Dómsmálaráðherra segir netverslanir sem selja áfengi starfa í skjóli lagalegs tómarúms. Núgildandi áfengislög endurspegli ekki þá þróun sem hefur átt sér stað, sérstaklega hvað varðar netverslun neysluhegðun landsmanna. Þetta kemur fram í svari Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra við fyrirspurn Eyjólfs Ármannssonar, þingmann flokks fólksins, sem birtist snemma í desember, en fyrirspurnin var send ráðherra í september.
Í svarinu segir að ráðherra ætli sér að leggja fram frumvarp til breytinga á áfengislögum á nýju ári. Breytingarnar muni meðal annars festa í lög heimild til reksturs vefverslana með áfengi í smásölu. Þá kemur einnig fram í svari dómsmálaráðherra að frumvarpið hafi verið lagt fyrir ríkisstjórnina síðastliðinn vetur en það frumvarp hafi ekki „náð fram að ganga.“
Sala á áfengi í netverslunum hefur aukist undanfarin ár og aðilar sem bjóða upp slíka þjónustu hefur fjölgað sömuleiðis. Margir hafa eflaust orðið varir við auglýsingar frá slíkum fyrirtækjum yfir hátíðirnar þar sem skjótar heimsendingar og lengri …
Athugasemdir