Smáforritið Prís kom út í síðustu viku, en það er á vegum verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands. Tilgangur forritsins er að gera notendum kleift að kanna verðlagsmun á milli verslana á augabragði. Viðskiptaráðuneytið styrkti ASÍ um 15 milljónir króna til að vinna þetta verkefni. Sameiginlegt markmið beggja aðila er að vinna gegn verðbólgunni.
„Við byrjuðum í vor að safna verðum í verðlagseftirlitinu á miklu breiðari grunni en við höfum verið að gera áður, þar sem við vorum hægt og bítandi farin að skoða öll verðin sem voru skráð í matvöruverslunum. Okkur datt í hug, sem hliðarafurð af því, að við myndum ekki bara geta gert góðar greiningar á verðlagi, heldur getum við líka gefið fólki aðgang að gögnunum. Við lögðum upp með það í haust að koma út appi fyrir jól og það bara svona rétt slapp,“ segir Benjamín Julian, verkefnisstjóri verðlagseftirlits ASÍ.
Notendur geta gert verðsamanburð milli verslana þegar þeir eru …
Athugasemdir