Á aðfangadagskvöld var hinn 28 ára gamli Brian Gona handtekinn á leið sinni heim frá vinnu. Var hann í kjölfarið vistaður í fangageymslu og yfirheyrður fyrir að geta ekki framvísað skilríkjum.
Atvikinu er lýst í færslu sem Þórunn Helgadóttir, stjúpmóðir Brians, birti á samfélagsmiðlinum Facebook í gær. Þórunn segir lögregluna hafa ásakað Brian um lygar þegar hann sagði til nafns og kennitölu. Lögreglan hafi samþykkt að keyra Brian upp í Breiðholt til að skoða skilríki hans en hafi þó ekki gert það heldur keyrt hann á lögreglustöðina á Hlemmi.
Í færslunni er því lýst að lögregluþjónar hafi öskrað á hann og neitað Brian um bæði vatn og leyfi til að fara á klósettið meðan á handtökunni stóð. Síminn hafi verið tekinn af honum og Brian ekki fengið að hringja heim.
Lögregla hafi enn fremur ítrekað reynt að fá Brian til að samþykkja að hún fengi að fara heim til hans …
Hverra manna er þetta fólk sem setur svona lög?
"Lögreglan kannast ekki við að hafa handtekið mann fyrir það að vera þeldökkur"