Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ætla ekki að fara að skiptast á ermahnöppum við fínt fólk í háhýsum

Indó ætl­ar að breyta ís­lensku banka­kerfi með því að bjóða ein­fald­ar vör­ur, sleppa því að rukka óþarfa gjöld og vera ekki fá­vit­ar.Ár­ang­ur­inn velti á því hvort fólk treysti því. Indó sé venju­legt fólk að tala við venju­legt fólk.

Í desember 2018 leit Hvítbók um íslenska fjármálakerfið dagsins ljós. Henni var ætlað að vera vegvísir fyrir framtíðargerð íslensks fjármálakerfis. Á meðal þess sem hópurinn sem vann verkið gerði var að láta framkvæma rannsókn á skoðun Íslendinga á bankakerfinu. 

Í nið­ur­stöðum hennar kom fram að þau þrjú orð sem flestum Íslend­ingum datt í hug til að lýsa banka­­kerf­inu á Íslandi voru háir vext­ir/­­dýrt/ok­­ur, glæp­a­­starf­­sem­i/­­spill­ing og græðgi. Þar á eftir komu orð eins og van­­traust, hrun og há laun/­­bón­us­­ar/eig­in­hags­muna­­semi. Öll voru þessi orð nefnd meira en nokk­­urt jákvætt sem var sagt um íslenska banka­­kerf­ið.

Í rann­­sókn­inni kom einnig fram að flestir Íslend­ingar ósk­uðu þess að banka­­kerfi fram­­tíðar yrði sann­­gjarnt og rétt­látt, traust, með góða þjón­ustu, hag­­kvæmt, heið­­ar­­legt, gagn­­sætt og fyrir almenn­ing.

Á svipuðum tíma voru tveir menn, Haukur Skúlason og Tryggvi Björn Davíðsson, að velta því fyrir sér að búa til fjármálafyrirtæki sem væri mun einfaldara, straumlínulagaðra og byggt á ólíkri …

Kjósa
34
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ES
    Eyjólfur Sturlaugsson skrifaði
    Kemur á óvart að fjárfestar í þessum "samfélags" sparisjóði séu að stórum hluta af sömu tegund og þeir sem arðræna okkur í öðrum bönkum. Verður þetta þá eitthvað öðruvísi banki - förum við ekki að lesa fréttir af arðgreiðslum í Indó eftir nokkur misseri?
    0
  • Tryggvi Þorsteinsson skrifaði
    Held ég hætti með þetta kort, sem ég fékk mér en nær ónotað enn, þegar ég frétti hverjir eru fjárfestar þarna m.a. fjölskylda Bjaran aðalbófa ríkisstjórnarinnar. Treysti ekki þesshátar fólki og ætla að halda mig við reiðufé og færa allt annað í LÍ sem enn er þó í okkar eigu þó BB hafi þar öll völd sem fjármálaráðherra sem vonandi verður ekki lengi enn.
    1
  • ÓÁ
    Óli Ágústsson skrifaði
    Þessi grein kom of seint. Búinn að fá indó kort. Ætla að bakka út úr því.
    Of mikið af hættulegu fólki í eigenda hópnum.
    3
  • BK
    Breki Karlsson skrifaði
    En kaflinn um fjárfestana eyðilagði áhuga minn á Indó.
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu