Dómsmálaráðherra tekur áfengislögin til endurskoðunar á nýju ári

Í svari við fyr­ir­spurn Eyj­ólfs Ár­manns­son­ar, sem spurði út í af­stöðu dóms­mála­ráð­herra til net­versl­ana sem selja áfengi í smá­sölu, seg­ist ráð­herra ekki hafa beitt sér form­lega eða óform­lega í mála­flokkn­um. Þá seg­ir einnig að ráð­herra muni leggja fram frum­varp sem festi í lög heim­ild til vef­versl­ana um sölu á áfengi til neyt­enda.

Dómsmálaráðherra tekur áfengislögin til endurskoðunar á nýju ári
Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra mun leggja fram frumvarp til breytinga á áfengislögum á næsta ári sem mun heimila vefverslunum að selja áfengi í smásölu til neytanda. Mynd: Heiða Helgadóttir

Dómsmálaráðherra segir netverslanir sem selja áfengi starfa í skjóli lagalegs tómarúms. Núgildandi áfengislög endurspegli ekki þá þróun sem hefur átt sér stað, sérstaklega hvað varðar netverslun neysluhegðun landsmanna. Þetta kemur fram í svari Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra við fyrirspurn Eyjólfs Ármannssonar, þingmann flokks fólksins, sem birtist snemma í desember, en fyrirspurnin var send ráðherra í september. 

Í svarinu segir að ráðherra ætli sér að leggja fram frumvarp til breytinga á áfengislögum á nýju ári. Breytingarnar muni meðal annars festa í lög heimild til reksturs vefverslana með áfengi í smásölu. Þá kemur einnig fram í svari dómsmálaráðherra að frumvarpið hafi verið lagt fyrir ríkisstjórnina síðastliðinn vetur en það frumvarp hafi ekki „náð fram að ganga.“

Sala á áfengi í netverslunum hefur aukist undanfarin ár og aðilar sem bjóða upp slíka þjónustu hefur fjölgað sömuleiðis. Margir hafa eflaust orðið varir við auglýsingar frá slíkum fyrirtækjum yfir hátíðirnar þar sem skjótar heimsendingar og lengri …

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu