Saksóknari í hryðjuverkamálinu svokallaði gerði kröfu til ákæruvaldsins að sakborningar fái ekki að sitja í dómssalnum þegar meðákærði sæti fyrir svörum í aðalmeðferð málsins. Kröfu saksóknara var hafnað af ákæruvaldinu og aðalmeðferðinni hefur verið frestað þar til miðjan febrúar á næsta ári.
Sindri Snær Birgisson er ákærður „fyrir tilraun til hryðjuverka, með því að hafa ákveðið að valda, með skot- og/eða sprengjuárás, hér á landi, ótilgreindum hópi fólks, á ótilgreindum stað og tíma, bana eða stórfelldu líkamstjóni eða stefna lífi þeirra í hættu með stórfelldum eignaspjöllum, í þeim tilgangi að valda almenningi verulegum ótta og veikja eða skaða stjórnskipun og þjóðfélagslegar undirstöður ríkisins. Ásetning sinn til hryðjuverka sýndi ákærði ótvírætt í verki á tímabilinu maí til september 2022“ og síðan er rakið nánar á tíu blaðsíðum hvernig hann hafi gert það.
Ísidór Nathansson er ákærður „fyrir hlutdeild í ofangreindu broti Sindra, með liðsinni í orði og verki“ til að mynda með því að aðstoða hann við kaup á skotfærum í árásarrifflana AR-15 og AK47 „vitandi að meðákærði Sindri hafði í hyggju að fremja hryðjuverk“, með því að „senda til Sindra, á dulkóðaða samskiptaforritinu Signal, hvatningu og undirróður um að fremja hryðjuverk“, aðstoða hann við öflun lögreglubúnaðar og lögreglufatnaðar og „miðla til hans efni og upplýsingum um þekkta hryðjuverkamenn, hugmyndafræði, undirbúning og verknaðaraðferðir þeirra“ auk upplýsinga um sprengju- og drónagerð. Alls er ákæran gegn þeim tólf blaðsíður.
Undantekningarregla
Um er að ræða undantekningarreglu þar sem venjan er að ákærðu eigi rétt á að vera viðstaddir aðalmeðferð málsins. Saksóknari gerði þessa kröfu til að Sindri og Ísidór, sakborningarnir, geti ekki haft áhrif á málflutning hvors annars fyrir dómi. Saksóknari telur að það rýrir til muna sönnunargildi þeirra fyrir dómi. Telur saksóknari ekki ólíklegt að ákæruvaldið muni bera fram spurningar sem þeir ákærðu hafa ekki verið spurðir áður þrátt fyrir að umfangsmiklar skýrslur hafi nú þegar verið teknar af sakborningum. Engin ný gögn verða borin upp sem ekki hafi komið fram í málinu áður. Saksóknari segir forsendur þessarar kröfu vera munur á framburði sakborninga. Lögfræðingar sakborninganna óskuðu eftir að kröfunni yrði hafnað.
Samróma í skýrslutökum
Sindri og Ísidór hafa gengið lausir núna í hálft annað ár og segja lögmenn þeirra þá hafa haft nægan tíma til að sammælast fyrir dómi þar sem þeir eru enn vinir. Þeir voru samróma í skýrslutökum þó þeir hafi neitað að tjá sig í upphafi fyrir dómi. Lögfræðingur Ísidórs þykir mikilvægt að hann sé viðstaddur vitnisburð meðákærða þar sem hann er sakaður um hryðjuverk.
Kröfu saksóknara var, líkt og áður sagði, hafnað af ákæruvaldinu.
Athugasemdir (1)