Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Samkeppniseftirlitið telur Festi hafa framið alvarleg brot á lögum

Sam­kvæmt frummati Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins þá hef­ur Festi brot­ið al­var­lega gegn sátt sem fé­lag­ið gerði vegna samruna þess við N1 fyr­ir rúm­um fimm ár­um síð­an. Festi seg­ist enn þeirr­ar skoð­un­ar að fé­lag­ið hafi ekki brot­ið af sér og mun nýta and­mæla­rétt sinn.

Samkeppniseftirlitið telur Festi hafa framið alvarleg brot á lögum
Ekki sátt Ásta S. Fjeldsted stýrir Festi. Hún var þó ráðin í það starf í fyrra haust og var því ekki forstjóri þegar sáttin varð gerð sumarið 2018. Þá stýrði Eggert Þór Kristófersson Festi. Páll Gunnar Pálsson er forstjóri Samkeppniseftirlitsins.

Samkeppniseftirlitið hefur komist að þeirri niðurstöðu í frummati að Festi hf., eitt stærsta smásölufyrirtæki landsins, hafi brotið gegn ákvæðum sáttar sem félagið gerði við eftirlitið sumarið 2018, þegar N1 sameinaðist Festi. Það er mat eftirlitsins að brot Festi séu „alvarleg“. 

Eftir lokun markaða í gær barst Festi andmælaskjal frá Samkeppniseftirlitinu þar sem hin ætluðu brot voru framsett en rannsókn eftirlitsins á þeim hófst í desember 2020, og hefur því þegar staðið yfir í þrjú ár. 

Í tilkynningu sem Festi sendi til Kauphallar Íslands í morgun kemur fram að í andmælaskjalinu sé gerð grein fyrir því frummati Samkeppniseftirlitsins að Festi hafi í nokkrum liðum brotið gegn ákvæðum sáttar félagsins við eftirlitið sem gerð var 30. júlí 2018 vegna samruna N1 og Festi. Jafnframt sé vísað til ætlaðra brota gegn 19. og 17. grein samkeppnislaga. Sú fyrri fjallar um upplýsingaskyldu og sú síðari um skilyrði samruna.

Festi segir í tilkynningunni að andmælaskjalið feli „hvorki í sér stjórnvaldsákvörðun né er það á nokkurn hátt bindandi. Svo sem greinir í andmælaskjalinu er það ritað í þeim tilgangi að auðvelda Festi að nýta andmælarétt sinn samkvæmt stjórnsýslulögum og stuðla að því að rétt ákvörðun verði tekin í málinu.“

Þá sé því lýst að ef athugasemdir, skýringar eða ný gögn þykja gefa tilefni til, geti frummatið tekið breytingum. „Festi er enn þeirrar skoðunar að félagið hafi ekki brotið gegn ákvæðum sáttarinnar við SE og er vinna hafin við að bregðast við tilgreindu andmælaskjali og því frummati sem þar er lýst.“

Getur haft alvarlegar afleiðingar

Frummat Samkeppniseftirlitsins er, líkt og áður sagði, „ að meint brot Festi séu alvarleg og að til álita komi að beita viðurlögum á grundvelli 37. gr., 3. mgr. 17. gr. e. og 1. og 2. mgr. 16. gr. samkeppnislaga.“

Í þriðju málsgrein 17. greinar e. er heimild fyrir Samkeppniseftirlitið til að afturkalla ákvörðun um að heimila samruna ef ákvörðunin er byggð á röngum upplýsingum sem einhver samrunaaðila ber ábyrgð á eða þegar hún er fengin fram með blekkingum eða að hlutaðeigandi fyrirtæki brjóta gegn skilyrðum sem samruna hafa verið sett.

Í annarri málsgrein 16. greinar samkeppnislaga segir að aðgerðir Samkeppniseftirlitsins geti falið í sér hverjar þær ráðstafanir sem nauðsynlegar eru til að efla samkeppni, stöðva brot eða bregðast við athöfnum opinberra aðila sem kunna að hafa skaðleg áhrif á samkeppni. „Samkeppniseftirlitið getur beitt nauðsynlegum úrræðum bæði til breytingar á atferli og skipulagi vegna þeirra atriða sem tilgreind eru í 1. mgr. í réttu hlutfalli við það brot sem framið hefur verið eða þær aðstæður eða háttsemi sem um ræðir.] Þó er einungis heimilt að beita úrræðum til breytingar á skipulagi ef sýnt þykir að ekki sé fyrir hendi árangursríkt úrræði til breytingar á atferli eða þar sem jafnárangursríkt úrræði til breytingar á atferli væri meira íþyngjandi fyrir hlutaðeigandi aðila en úrræði til breytingar á skipulagi.“

Áttu að selja frá sér ýmsar eignir

Umrædd sátt var undirrituð síðla árs 2018. Hún heim­il­aði Festi, sem rak Krón­una og fleiri mat­vöru­versl­an­ir, Elko og vöru­hót­elið Bakk­ann að sam­ein­ast eld­neyt­is­ris­anum N1. Í sátt­inni fólst meðal ann­ars að selja átti fimm sjálfs­af­greiðslu­stöðvar til nýrra, óháðra aðila á elds­neyt­is­mark­aði. Um var að ræða þrjár sjálfs­af­greiðslu­stöðvar undir merkjum Dæl­unnar við Fells­múla og Staldrið í Reykja­vík og Hæðarsmára 8 í Kópa­vogi, og tvær stöðvar undir merkjum N1 við Salaveg í Kópa­vogi og Vatna­garða í Reykja­vík. Þá átti sam­einað félag að selja verslun Kjar­vals á Hellu ásamt verslun Krónunnar í Nóatúni. 

Festi seldi bens­ín­stöðv­arnar fimm til Ein­ars Arnar Ólafs­son­ar, fyrr­ver­andi for­stjóra Skelj­ungs og umsvifa­mik­ils fjár­fest­is, og hann seldi þær síðar áfram til Skelj­ungs, sem í dag heyrir undir SKEL fjárfestingafélag. Samkaup keypti verslanirnar á Hellu og í Nóatúni. 

Sérstakur óháður kunnáttumaður, lögmaðurinn Lúðvík Bergvinsson, var skipaður til að hafa eftirlit með því að skilyrðum sáttar Festar við Samkeppniseftirlitið yrði fylgt eftir. Hann átti að ljúka störfum í lok ágúst í ár. Kostnaður vegna kunnáttumannsins var umtalsverður fyrstu árin eftir skipun hans en fór svo hratt lækkandi. Í sumarlok í fyrra var hann alls kominn upp í 61 milljón króna en á fyrstu átta mánuðum ársins 2022 hafði hann einungis verið tæplega 2,6 milljónir króna. 

Kjósa
28
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jóhannes Baldvinsson skrifaði
    Einar Örn, Skel, Jón Ásgeir! Það er ekkert víst að þarna séu brögð og blekkingar að baki. Festi bara saklaust fórnarlamb......
    1
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    ,,Kunnáttumaðurinn" fékk milljónir í laun, er þá ekki allt gott ?
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Kýs svo ekki verði farið með dæturnar eins og föður þeirra
3
FréttirUm hvað er kosið?

Kýs svo ekki verði far­ið með dæt­urn­ar eins og föð­ur þeirra

Þrátt fyr­ir að hafa ver­ið ís­lensk­ur rík­is­borg­ari í 12 ár hef­ur Patience Afrah Antwi ein­ung­is einu sinni kos­ið hér á landi. Nú ætl­ar hún að ganga að kjör­kass­an­um fyr­ir dæt­ur sín­ar. Mæðg­urn­ar hafa mætt for­dóm­um og seg­ist Patience upp­lifa sig sem fjórða flokks vegna brúns húðlitar. Hún fann skýrt fyr­ir því þeg­ar eig­in­mað­ur henn­ar, og fað­ir stúlkn­anna, veikt­ist al­var­lega fyr­ir sjö ár­um síð­an. Hann lést í fyrra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár