Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Víðir „er orðinn mjög þreyttur“ og býst við erfiðu ári

Víð­ir Reyn­is­son, yf­ir­lög­reglu­þjónn al­manna­varna­deild­ar rík­is­lög­reglu­stjóra, glím­ir við eftir­köst covid-smits á sama tíma og hann stend­ur í stafni í við­brögð­um við nátt­úru­vá við Grinda­vík.

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, fer yfir viðburði ársins sem nú er að líða og spáir um framhaldið í viðtali við Aðalstein Kjartansson í nýjasta þætti Pressu. Mikið gekk á árið 2023 og Víðir gerir ráð fyrir því að næsta ár verði að sama skapi erilsamt.

„Við sjáum að það stafar hætta að þessum innviðum í Svartsengi. Þó við séum komin með varnargarða þá er ekki útlokað að það gjósi þar alveg ofan í og jafnvel innan garðanna,“ segir hann. Auk þess sé hætta á eldgosi í næsta nágrenni Grindavíkur enn fyrir hendi. 

„Þetta er búið að vera erfitt ár“

Víðir er orðinn þreyttur en segist hvergi hættur. „Ég er orðinn mjög þreyttur, viðurkenni það,“ segir hann. „Þetta er búið að vera erfitt ár að mörgu leyti. Ég var að fást við eftirköst af Covid og var sex vikur á Reykjalundi í haust.“ Víðir segir starfsþrek sitt vera minna en áður.

„Ég brenn fyrir öryggi og velferð fólks“
Víðir Reynisson
Yfirlögregluþjónn almannavarna hjá ríkislögreglustjóra

„En eldmóðurinn er þarna. Það er það sem heldur mér gangandi að ég brenn fyrir öryggi og velferð fólks,“ segir hann. Víðir reiknar með því að fylgja Reykjaneseldum eftir á meðan starfsævin endist, en enn er að minnsta kosti áratugur í að hann fari á eftirlaun.

Reiknar með erilsömu ári 2024

Spurður hvernig næsta ár horfi við honum segist Víðir erfitt að reikna með öðru en að það verði mjög erilsamt. „Við erum að sjá aukna öfga í veðrinu, við erum að sjá auknar skriður. Það er búin að vera snjóflóðahætta á Norðurlandi og Vestfjörðum og við gerum ekki ráð fyrir öðru en að það haldi áfram í vetur. Síðan mun Reykjanesið halda áfram – það er í gangi og verður í gangi.“

Kjósa
35
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Þorsteinn V. Sigurðsson skrifaði
    Víðir hefur staðið sig og ætti að minnka við sig alla þessa kannski óþarfa fundi .Alltof margir í þessu, eins og að það sé verið að stjórna gosum ......
    Ríkislögreglustj, almannavarnir , veðurstofa ,sveitastj og fl og fl. Og alltof mikil vinna lögð á björgunarsveitir þar sem menn eru að hætta að nenna þessu bulli.
    Of mikið kjaftæði og tímafrekt og svo boð og bönn.
    Látið gosið í friði og gerið eitthvað annað.
    -1
  • MGÁ
    Marteinn Gísli Árnason skrifaði
    Viðir,
    Þu ert buinn að
    standa þig ofboðslega vel en þu VERÐUR að hvila þig og þina aðstendur.
    Þetta veistu manna best.
    Gleðilegt nyar til þin og þinna
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Pressa

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
2
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.
Eini sjúkdómurinn sem kenndur er við Ísland
3
ViðtalME-faraldur

Eini sjúk­dóm­ur­inn sem kennd­ur er við Ís­land

„Þeg­ar hann sá pass­ann henn­ar hróp­aði hann upp yf­ir sig: Ice­land, Icelandic disea­se! og hún sagði hon­um að hún hefði sjálf veikst af sjúk­dómn­um,“ seg­ir Ósk­ar Þór Hall­dórs­son, sem skrif­aði bók um Ak­ur­eyr­ar­veik­ina þar sem ljósi er varp­að á al­var­leg eftir­köst veiru­sýk­inga. Áhugi vís­inda­manna á Ak­ur­eyr­ar­veik­inni sem geis­aði á miðri síð­ustu öld hef­ur ver­ið tölu­verð­ur eft­ir Covid-far­ald­ur­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár