Guðmundur Árnason mun láta af störfum sem ráðuneytisstjóri fjármála- og efnahagsráðuneytisins um áramótin og hefja störf í utanríkisþjónustunni. Þetta staðfestir Elva Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi fjármála- og efnahagsráðuneytisins, í samtali við Heimildina. Fjármálaráðuneytið vildi ekki tjá sig um þær ástæður sem liggja að baki starfslokum Guðmundar. Staðgengill ráðuneytisstjóra mun taka við embættinu af Guðmundi tímabundið.
Guðmundur hefur sinnt stöðu ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytisins síðastliðin fjórtán ár, en áður var hann ráðuneytisstjóri í menntamálaráðuneytinu. Samkvæmt frétt Innherja tilkynnti hann starfsmönnum ráðuneytisins um starfslok sín í tölvupósti fyrr í dag. Guðmundur hefur samhliða embættismennskunni setið í stjórnum LSR, Söfnunarsjóði lífeyrisréttinda og Þjóðarsjóðs Ómanríkis.
Samkvæmt heimildum Innherja hefur Guðmundur tekið við skipun sem sendiherra í utanríkisþjónustunni. Gert er ráð fyrir því að hann muni taka til starfa í Róm, höfuðborg Ítalíu, síðar á árinu.
Ekkert íslenskt sendiráð er þó starfrækt í Róm heldur er það sendiráðið í París sem sinnir hlutverkinu gagnvart Ítalíu. Utanríkisþjónustan starfrækir þó sendiskrifstofu …
Athugasemdir (1)