Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Verðlagseftirlit sett í hendur neytenda

Prís, nýtt smá­for­rit gegn verð­bólg­unni, kom út í síð­ustu viku og er ætl­að til verð­sam­an­burð­ar á vör­um í versl­un­um. For­rit­ið mun halda áfram að þró­ast og í fram­tíð­inni verð­ur not­end­um kleift að sjá hvar sé hag­stæð­ast að versla sína mat­ar­körfu.

Verðlagseftirlit sett í hendur neytenda
Verðlag Alþýðusambandið hefur sett í loftið smáforrit sem leyfir neytendum að skanna strikamerki og sjá umsvifalaust nýjustu athuganir á verði vörunnar í mismunandi verslunum. Mynd: Shutterstock

Smáforritið Prís kom út í síðustu viku, en það er á vegum verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands. Tilgangur forritsins er að gera notendum kleift að kanna verðlagsmun á milli verslana á augabragði. Viðskiptaráðuneytið styrkti ASÍ um 15 milljónir króna til að vinna þetta verkefni. Sameiginlegt markmið beggja aðila er að vinna gegn verðbólgunni.

„Við byrjuðum í vor að safna verðum í verðlagseftirlitinu á miklu breiðari grunni en við höfum verið að gera áður, þar sem við vorum hægt og bítandi farin að skoða öll verðin sem voru skráð í matvöruverslunum. Okkur datt í hug, sem hliðarafurð af því, að við myndum ekki bara geta gert góðar greiningar á verðlagi, heldur getum við líka gefið fólki aðgang að gögnunum. Við lögðum upp með það í haust að koma út appi fyrir jól og það bara svona rétt slapp,“ segir Benjamín Julian, verkefnisstjóri verðlagseftirlits ASÍ.

Notendur geta gert verðsamanburð milli verslana þegar þeir eru …

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu