu 4 mannslíf í dag. Mynd: AFP

Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, segist vera „sjóðandi að innan“ vegna blóðugrar drónaárásar Úkraínuhers á borgina Belgorod í Rússlandi 30. desember. Árásin kostaði að minnsta kosti 24 lífið og særði rúmlega hundrað manns og er talin mannskæðasta árás á rússneskri grundu síðan að stríðið í Úkraínu hófst. Pútín boðaði aukna hörku í árásum á Úkraínu í staðinn þrátt fyrir að hann segðist ekki ætla sér að gera árásir á almenna borgara, í samtali við rússneska hermenn um ástandið í Belgorod, því á torgum Kýív væru „börn að leika sér og mæður með kerrur,“ samkvæmt rússneska ríkisfréttamiðlinum TASS. „Ég skil. Ég er sjálfur bálreiður,“ sagði Pútín.

Það sem forseti Rússlands tók ekki fram var að árás Úkraínuhers var sjálf sem svar við blóðugri dróna og loftárás Rússlandshers á Kýiv og aðrar borgir deginum áður þar sem allt að 39 manns létu lífið í Úkraínu og fjöldamargir særðust.

Volodymír Zelenskí, forseti Úkraínu, …

Kjósa
23
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÁGS
    Ásgeir Grétar Sigurðsson skrifaði
    Talibanar sigruðu bæði Rússa og Bandaríkin í Afganistan án aðstoðar! þ.e. hröktu þá heim. Úkraína er komin vel á veg með að sigra Rússa, þ.e. hrekja þá heim aftur, með þeirri aðstoð sem í boði er.
    1
  • HS
    Hjalti Sigurjónsson skrifaði
    Sagan á rússneska ríkismiðlinum TASS fyrir Vesturlönd: Pútín er fullur réttlátrar reiði yfir árásum Úkraínu á Belgorod. Pútín vill ekki skaða óbreytta borgara í Úkraínu.
    New York Times og fleiri: Birta söguna með myndum af eyðileggingu í úkraínskum borgum.
    Sannleikurinn: Ekkert bendir til að óbreyttir borgarar hafi farist í árás Úkraínu á Belgorod.
    Rússar fremja þjóðarmorð í Úkraínu. Þetta viðurkenna rússar sjálfir, stæra sig af og hvetja til meira af því sama ríkissjónvarpinu. Hér fyrir neðan, rússneskt áróðurssjónvarp með enskum texta. Rússar og stríðið með þeirra eigin orðum.

    https://youtu.be/CEDMbF-F4lo?si=Ak5sZPlMSuevPYlI
    1
  • Alexandra Briem skrifaði
    Hvaða djók er þetta? Að gera innrás í sjálfstætt ríki og rigna yfir það sprengjum mánuðum saman, en láta svo eins og hitt ríkið sé að byrja eitthvað ef það skýtur til baka?
    7
    • HS
      Hjalti Sigurjónsson skrifaði
      Meira en það, engar trúverðugar heimildir eru fyrir því nokkur óbreyttur borgari hafi farist í árás Úkraínu á Belgorod. Árásin gæti allt eins verið frá rússum, viljandi eða óviljandi. New York times og fleiri miðlar hafa birt myndir sem sagðar eru sýna eyðileggingu í Belgorod en eru í raun frá úkraínskum borgum.
      Svo eru það blaðamenn: "Rússar segja þetta, Úkraína segir hitt". Rússneskar og úkraínskar heimildir eru lagðar að jöfnu. Þegar það er vitað mál að allt sem kemur frá rússlandi er fals til að rugla fólk í ríminu. Sorgleg vinnubrögð.
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
5
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
6
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár