Hjálparsími Rauða krossins 1717, hefur tekið á móti rúmlega 22 þúsund símtölum það sem af er ári. Er það um 18% aukning frá í fyrra þegar um 19 þúsund símtöl bárust. Talsmenn þjónustunnar segja að marktæk aukning hafi orðið á eftirspurn í þjónustu þeirra síðastliðna tvo mánuði. Enn fremur sé meira um þyngri mál en vanalega og vanlíðan virðist hafa aukist.
Sandra Björk Birgisdóttir, verkefnastjóri hjá Hjálparsíma Rauða krossins, segir að starfsfólk hafi tekið eftir aukningu á barnaverndarmálum, heimilisofbeldi og alvarlegum sjálfsvígshugsunum.
Miðað við árið í fyrra hefur samtölum tengdum barnaverndarmálum það sem af er ári fjölgað um 41% en sjálfsvígssamtölum um 23%. Aðeins minni aukning varð á símtölum vegna félagslegrar einangrunar en þeim fjölgaði um 18%.
Langur biðtími og erfiður árstími
Sandra segir enga eina augljósa ástæðu fyrir þessum aukna þunga símtala fyrir hendi. Sennilega sé um marga samverkandi þætti að ræða. Hún nefnir þó að mögulegur áhrifavaldur gæti …
Athugasemdir