Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Við þurfum að bregðast strax við gervigreind

Spuna­greind­in hef­ur fært okk­ur skref­inu nær al­mennri gervi­greind. Mann­kyn­ið hef­ur nú get­ið af sér ólíf­ræna greind sem sjálf skar­ar fram úr mann­fólki á ýms­um svið­um. Til­vistarógn fyr­ir mann­kyn­ið er ein sviðs­mynd­anna, en öllu nær­tæk­ara eru áhrif á lýð­ræð­ið, rök­hugs­un og sið­ferði­lega ábyrgð ákvarð­ana­töku. Þá er mögu­leik­inn á mikl­um fram­förum sann­ar­lega fyr­ir hendi.

Við þurfum að bregðast strax við gervigreind
Manngervingar í örri þróun Stærsta samansafn menngervinga í heiminum varð til í Genf í Sviss 5. júlí síðastliðinn á ráðstefnunni Gervigreind til góðs (e. AI for Good Global Summit). Ráðstefnan var á vegum Sameinuðu þjóðanna og var markmiðið með henni að kortleggja leiðir til að virkja gervigreind til valdeflingar mannkyns en um leið hafa hemil á örri þróun hennar umfram getu fólks til að greina ógnir og tækifæri.

Stóraukin geta gervigreindar er það sem telst heimssögulega afdrifaríkast fyrir atburði og þróun ársins sem nú er komið að lokum. Þar var helsti bautasteinninn nýjasta útgáfa gervigreindar fyrirtækisins OpenAI, Chat-GPT 4, sem kom út í marsmánuði. Tæknigeta þessarar gervigreindar er byltingarkennd en hún er fær um að svara spurningum um öll heimsins efni, veita ráðleggingar og samantekt, skrifa ritgerðir og tölvukóða, segja sögur og útskýra af hverju brandarar séu fyndnir. Þessi nýjasta útgáfa tækninnar er nú þegar margfalt öflugri en forveri hennar, Chat-GPT 3.5, sem kom bara út á síðasta ári.

„Ég held að það hafi komið almenningi og okkur flestum í opna skjöldu, jafnvel í tækniheiminum líka,“ segir Páll Rafnar Þorsteinsson, heimspekingur og verkefnisstjóri við Siðfræðistofnun Háskóla Íslands, en Páll er meðal þeirra sem hafa verið að velta fyrir sér framþróun gervigreindartækni og hvernig sú þróun muni koma til með að snerta okkur sem samfélag og einstaklinga. „Það rann …

Kjósa
43
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár