Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Sífellt fleiri Íslendingar kvíða jólunum

Þeir sem hafa mest á milli hand­anna, og kjósa Vinstri græn, Sjálf­stæð­is­flokk eða Við­reisn, hlakka mest til jól­anna. Um þriðj­ung­ur þeirra sem til­heyra lægsta tekju­hópi lands­manna segj­ast hins veg­ar kvíða þeim.

Sífellt fleiri Íslendingar kvíða jólunum
Fleiri kvíðin Hærra hlutfall fólks kvíðir jólunum nú en síðustu ár. Mynd: Golli Mynd: Golli

Alls segjast 15,3 prósent landsmanna kvíða jólunum, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Það er hærra hlutfall en í fyrra, þegar 13,7 prósent voru á þeirri skoðun, og tvisvar sinnum fleiri en í desember 2019, þegar 7,5 prósent sögðust kvíða jólunum. 

Að sama skapi fækkaði þeim umtalsvert milli ára sem kvíða jólunum lítið eða ekkert. Tæplega tveir af hverjum þremur, nánar tiltekið 64,4 prósent, eru á þeirri skoðun nú en í desember 2022 var hlutfall þeirra 71,3 prósent. Þetta er í fyrsta sinn sem hlutfall þeirra sem kvíða jólunum lítið fer undir 70 prósent markið í könnunum Maskínu, sem ná aftur til ársins 2015. Í aðdraganda jóla 2015 til 2019 var hlutfall þeirra sem kviðu jólunum lítið eða ekkert í kringum 80 prósent. 

Eðlilegt er að setja þessa stöðu í samhengi við efnahagsástandið, en kaupmáttur ráðstöfunartekna, það sem fæst fyrir þá peninga sem eru eftir í veskinu um mánaðamót, hefur nú …

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár