Við þurfum að bregðast strax við gervigreind

Spuna­greind­in hef­ur fært okk­ur skref­inu nær al­mennri gervi­greind. Mann­kyn­ið hef­ur nú get­ið af sér ólíf­ræna greind sem sjálf skar­ar fram úr mann­fólki á ýms­um svið­um. Til­vistarógn fyr­ir mann­kyn­ið er ein sviðs­mynd­anna, en öllu nær­tæk­ara eru áhrif á lýð­ræð­ið, rök­hugs­un og sið­ferði­lega ábyrgð ákvarð­ana­töku. Þá er mögu­leik­inn á mikl­um fram­förum sann­ar­lega fyr­ir hendi.

Við þurfum að bregðast strax við gervigreind
Manngervingar í örri þróun Stærsta samansafn menngervinga í heiminum varð til í Genf í Sviss 5. júlí síðastliðinn á ráðstefnunni Gervigreind til góðs (e. AI for Good Global Summit). Ráðstefnan var á vegum Sameinuðu þjóðanna og var markmiðið með henni að kortleggja leiðir til að virkja gervigreind til valdeflingar mannkyns en um leið hafa hemil á örri þróun hennar umfram getu fólks til að greina ógnir og tækifæri.

Stóraukin geta gervigreindar er það sem telst heimssögulega afdrifaríkast fyrir atburði og þróun ársins sem nú er komið að lokum. Þar var helsti bautasteinninn nýjasta útgáfa gervigreindar fyrirtækisins OpenAI, Chat-GPT 4, sem kom út í marsmánuði. Tæknigeta þessarar gervigreindar er byltingarkennd en hún er fær um að svara spurningum um öll heimsins efni, veita ráðleggingar og samantekt, skrifa ritgerðir og tölvukóða, segja sögur og útskýra af hverju brandarar séu fyndnir. Þessi nýjasta útgáfa tækninnar er nú þegar margfalt öflugri en forveri hennar, Chat-GPT 3.5, sem kom bara út á síðasta ári.

„Ég held að það hafi komið almenningi og okkur flestum í opna skjöldu, jafnvel í tækniheiminum líka,“ segir Páll Rafnar Þorsteinsson, heimspekingur og verkefnisstjóri við Siðfræðistofnun Háskóla Íslands, en Páll er meðal þeirra sem hafa verið að velta fyrir sér framþróun gervigreindartækni og hvernig sú þróun muni koma til með að snerta okkur sem samfélag og einstaklinga. „Það rann …

Kjósa
43
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
3
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár