Fyrst og fremst var Anna Lea Friðriksdóttir, útgefandi og bóksali hjá Sölku, mjög fegin að það flæddu ekki inn bækur um Covid þetta árið. „Það er væntanlega ekkert leiðinlegra en að lesa um það, held ég, fyrir þá sem eru búin að upplifa það,“ segir hún og hlær áður en hún bætir við: „Þetta var alveg svakalega gott ljóðaár!“ Ljóðabækur hafi selst vel þetta árið „miðað við“ síðustu ár, það séu alltaf einhverjir sem leiti eftir þeim hjá henni en nú nokkuð margir og þá sér í lagi ungt fólk.
Annars segir hún mikla fjölbreytni hafa verið hvað varðar þemu bókanna en vissulega hafi margir höfundar tekist á við stór mál og nefnir hún sem dæmi Sigríði Hagalín og bók hennar Deus sem fjallar meðal annars um gervigreind og að „skáldsagan sé að hverfa“, eins og Anna orðar það, þar að auki hafi málefni hinsegin fólks verið áberandi eins …
Athugasemdir