Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Skinney-Þinganes kaupir olíuketil og bæjarráðið skorar á ríkið

Lands­virkj­un hef­ur til­kynnt um að skerða þurfi af­hend­ingu á víkj­andi orku til fiski­mjöls­verk­smiðja. Á með­al þeirra sem verða fyr­ir þeirri skerð­ingu, vegna þess að fyr­ir­tæk­ið hef­ur ekki keypt for­gangs­orku, er Skinn­ey-Þinga­nes. Það ætl­ar nú að kaupa ol­íu­ketil til að sjá verk­smiðju sinni fyr­ir vara­afli.

Skinney-Þinganes kaupir olíuketil og bæjarráðið skorar á ríkið
Verða fyrir skerðingu Skinney-Þinganes er á meðal þeirra fyrirtækja sem hafi ekki gert samning um kaup á forgangsorku. Útgerðin mun því verða fyrir skerðingu á afhentri orku.

Í nýlegri bókun bæjarráðs Hornafjarðar er skorað á stjórnvöld til þess að fara í aðgerðir til þess að tryggja næga raforku til notenda og koma í veg fyrir að aðilar neyðist til keyra starfsemi sína á innfluttri og mengandi orku.

Þá segir þar að í ljósi ástandsins hafi sjávarútvegsfyrirtækið Skinney-Þinganes, sem rekur meðal annars fiskmjöls verksmiðju á Höfn, verið knúið til þess að festa kaup á olíukatli til þess að sjá verksmiðjunni fyrir varaafli. Olíuketillinn er knúinn með díselolíu. 

Í bókuninni lýsir bæjarráð „furðu sinni og vonbrigðum með að við hér á landi séum komin í þá grafalvarlegu stöðu að fyrirtæki sem hafa fjárfest mikið og lagt metnað sinn í að reka sína framleiðslu á innlendum sjálfbærum orkugjöfum, sé nú sett í þá stöðu að þurfa að fjárfesta í tækjum sem framleiða orku og keyra á díselolíu.“ Þá segir að þessi þróun sé ekki í takt við loftslagsmarkmið íslenskra stjórnvalda. 

Kaupin á olíukatlinum koma í kjölfar tilkynningar Landsvirkjun um að skerða þyrfti afhendingu á víkjandi orku til fiskimjölsverksmiðja. Í þeirri tilkynningu er tekið sérstaklega fram að fiskimjölsframleiðendur sem hafa ekki gert samninga um kaup á forgangsorku muni verða fyrir áhrifum skerðingarinnar. 

Í frétt sem var birt á RÚV um málið kemur fram að Skinney-Þinganes sé á meðal þeirra fyrirtækja sem hafi ekki gert samning um kaup á forgangsorku. Þar er haft eftir Erlingi Brynjólfssyni, bræðslustjóra á Höfn, að tilkynningin hafi komið þeim á óvart og að skerðingin gæti ollið vandræðum ef loðna finnst í vetur.

Ítrekaðar skerðingar á afhendingu raforku

Landsvirkjun hefur á undanförnum árum þurft að grípa til þess ráðs í auknum mæli, að skerða afhendingu á orku til stórnotenda og smærri verksmiðja víða um land. Landsvirkjun tilkynnti fyrr í vikunni að skerða þurfi orku til stórnotenda á suðvesturhluta landsins vegna þurrka. Skerðingin tekur gildi í janúar á næsti ári  gæti staðið yfir til loka apríl. 

Í kjölfarið hafa orkumál verið mikið umræði þar sem deilt er nauðsyn þess að skammta  eða auka framboð á rafmagni. Þá benda sömuleiðis margir á að vandinn sé hægt leysa með því að bæta innviði sem snúa að afhendingu rafmagns.   

Margir hafa komið fram og lýst yfir neyðarástandi vegna brýns orkuskorts í landinu. Til að mynda sagði Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, í viðtali við RÚV í lok síðasta mánaðar, að ráðast verði tafarlaust í uppbyggingu til þess auka framboð á raforku til þess að leysa vandan. Tilefni ummælanna voru vegna frumvarps atvinnuveganefndar Alþingis til raforkulaga, sem hefur verið rædd á þingi í haust.

Lögin áttu meðal annars að tryggja almenningi og öðrum fyrirtækjum en stórnotendum raforku ef til skammtana kemur. Fjölmörg samtök og fyrirtæki hafa gagnrýnt frumvarpið og sent inn umsagnir. Meðal andmælenda eru stórnotendurnir Norðurál og Alcoa, hagsmunasamtök á borð við Samtök Iðnaðarins og Samtök Atvinnulífsins. Þá leggjast HS orka, Orka náttúrunnar og Veitur gegn frumvarpinu líka.

Þá hafa líka sumir gagnrýnt orðræðuna sem hefur skapast í kringum orkumálin og þá fullyrðingu að hér blasi við neyðarástand vegna skorts á raforku.

Til mynda sagði Björg Eva Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, í viðtali hjá RÚV að eftirspurn eftir orku verði ávallt mikil og hægt sé að selja hana endalaust. Staldra þurfi við að og hugsa um afleiðingarnar sem átak í að aukinni raforkuframleiðslu hefur á náttúru Íslands. 

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
1
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Veiktist í kjölfar morðhótana:„Ekki lengur óttalausa stúlkan með sterku röddina“
5
Viðtal

Veikt­ist í kjöl­far morð­hót­ana:„Ekki leng­ur ótta­lausa stúlk­an með sterku rödd­ina“

Najmo Fiya­sko Finn­boga­dótt­ir, ís­lensk-sómölsk bar­áttu­kona og fyrr­ver­andi sam­fé­lags­miðla­stjarna, hef­ur í kjöl­far ótal morð­hót­ana dreg­ið sig í hlé frá bar­átt­unni fyr­ir bætt­um rétt­ind­um stúlkna og kvenna í Sómal­íu. Najmo býr nú í Sómal­íu það­an sem hún flúði 13 ára göm­ul. Hún seg­ir að langvar­andi streita af völd­um ótta við hót­an­irn­ar hafi á end­an­um brot­ið hana nið­ur. „Ég tap­aði átt­um og vildi bara kom­ast heim til mömmu.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
2
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
5
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
4
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Júlía Margrét Alexandersdóttir
6
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár