Um miðjan september hélt venjuleg palestínsk fjölskylda á Gasasvæðinu upp á fimm ára afmæli einkasonarins. Þau settu upp litríkt veggskraut, lögðu á veglegt veisluborð og drengurinn fékk afmælishatt. Í myndbandi sem þau sendu fjölskylduföðurnum, sem var staddur á Íslandi, brostu dæturnar tvær og settu þumalinn upp í loft.
„Segðu hæ við pabba,“ sagði manneskjan á bak við myndavélina.
Drengurinn, í fangi móður sinnar, vinkaði: „Hæ pabbi.“
Tæpum mánuði síðar þurfti fjölskyldan, móðir með þrjú börn, að flýja heimili sitt. Það var skollið á stríð; miklu harðsvíraða en þau höfðu nokkru sinni séð áður. Fjölskyldufaðirinn: Majdi A. H. Abdaljawwad, var víðs fjarri. Hann hafði farið til Íslands mörgum mánuðum áður og fengið hér hæli. Ætlunin var að hann færi hingað fyrst þar sem þau áttu ekki fyrir því að fara öll. Svo ætlaði hann að fá fjölskyldu sína til sín. En hann hefði ekki getað ímyndað sér að hann fengi svo …
Það er ekki bara Ísraelsher að skjóta um þessar mundir, Hamas er líka með árásir á ísraelska borgara.
Og það gerir svo afskaplega erfitt að taka afstöðu í þessu máli. Eins lítið og ég get staðið undir ísraelskum fána get ég heldur ekki staðið undir þeim palestínska.
Stundum er maður bara hjálparvana gagnvart illskunni.