Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Guðmundur Árnason hættir í fjármálaráðuneytinu og fer í utanríkisþjónustu

Guð­mund­ur Árna­son mun láta af störf­um sem ráðu­neyt­is­stjóri fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins eft­ir 14 ár í starfi og færa sig yf­ir í ut­an­rík­is­þjón­ust­una. Fjár­mála­ráðu­neyt­ið vildi ekki tjá sig um þær ástæð­ur sem liggja að baki starfs­lok­um Guð­mund­ar.

Guðmundur Árnason hættir í fjármálaráðuneytinu og fer í utanríkisþjónustu
Embættismaður Guðmundur hefur verið ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu síðan 2009. Mynd: MBL / Kristinn Magnússon

Guðmundur Árnason mun láta af störfum sem ráðuneytisstjóri fjármála- og efnahagsráðuneytisins um áramótin og hefja störf í utanríkisþjónustunni. Þetta staðfestir Elva Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi fjármála- og efnahagsráðuneytisins, í samtali við Heimildina. Fjármálaráðuneytið vildi ekki tjá sig um þær ástæður sem liggja að baki starfslokum Guðmundar. Staðgengill ráðuneytisstjóra mun taka við embættinu af Guðmundi tímabundið.

Guðmundur hefur sinnt stöðu ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytisins síðastliðin fjórtán ár, en áður var hann ráðuneytisstjóri í menntamálaráðuneytinu. Samkvæmt frétt Innherja tilkynnti hann starfsmönnum ráðuneytisins um starfslok sín í tölvupósti fyrr í dag. Guðmundur hefur samhliða embættismennskunni setið í stjórnum LSR, Söfnunarsjóði lífeyrisréttinda og Þjóðarsjóðs Ómanríkis.

Samkvæmt heimildum Innherja hefur Guðmundur tekið við skipun sem sendiherra í utanríkisþjónustunni. Gert er ráð fyrir því að hann muni taka til starfa í Róm, höfuðborg Ítalíu, síðar á árinu. 

Ekkert íslenskt sendiráð er þó starfrækt í Róm heldur er það sendiráðið í París sem sinnir hlutverkinu gagnvart Ítalíu. Utanríkisþjónustan starfrækir þó sendiskrifstofu …

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kári Jónsson skrifaði
    Augljóst þarf að rannsaka aðkomu Guðmundar vegna vinnu eiginkonu hans fyrir ríkið í þessi 14ár.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár