Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Samkeppniseftirlitið telur Festi hafa framið alvarleg brot á lögum

Sam­kvæmt frummati Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins þá hef­ur Festi brot­ið al­var­lega gegn sátt sem fé­lag­ið gerði vegna samruna þess við N1 fyr­ir rúm­um fimm ár­um síð­an. Festi seg­ist enn þeirr­ar skoð­un­ar að fé­lag­ið hafi ekki brot­ið af sér og mun nýta and­mæla­rétt sinn.

Samkeppniseftirlitið telur Festi hafa framið alvarleg brot á lögum
Ekki sátt Ásta S. Fjeldsted stýrir Festi. Hún var þó ráðin í það starf í fyrra haust og var því ekki forstjóri þegar sáttin varð gerð sumarið 2018. Þá stýrði Eggert Þór Kristófersson Festi. Páll Gunnar Pálsson er forstjóri Samkeppniseftirlitsins.

Samkeppniseftirlitið hefur komist að þeirri niðurstöðu í frummati að Festi hf., eitt stærsta smásölufyrirtæki landsins, hafi brotið gegn ákvæðum sáttar sem félagið gerði við eftirlitið sumarið 2018, þegar N1 sameinaðist Festi. Það er mat eftirlitsins að brot Festi séu „alvarleg“. 

Eftir lokun markaða í gær barst Festi andmælaskjal frá Samkeppniseftirlitinu þar sem hin ætluðu brot voru framsett en rannsókn eftirlitsins á þeim hófst í desember 2020, og hefur því þegar staðið yfir í þrjú ár. 

Í tilkynningu sem Festi sendi til Kauphallar Íslands í morgun kemur fram að í andmælaskjalinu sé gerð grein fyrir því frummati Samkeppniseftirlitsins að Festi hafi í nokkrum liðum brotið gegn ákvæðum sáttar félagsins við eftirlitið sem gerð var 30. júlí 2018 vegna samruna N1 og Festi. Jafnframt sé vísað til ætlaðra brota gegn 19. og 17. grein samkeppnislaga. Sú fyrri fjallar um upplýsingaskyldu og sú síðari um skilyrði samruna.

Festi segir í tilkynningunni að andmælaskjalið feli „hvorki í sér stjórnvaldsákvörðun né er það á nokkurn hátt bindandi. Svo sem greinir í andmælaskjalinu er það ritað í þeim tilgangi að auðvelda Festi að nýta andmælarétt sinn samkvæmt stjórnsýslulögum og stuðla að því að rétt ákvörðun verði tekin í málinu.“

Þá sé því lýst að ef athugasemdir, skýringar eða ný gögn þykja gefa tilefni til, geti frummatið tekið breytingum. „Festi er enn þeirrar skoðunar að félagið hafi ekki brotið gegn ákvæðum sáttarinnar við SE og er vinna hafin við að bregðast við tilgreindu andmælaskjali og því frummati sem þar er lýst.“

Getur haft alvarlegar afleiðingar

Frummat Samkeppniseftirlitsins er, líkt og áður sagði, „ að meint brot Festi séu alvarleg og að til álita komi að beita viðurlögum á grundvelli 37. gr., 3. mgr. 17. gr. e. og 1. og 2. mgr. 16. gr. samkeppnislaga.“

Í þriðju málsgrein 17. greinar e. er heimild fyrir Samkeppniseftirlitið til að afturkalla ákvörðun um að heimila samruna ef ákvörðunin er byggð á röngum upplýsingum sem einhver samrunaaðila ber ábyrgð á eða þegar hún er fengin fram með blekkingum eða að hlutaðeigandi fyrirtæki brjóta gegn skilyrðum sem samruna hafa verið sett.

Í annarri málsgrein 16. greinar samkeppnislaga segir að aðgerðir Samkeppniseftirlitsins geti falið í sér hverjar þær ráðstafanir sem nauðsynlegar eru til að efla samkeppni, stöðva brot eða bregðast við athöfnum opinberra aðila sem kunna að hafa skaðleg áhrif á samkeppni. „Samkeppniseftirlitið getur beitt nauðsynlegum úrræðum bæði til breytingar á atferli og skipulagi vegna þeirra atriða sem tilgreind eru í 1. mgr. í réttu hlutfalli við það brot sem framið hefur verið eða þær aðstæður eða háttsemi sem um ræðir.] Þó er einungis heimilt að beita úrræðum til breytingar á skipulagi ef sýnt þykir að ekki sé fyrir hendi árangursríkt úrræði til breytingar á atferli eða þar sem jafnárangursríkt úrræði til breytingar á atferli væri meira íþyngjandi fyrir hlutaðeigandi aðila en úrræði til breytingar á skipulagi.“

Áttu að selja frá sér ýmsar eignir

Umrædd sátt var undirrituð síðla árs 2018. Hún heim­il­aði Festi, sem rak Krón­una og fleiri mat­vöru­versl­an­ir, Elko og vöru­hót­elið Bakk­ann að sam­ein­ast eld­neyt­is­ris­anum N1. Í sátt­inni fólst meðal ann­ars að selja átti fimm sjálfs­af­greiðslu­stöðvar til nýrra, óháðra aðila á elds­neyt­is­mark­aði. Um var að ræða þrjár sjálfs­af­greiðslu­stöðvar undir merkjum Dæl­unnar við Fells­múla og Staldrið í Reykja­vík og Hæðarsmára 8 í Kópa­vogi, og tvær stöðvar undir merkjum N1 við Salaveg í Kópa­vogi og Vatna­garða í Reykja­vík. Þá átti sam­einað félag að selja verslun Kjar­vals á Hellu ásamt verslun Krónunnar í Nóatúni. 

Festi seldi bens­ín­stöðv­arnar fimm til Ein­ars Arnar Ólafs­son­ar, fyrr­ver­andi for­stjóra Skelj­ungs og umsvifa­mik­ils fjár­fest­is, og hann seldi þær síðar áfram til Skelj­ungs, sem í dag heyrir undir SKEL fjárfestingafélag. Samkaup keypti verslanirnar á Hellu og í Nóatúni. 

Sérstakur óháður kunnáttumaður, lögmaðurinn Lúðvík Bergvinsson, var skipaður til að hafa eftirlit með því að skilyrðum sáttar Festar við Samkeppniseftirlitið yrði fylgt eftir. Hann átti að ljúka störfum í lok ágúst í ár. Kostnaður vegna kunnáttumannsins var umtalsverður fyrstu árin eftir skipun hans en fór svo hratt lækkandi. Í sumarlok í fyrra var hann alls kominn upp í 61 milljón króna en á fyrstu átta mánuðum ársins 2022 hafði hann einungis verið tæplega 2,6 milljónir króna. 

Kjósa
28
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jóhannes Baldvinsson skrifaði
    Einar Örn, Skel, Jón Ásgeir! Það er ekkert víst að þarna séu brögð og blekkingar að baki. Festi bara saklaust fórnarlamb......
    1
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    ,,Kunnáttumaðurinn" fékk milljónir í laun, er þá ekki allt gott ?
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég þekki hana ekki öðruvísi en sem stelpu“
7
ViðtalBörnin okkar

„Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu“

Jón Ein­ars­son er fað­ir trans stúlku sem í leik­skóla vildi leika sér með stelpu­dót og klæð­ast kjól­um. Nafni henn­ar var breytt í Þjóð­skrá þeg­ar hún var átta ára og í dag er hún 12 ára. „Ef hún væri að koma út sem trans í dag, 12 ára göm­ul, þá væri þetta eðli­lega meira sjokk fyr­ir okk­ur. Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu,“ seg­ir Jón um dótt­ur sína.
Andrúmsloftinu sama hvort koltvíoxíð losni á Ítalíu eða Íslandi
8
FréttirLoftslagsvá

And­rúms­loft­inu sama hvort kolt­víoxíð losni á Ítal­íu eða Ís­landi

Ál­ver­in á Ís­landi losa jafn­mik­ið af gróð­ur­húsaloft­teg­und­um og vega­sam­göng­ur og fiski­skipa­flot­inn sam­an­lagt. Það er hins veg­ar „lít­ið að frétta“ af að­ferð­um sem minnka þá los­un, seg­ir sér­fræð­ing­ur hjá Um­hverf­is­stofn­un. En senn fer að þrengja að mögu­leik­um til kaupa á los­un­ar­heim­ild­um. Og sam­hliða eykst þrýst­ing­ur á að bregð­ast við.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
2
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
Lögmaður konunnar segir lögregluna fara með ósannindi
3
Fréttir

Lög­mað­ur kon­unn­ar seg­ir lög­regl­una fara með ósann­indi

Lög­mað­ur konu sem var til rann­sókn­ar vegna meintr­ar byrlun­ar, af­rit­un­ar á upp­lýs­ing­um af síma og dreif­ingu á kyn­ferð­is­legu mynd­efni seg­ir ým­is­legt hrein­lega ósatt í yf­ir­lýs­ingu sem lög­regl­an birti á Face­book­síðu sinni í til­efni af nið­ur­fell­ingu máls­ins. „Lög­regl­an er þarna að breiða yf­ir eig­in klúð­ur, eig­in mis­tök,“ seg­ir hann og kall­ar eft­ir op­in­berri rann­sókn á vinnu­brögð­um lög­regl­unn­ar.
Dóttirin neyðist til að hitta geranda sinn í skólanum: „Við erum dauðhrædd um að missa hana“
5
Fréttir

Dótt­ir­in neyð­ist til að hitta ger­anda sinn í skól­an­um: „Við er­um dauð­hrædd um að missa hana“

Kristjana Gísla­dótt­ir, móð­ir tæp­lega 14 ára stúlku, seg­ir að sam­nem­andi dótt­ur henn­ar hafi brot­ið á henni kyn­ferð­is­lega í grunn­skóla þeirra í vor og að barna­vernd Kópa­vogs hafi ekki tal­ið ástæðu til að kanna mál­ið. Kristjönu þyk­ir Snæ­lands­skóli ekki koma til móts við dótt­ur henn­ar, sem þol­ir ekki að hitta dreng­inn dag­lega, og get­ur því ekki mætt til skóla.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
4
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
7
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
8
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu