Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Strengdir þú þér áramótaheit?

Heim­ild­in spurði fólk á förn­um vegi hvort því hefði tek­ist að ná sín­um ára­móta­heit­um fyr­ir ár­ið 2023.

Blaðamaður Heimildarinnar fór á stúfana og spurði fólkið á götunni hvort því hefði tekist að ná sínum áramótaheitum vegna ársins sem er að líða. 

Viðmælendur áttu það sameiginlegt að muna illa eftir fyrri áramótaheitum en sumir þeirra ætla að strengja ný fyrir komandi ár. 

Í rannsókn frá Maskínu sem gerð var árið 2022 um áramótaheit kom fram að aðeins 15,7 prósent af þeim sem svöruðu könnuninni strengdu sér áramótaheit. Seinustu ár hafa á bilinu 19,4 prósent til 21,6 prósent strengt áramótaheit og því töluverð fækkun á þeim sem strengja sér áramótaheit.

Viðmælendur Heimildarinnar ætla ekki allir að strengja áramótaheit en þeir sem það gera ætla að verða betri útgáfa af sjálfum sér, vera duglegri í ræktinni og hætta að taka í vörina. 

Hvert verður þitt áramótaheit fyrir 2024? 

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár