Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Sífellt fleiri Íslendingar kvíða jólunum

Þeir sem hafa mest á milli hand­anna, og kjósa Vinstri græn, Sjálf­stæð­is­flokk eða Við­reisn, hlakka mest til jól­anna. Um þriðj­ung­ur þeirra sem til­heyra lægsta tekju­hópi lands­manna segj­ast hins veg­ar kvíða þeim.

Sífellt fleiri Íslendingar kvíða jólunum
Fleiri kvíðin Hærra hlutfall fólks kvíðir jólunum nú en síðustu ár. Mynd: Golli Mynd: Golli

Alls segjast 15,3 prósent landsmanna kvíða jólunum, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Það er hærra hlutfall en í fyrra, þegar 13,7 prósent voru á þeirri skoðun, og tvisvar sinnum fleiri en í desember 2019, þegar 7,5 prósent sögðust kvíða jólunum. 

Að sama skapi fækkaði þeim umtalsvert milli ára sem kvíða jólunum lítið eða ekkert. Tæplega tveir af hverjum þremur, nánar tiltekið 64,4 prósent, eru á þeirri skoðun nú en í desember 2022 var hlutfall þeirra 71,3 prósent. Þetta er í fyrsta sinn sem hlutfall þeirra sem kvíða jólunum lítið fer undir 70 prósent markið í könnunum Maskínu, sem ná aftur til ársins 2015. Í aðdraganda jóla 2015 til 2019 var hlutfall þeirra sem kviðu jólunum lítið eða ekkert í kringum 80 prósent. 

Eðlilegt er að setja þessa stöðu í samhengi við efnahagsástandið, en kaupmáttur ráðstöfunartekna, það sem fæst fyrir þá peninga sem eru eftir í veskinu um mánaðamót, hefur nú …

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
6
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu