Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Skinney-Þinganes kaupir olíuketil og bæjarráðið skorar á ríkið

Lands­virkj­un hef­ur til­kynnt um að skerða þurfi af­hend­ingu á víkj­andi orku til fiski­mjöls­verk­smiðja. Á með­al þeirra sem verða fyr­ir þeirri skerð­ingu, vegna þess að fyr­ir­tæk­ið hef­ur ekki keypt for­gangs­orku, er Skinn­ey-Þinga­nes. Það ætl­ar nú að kaupa ol­íu­ketil til að sjá verk­smiðju sinni fyr­ir vara­afli.

Skinney-Þinganes kaupir olíuketil og bæjarráðið skorar á ríkið
Verða fyrir skerðingu Skinney-Þinganes er á meðal þeirra fyrirtækja sem hafi ekki gert samning um kaup á forgangsorku. Útgerðin mun því verða fyrir skerðingu á afhentri orku.

Í nýlegri bókun bæjarráðs Hornafjarðar er skorað á stjórnvöld til þess að fara í aðgerðir til þess að tryggja næga raforku til notenda og koma í veg fyrir að aðilar neyðist til keyra starfsemi sína á innfluttri og mengandi orku.

Þá segir þar að í ljósi ástandsins hafi sjávarútvegsfyrirtækið Skinney-Þinganes, sem rekur meðal annars fiskmjöls verksmiðju á Höfn, verið knúið til þess að festa kaup á olíukatli til þess að sjá verksmiðjunni fyrir varaafli. Olíuketillinn er knúinn með díselolíu. 

Í bókuninni lýsir bæjarráð „furðu sinni og vonbrigðum með að við hér á landi séum komin í þá grafalvarlegu stöðu að fyrirtæki sem hafa fjárfest mikið og lagt metnað sinn í að reka sína framleiðslu á innlendum sjálfbærum orkugjöfum, sé nú sett í þá stöðu að þurfa að fjárfesta í tækjum sem framleiða orku og keyra á díselolíu.“ Þá segir að þessi þróun sé ekki í takt við loftslagsmarkmið íslenskra stjórnvalda. 

Kaupin á olíukatlinum koma í kjölfar tilkynningar Landsvirkjun um að skerða þyrfti afhendingu á víkjandi orku til fiskimjölsverksmiðja. Í þeirri tilkynningu er tekið sérstaklega fram að fiskimjölsframleiðendur sem hafa ekki gert samninga um kaup á forgangsorku muni verða fyrir áhrifum skerðingarinnar. 

Í frétt sem var birt á RÚV um málið kemur fram að Skinney-Þinganes sé á meðal þeirra fyrirtækja sem hafi ekki gert samning um kaup á forgangsorku. Þar er haft eftir Erlingi Brynjólfssyni, bræðslustjóra á Höfn, að tilkynningin hafi komið þeim á óvart og að skerðingin gæti ollið vandræðum ef loðna finnst í vetur.

Ítrekaðar skerðingar á afhendingu raforku

Landsvirkjun hefur á undanförnum árum þurft að grípa til þess ráðs í auknum mæli, að skerða afhendingu á orku til stórnotenda og smærri verksmiðja víða um land. Landsvirkjun tilkynnti fyrr í vikunni að skerða þurfi orku til stórnotenda á suðvesturhluta landsins vegna þurrka. Skerðingin tekur gildi í janúar á næsti ári  gæti staðið yfir til loka apríl. 

Í kjölfarið hafa orkumál verið mikið umræði þar sem deilt er nauðsyn þess að skammta  eða auka framboð á rafmagni. Þá benda sömuleiðis margir á að vandinn sé hægt leysa með því að bæta innviði sem snúa að afhendingu rafmagns.   

Margir hafa komið fram og lýst yfir neyðarástandi vegna brýns orkuskorts í landinu. Til að mynda sagði Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, í viðtali við RÚV í lok síðasta mánaðar, að ráðast verði tafarlaust í uppbyggingu til þess auka framboð á raforku til þess að leysa vandan. Tilefni ummælanna voru vegna frumvarps atvinnuveganefndar Alþingis til raforkulaga, sem hefur verið rædd á þingi í haust.

Lögin áttu meðal annars að tryggja almenningi og öðrum fyrirtækjum en stórnotendum raforku ef til skammtana kemur. Fjölmörg samtök og fyrirtæki hafa gagnrýnt frumvarpið og sent inn umsagnir. Meðal andmælenda eru stórnotendurnir Norðurál og Alcoa, hagsmunasamtök á borð við Samtök Iðnaðarins og Samtök Atvinnulífsins. Þá leggjast HS orka, Orka náttúrunnar og Veitur gegn frumvarpinu líka.

Þá hafa líka sumir gagnrýnt orðræðuna sem hefur skapast í kringum orkumálin og þá fullyrðingu að hér blasi við neyðarástand vegna skorts á raforku.

Til mynda sagði Björg Eva Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, í viðtali hjá RÚV að eftirspurn eftir orku verði ávallt mikil og hægt sé að selja hana endalaust. Staldra þurfi við að og hugsa um afleiðingarnar sem átak í að aukinni raforkuframleiðslu hefur á náttúru Íslands. 

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
1
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
Hitafundur þar sem kosið var gegn vantrauststillögu á hendur formanni
2
Fréttir

Hita­fund­ur þar sem kos­ið var gegn van­traust­stil­lögu á hend­ur for­manni

Mik­ill meiri­hluti greiddi at­kvæði gegn því að taka fyr­ir van­traust­til­lögu á hend­ur for­manns Blaða­manna­fé­lags Ís­lands á auka-að­al­fundi fé­lags­ins í gær, fjöl­menn­um hita­fundi. Laga­breyt­ing­ar­til­laga stjórn­ar um að af­nema at­kvæð­is­rétt líf­eyr­is­fé­laga var felld og sömu­leið­is til­laga um að hætta op­in­berri birt­ingu fé­laga­tals, þrátt fyr­ir efa­semd­ir um að slíkt stæð­ist per­sónu­vernd­ar­lög.
Tíu mánaða langri lögreglurannsókn á áhöfn Hugins VE lokið
7
FréttirVatnslögnin til Eyja

Tíu mán­aða langri lög­reglu­rann­sókn á áhöfn Hug­ins VE lok­ið

Karl Gauti Hjalta­son, lög­reglu­stjóri í Vest­manna­eyj­um, seg­ir að rann­sókn á því hvort skemmd­ir á vatns­lögn til Vest­manna­eyja megi rekja til refsi­verðs gá­leys­is sé lok­ið. Rann­sókn­in hef­ur stað­ið yf­ir síð­an í nóv­em­ber í fyrra og hef­ur ver­ið lögð fyr­ir ákæru­svið lög­reglu sem mun taka end­an­lega ákvörð­un um það hvort grun­að­ir í mál­inu verði sótt­ir til saka eð­ur ei.
Erlendu heilbrigðisstarfsfólki fjölgar hratt: „Við getum alls ekki án þeirra verið“
9
ÚttektInnflytjendurnir í framlínunni

Er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki fjölg­ar hratt: „Við get­um alls ekki án þeirra ver­ið“

Fólk sem kem­ur er­lend­is frá til þess að vinna í ís­lenska heil­brigðis­kerf­inu hef­ur margt hvert þurft að færa fórn­ir til þess að kom­ast hing­að. Tvær kon­ur sem Heim­ild­in ræddi við voru að­skild­ar frá börn­un­um sín­um um tíma á með­an þær komu und­ir sig fót­un­um hér. Hóp­ur er­lendra heil­brigð­is­starfs­manna fer stækk­andi og heil­brigðis­kerf­ið get­ur ekki án þeirra ver­ið, að sögn sér­fræð­ings í mannauðs­mál­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Engu munaði að stórslys yrði í Kötlujökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryllingsmynd“
4
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

Engu mun­aði að stór­slys yrði í Kötlu­jökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryll­ings­mynd“

Jón­as Weld­ing Jón­as­son, fyrr­ver­andi leið­sögu­mað­ur, forð­aði 16 við­skipta­vin­um sín­um naum­lega frá því að lenda und­ir mörg­um tonn­um af ís í ís­hella­ferð í Kötlu­jökli sum­ar­ið 2018. „Það hefði eng­inn lif­að þarna af ef við hefð­um ver­ið þarna leng­ur. Þetta sem hrundi voru tug­ir tonna." Hann seg­ir sumar­ið ekki rétta tím­ann til að fara inn í ís­hella, eins og ný­legt bana­slys á Breiða­merk­ur­jökli sýn­ir.
Indriði Þorláksson
7
AðsentHátekjulistinn 2024

Indriði Þorláksson

Há­tekju­list­inn og kvót­inn

Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki eru flest að formi til í eigu eign­ar­halds­fé­laga en eru ekki skráð beint á raun­veru­lega eig­end­ur. Megin­á­stæð­an er skatta­legt hag­ræði sem slík­um fé­lög­um er bú­ið og hef­ur ver­ið auk­ið á síð­ustu ára­tug­um. En tekju­verð­mæti hvers hund­raðs­hluta af kvót­an­um er nærri hálf­ur millj­arð­ur króna á ári.
Hafa reynt að lægja öldurnar og rætt við ungmenni sem vilja hefnd
10
Fréttir

Hafa reynt að lægja öld­urn­ar og rætt við ung­menni sem vilja hefnd

Fé­lag fanga hef­ur boð­ið stuðn­ing og þjón­ustu til ætt­ingja 16 ára pilts sem er í gæslu­varð­haldi á Hólms­heiði, grun­að­ur um hnífa­árás þar sem 17 ára stúlka lést af sár­um sín­um. Full­trú­ar fé­lags­ins hafa einnig rætt við ung­menni sem vilja hefnd og reynt að lægja öld­urn­ar. Hefndarað­gerð­ir gætu haft „hræði­leg­ar af­leið­ing­ar fyr­ir þá sem hefna og ekki síð­ur fyr­ir sam­fé­lag­ið," seg­ir Guð­mund­ur Ingi Þórodds­son, formað­ur Af­stöðu.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.
Fótboltamaðurinn sem ætlaði að verða pípari en endaði í neyðarskýlinu
7
ÚttektFólkið í neyðarskýlinu

Fót­bolta­mað­ur­inn sem ætl­aði að verða píp­ari en end­aði í neyð­ar­skýl­inu

Hann út­skrif­að­ist úr ís­lensku­námi frá Tækni­skól­an­um, var byrj­að­ur að æfa fót­bolta með Þrótti og að læra píp­ar­ann þeg­ar fót­un­um var kippt und­an hon­um. Hús­næð­ið var tek­ið af hon­um, heil­brigð­is­þjón­ust­an og vasa­pen­ing­arn­ir líka. Nú gist­ir hann á sófa vin­ar síns eða í neyð­ar­skýli Rauða kross­ins. Fram­tíð þess hef­ur ekki ver­ið tryggð.
Ætluðu til Ameríku en festust á Íslandi
8
ÚttektFólkið í neyðarskýlinu

Ætl­uðu til Am­er­íku en fest­ust á Ís­landi

Fyr­ir klukk­an tíu á morgn­anna pakka þeir fögg­um sín­um nið­ur og setja þær í geymslu. Þeir líta eft­ir lög­regl­unni og fara svo af stað út, sama hvernig viðr­ar. Þeir mæla göt­urn­ar til klukk­an fimm á dag­inn, þang­að til svefnstað­ur­inn opn­ar aft­ur. Til­vera þessa svefnstað­ar er ekki tryggð. Flosn­að hef­ur úr hópn­um sem þar sef­ur á síð­ustu mán­uð­um og líka bæst við.
Tveir ungir menn „settir á guð og gaddinn“  eftir alvarlegar líkamsárásir á Þjóðhátíð
9
Fréttir

Tveir ung­ir menn „sett­ir á guð og gadd­inn“ eft­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir á Þjóð­há­tíð

For­eldr­ar tveggja ungra manna sem urðu fyr­ir al­var­leg­um lík­ams­árás­um á Þjóð­há­tíð í Vest­manna­eyj­um segja að árás­irn­ar hafi ekki ver­ið skráð­ar í dag­bók lög­reglu. Fag­fólk á staðn­um hafi sett syni þeirra sem fengu þung höf­uð­högg og voru með mikla áverka „á guð og gadd­inn“ eft­ir að gert hafði ver­ið að sár­um þeirra í sjúkra­tjaldi. Sauma þurfti um 40 spor í and­lit ann­ars þeirra. Hinn nef- og enn­is­brotn­aði. Móð­ir ann­ars manns­ins hef­ur ósk­að eft­ir fundi með dóms­mála­ráð­herra vegna máls­ins.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu