Stóraukin geta gervigreindar er það sem telst heimssögulega afdrifaríkast fyrir atburði og þróun ársins sem nú er komið að lokum. Þar var helsti bautasteinninn nýjasta útgáfa gervigreindar fyrirtækisins OpenAI, Chat-GPT 4, sem kom út í marsmánuði. Tæknigeta þessarar gervigreindar er byltingarkennd en hún er fær um að svara spurningum um öll heimsins efni, veita ráðleggingar og samantekt, skrifa ritgerðir og tölvukóða, segja sögur og útskýra af hverju brandarar séu fyndnir. Þessi nýjasta útgáfa tækninnar er nú þegar margfalt öflugri en forveri hennar, Chat-GPT 3.5, sem kom bara út á síðasta ári.
„Ég held að það hafi komið almenningi og okkur flestum í opna skjöldu, jafnvel í tækniheiminum líka,“ segir Páll Rafnar Þorsteinsson, heimspekingur og verkefnisstjóri við Siðfræðistofnun Háskóla Íslands, en Páll er meðal þeirra sem hafa verið að velta fyrir sér framþróun gervigreindartækni og hvernig sú þróun muni koma til með að snerta okkur sem samfélag og einstaklinga. „Það rann …
Athugasemdir (2)