Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, segist vera „sjóðandi að innan“ vegna blóðugrar drónaárásar Úkraínuhers á borgina Belgorod í Rússlandi 30. desember. Árásin kostaði að minnsta kosti 24 lífið og særði rúmlega hundrað manns og er talin mannskæðasta árás á rússneskri grundu síðan að stríðið í Úkraínu hófst. Pútín boðaði aukna hörku í árásum á Úkraínu í staðinn þrátt fyrir að hann segðist ekki ætla sér að gera árásir á almenna borgara, í samtali við rússneska hermenn um ástandið í Belgorod, því á torgum Kýív væru „börn að leika sér og mæður með kerrur,“ samkvæmt rússneska ríkisfréttamiðlinum TASS. „Ég skil. Ég er sjálfur bálreiður,“ sagði Pútín.
Það sem forseti Rússlands tók ekki fram var að árás Úkraínuhers var sjálf sem svar við blóðugri dróna og loftárás Rússlandshers á Kýiv og aðrar borgir deginum áður þar sem allt að 39 manns létu lífið í Úkraínu og fjöldamargir særðust.
Volodymír Zelenskí, forseti Úkraínu, …
New York Times og fleiri: Birta söguna með myndum af eyðileggingu í úkraínskum borgum.
Sannleikurinn: Ekkert bendir til að óbreyttir borgarar hafi farist í árás Úkraínu á Belgorod.
Rússar fremja þjóðarmorð í Úkraínu. Þetta viðurkenna rússar sjálfir, stæra sig af og hvetja til meira af því sama ríkissjónvarpinu. Hér fyrir neðan, rússneskt áróðurssjónvarp með enskum texta. Rússar og stríðið með þeirra eigin orðum.
https://youtu.be/CEDMbF-F4lo?si=Ak5sZPlMSuevPYlI
Svo eru það blaðamenn: "Rússar segja þetta, Úkraína segir hitt". Rússneskar og úkraínskar heimildir eru lagðar að jöfnu. Þegar það er vitað mál að allt sem kemur frá rússlandi er fals til að rugla fólk í ríminu. Sorgleg vinnubrögð.