Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Indó segist hafa sparað viðskiptavinum sínum 347 milljónir á árinu

Hauk­ur Skúla­son, fram­kvæmd­stjóri indó, seg­ir fyrsta starfs­ár spari­sjóðs­ins hafi far­ið framúr sín­um björt­ustu von­um. Hann seg­ir að sjóð­inn stefna á að bjóða upp á út­lán til ein­stak­linga snemma á nýju ári. Spari­sjóð­ur­inn hef­ur vax­ið hratt og tekju­mögu­leik­um fjölg­að.

Indó segist hafa sparað viðskiptavinum sínum 347 milljónir á árinu
Bjartsýnn Haukur Skúlason, framkvæmdstjóri indó, lítur björtum augum á næsta ár. Sjóðurinn gengur varlega til verks við fjölga vörum fyrir viðskiptavini sína. Mynd: Heiða Helgadóttir

Indó sparisjóður stefnir á að hefja útlánastarfsemi til einstaklinga snemma á nýju ári, að sögn Hauks Skúlasonar, framkvæmdastjóra indó. Í samtali við Heimildina segir Haukar þetta fyrsta starfsár hafa gengið vonum framar, „við höfðum svona ákveðnar væntingar og vonir, en við erum komin langt fram úr því sem við vonuðumst eftir.“ 

Í nýlegri fréttatilkynningu bankans er greint frá því að rúmlega 45.000 manns hafi stofnað reikning hjá indó á árinu og að samanlagt hafi viðskiptavinir bankans sparað 347 milljónir krónar með því að nota kort frá indó. Bankinn rukkar hvorki færslugjöld eða gjaldeyrisálag, sem bankinn nefnir „óþarfa bullgjöld.“

Spurður út í hvað sé framundan á nýju ári hjá indó segir Haukur að fyrri hluti ársins muni fara út í að útfæra útlánaþjónustu bankans. Hann leggur áherslu á að fyrirtækið vandi sig sem allra mest við að kynna til leiks nýja þjónustu fyrir viðskiptavini sína.

„Síðan erum við með allskonar skemmtilega hluti í pípunum. Það eru hlutir eins og sameiginlegir reikningar. Svo ætlum við að opna á aðgang fyrir einstaklinga undir 18 ára líka. Við ætlum að gera það svona með hætti sem hefur ekki sést áður á Íslandi, sem gerir það soldið skemmtilegt,“ segir Haukur. 

„Við erum alveg skýrt plan með það hvað við ætlum að gera næstu misserin. Áskorunin er að vanda sig í hverju skrefi ef við reynum að gera of mikið of hratt getur það skapað vandamál.“
Haukur Skúlason, framkvæmdastjóri indó

Mörg verkefni eru því fram undan og sjóðurinn áætlar að færa viðskiptavinum sínum fleiri þjónustumöguleika á næstu misserum. Þá bendir hann einnig á að fyrirtækið horfi gjarnan til væntinga og vilja viðskiptavina sinni við forgangsröðun og þróun á nýjum vörum. Til mynda sé sjóðurinn með hugmyndabanka á vefsíðu sinni.

Indó tók formlega til starfa 30. janúar á þessu ári og er fyrsti íslenski sparisjóðurinn sem hefur verið stofnaður frá 1991. Fyrirtækið ætlar sér að breyta íslensku bankakerfi og fara ótroðnar slóðir. Meðal annars með því að sleppa því að rukka óþarfa gjöld. Þá leggur sparisjóðurinn mikið upp úr gagnsæi og trausti milli sjóðsins og viðskiptavina hans. 

Sjóðurinn stækkar og tekjustraumum fjölgar

Upphaflega voru tekjustraumar indó af tvennu tagi. Annars vegar af ávöxtun af innlánum sem lögð voru inn á viðskiptareikningi hjá Seðlabanka Íslands. Hinn tekjustraumurinn var síðan af færslugjöldum sem söluaðili greiðir þegar tekið er við greiðslu frá Visa-korti indó. Á árinu hefur sjóðurinn stækkað og kjölfarið fært sig  aðra eignarhluta, sem hann hefur tekjur af.

„Til dæmis erum núna með ríkisvíxla og ríkisverðbréf sem við setjum fjármunina í. Svo náttúrulega þegar við förum að lána út til okkar viðskiptavina, þá fer hluti innlána viðskiptavina í það að lána öðrum viðskiptavinum,“ segir Haukur.    

Kjósa
46
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
5
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu