Blaðamaður Heimildarinnar fór á stúfana og spurði fólkið á götunni hvort því hefði tekist að ná sínum áramótaheitum vegna ársins sem er að líða.
Viðmælendur áttu það sameiginlegt að muna illa eftir fyrri áramótaheitum en sumir þeirra ætla að strengja ný fyrir komandi ár.
Í rannsókn frá Maskínu sem gerð var árið 2022 um áramótaheit kom fram að aðeins 15,7 prósent af þeim sem svöruðu könnuninni strengdu sér áramótaheit. Seinustu ár hafa á bilinu 19,4 prósent til 21,6 prósent strengt áramótaheit og því töluverð fækkun á þeim sem strengja sér áramótaheit.
Viðmælendur Heimildarinnar ætla ekki allir að strengja áramótaheit en þeir sem það gera ætla að verða betri útgáfa af sjálfum sér, vera duglegri í ræktinni og hætta að taka í vörina.
Hvert verður þitt áramótaheit fyrir 2024?
Athugasemdir